Prentarinn - 01.09.2002, Síða 3
Leiðari
B
félag
bókagerðar-
manna
FELAG GRAFISKRA TEIKNARA
Samkvæmt ákvörðun aðalfundar
2002 ber stjóm og trúnaðarráði
félagsins að gera tvær skoðana-
kannanir á meðal félagsmanna,
þ.e. hvort Félag bókagerðar-
manna eigi að sækja um aðild að
Alþýðusambandi íslands og
hvort rétt sé að gefa FBM nýtt
nafn. Hvað sem félagsmönnum
finnst persónulega um þessar
ályktanir aðalfimdar ber okkur að
vinna samkvæmt þeim og vera
með niðurstöður tilbúnar íyrir
aðalfund 2003.
Það eru nú bráðum 22 ár síðan
við í FBM ákváðum að hætta að-
ild að ASÍ og var það gert með
allsherjar atkvæðagreiðslu. Sú
saga er öll skráð í sögu félagsins
og þeirn sem hefðu áhuga á að
kynna sér hana er bent á Sögu
bókagerðarmanna í 100 ár.
Síðan hafa verið tvær allsherj-
ar atkvæðagreiðslur meðal fé-
lagsmanna með sömu niðurstöðu:
Ekki vera í ASÍ. Eftir að sú
breyting var gerð á lögum Al-
þýðusambandsins að heimila
landssamböndum að sækja um
aðild, var enn á ný felld tillaga
um aðild á aðalfundi árið 2000.
Því kom það óneitanlega á óvart
að tillaga um að kanna enn á ný
afstöðu félagsmanna til Alþýðu-
sambandsins skyldi vera sam-
þykkt á síðasta aðalfundi.
Það er ekki spurning í mínum
huga að FBM á að sækja um inn-
göngu og vera eitt af aðildarfé-
lögum ASÍ. Það er besta leiðin
fyrir félagið og félagsmenn, með
tilliti til nýrrar tækni og þróunar í
grafísku umhverfi. Það er brýn
nauðsyn fyrir okkur að eiga sam-
leið með öðrum verkalýðsfélög-
um, ekki síst nú, þar sem vinnu-
veitendur eru sameinaðir í eitt fé-
lag og við ásamt öðrum erum að
semja við sömu viðsemjendur.
Einnig má geta þess að með inn-
göngu eigum við aðgang að allri
starfsemi ASÍ sem og námskeið-
um fyrir trúnaðarmenn og mörgu
fleiru. Nú stendur það upp á
stjórn félagsins og trúnaðarráð að
vinna í vetur samkvæmt ákvörð-
un aðalfundar og leggja niður-
stöðuna fyrir næsta aðalfund.
Ályktunin um nýtt nafn á fé-
lagið er annars eðlis, en komið
hefur í ljós að nýir félagsmenn
og þeir sem vinna við hönnun og
margmiðlun finna ekki samsvör-
un í nafninu Bókagerðarmenn og
vilja því fá nafn sem höfðar betur
til nútímans og nafn félagsins á
ensku er Graphical Union of
Iceland. Þegar núverandi nafn var
samþykkt 1980 munaði einu at-
kvæði á næsta nafni er var
Grafíska stéttarfélagið. Nú er í
gangi á heimasíðu fbm.is for-
könnun og spurningin er „Viltu
breyta um nafn á félaginu?"
Verður fróðlegt að sjá hvað kem-
ur út úr henni. Þetta mál þarf
einnig að liggja fyrir á aðalfundi.
Eftir ævintýrið með Margmiðl-
unarskólann, sem lauk með fjár-
hagslegu þroti hans, stendur
Prenttæknistofnun nú á vissum
tímamótum. í framhaldi afþví
var samþykkt í stjórn PTS að
flytja starfsemina á Hallveigar-
stíg 1, en ekki var áhugi fyrir því
hjá S1 að þekkjast boð FBM um
að hún flyttist á Hverfisgötuna.
Er nú verið að endurskipuleggja
alla starfsemina að nýju m.a.
með samvinnu við Iðnskólann,
en þar verður sett upp Margmiðl-
unarbraut sem hugsuð er sem
framhald af Upplýsinga- og fjöl-
miðlabraut. Einnig verður hægt
að sækja nám í margmiðlun á
listnámsbraut við Borgarholts-
skóla. Þá verður samstarf við
aðra tölvuskóla um námskeið
fyrir félagsmenn og í samvinnu
við Iðnskólann verða endur-
menntunarnámskeið í bókbandi,
prentsmíð og prentun. Einnig
verða námskeið í grafískri hönn-
un.
Það sem verður nýtt í starfsemi
Prenttæknistofnunar er að hún
mun hætta þeim áhætturekstri
sem rekstur tölvuskóla er.
Eitt af verkefnum haustsins er
að kjósa í trúnaðarráð en nýtt
kjörtímabil þess hefst 1. nóvem-
ber og einnig þarf að skipa að
nýju trúnaðarmenn á okkar
vinnustaði, en nýtt kjörtímabil
trúnaðarmanna hefst 15. október.
Mjög mikilvægt er fyrir okkur að
vera með virkt trúnaðarkerfi því
trúnaðarmaðurinn er tengiliður á
milli stjórnar og félaganna á
vinnustaðnum.
September 2002.
Sœmundur Arnason.
prentnrinn
■ MÁLGAGN FÉLAGS BÓKAGERÐARMANNA
Ritnefnd Prentarans:
Georg Páll Skúlason,
ritstjóri og ábyrgðarmaður.
Bragi Guðmundsson
Jakob Viðar Guðmundsson
Ester Þorsteinsdóttir
Sævar Hólm Pétursson
Ábendingar og óskir
lesenda um efni í blaðið
eru vel þegnar.
Leturgerbir í
Prentaranum eru:
Helvitica Ultra Compress,
Stone, Times, Garamond o.fl
Blaðið er prentað á 135 g
Ikonofix silk.
Prentvinnsla:
Filmuútkeyrsla: Scitex
Prentvél: Heidelberg
Speedmaster 4ra lita.
Svansprent ehf.
Forsíðan
Ágúst Schmídt prentsmiður
hjá GuðjónÓ er hönnuður
torsíðunnar.
Forsíðan var framlag hans í
forsíðukeppni Prentarans
haustið 2001 og var meðal
þriggja verka sem valin voru
af dómnefnd til birtingar.
PRENTARINN ■ 3 I