Prentarinn - 01.09.2002, Side 5
önnina, og var það mjög
skemmtilegt og krefjandi en verk-
efnið sem ég var þátttakandi í var
að búa til vefsíðu fyrir Iðnskólann
í Reykjavík. Námið sjálft er mjög
krefjandi og mæli ég hiklaust með
því fyrir alla þá sem hafa gaman
af tölvum og hönnun að sækja
þetta nám.
Ég veit þó ekki hvernig námið
er uppbyggt í dag, skóli eins og
Margmiðlunarskólinn er alltaf að
breyta og betrumbæta námið til
að koma til móts við nýjar og
breyttar kröfur á markaðnum en
það ætti nú ennþá að vera byggt
svipað upp.“
- Þú talar um að námið sé dýrt,
hvað kostar t.d. ein önn?
„Það er mjög mismunandi hvað
námið kostar og fer það allt eftir
hvaða braut þú velur. En ég held
að svona almennt í gegnum skól-
ann þá sé talan alltaf eitthvað í
kringum hálfa milljón fyrir önn
og er þá bara verið að tala um
skólagjöldin. Þó svo að þetta sé
stór tala þá er hún tiltölulega
lægri ef miðað er við lönd eins og
England og Bandaríkin en samt
sem áður fullstór biti.“
- Er þetta lánshæft nám frá
Lín?
„Já námið er lánshæft en eins
og hjá flestum sem fara út að læra
þá er ekki veitt lán fyrir sjálfum
skólagjöldunum heldur einungis
fyrir uppihaldi meðan á námi
stendur. Ég held reyndar að ef
farið sé í mastersnám eða sam-
bærilegt nám þá sé veitt námslán
fyrir skólagjöldum en þar sem ég
er í BS-námi þá er einungis veitt
lán fyrir uppihaldi."
- Þú ert ekki eini Islendingur-
inn þarna, er það?
„Nei, ótrúlegt en satt, við erum
nú nokkur í námi hérna í Queens-
land, ég veit um 4 aðra fyrir utan
mig og unnustu mína sem eru í
námi hérna. Það er líka starfrækt
íslendingafélag sem hefur eitt-
hvað um 100 félaga, mest allt ís-
lendinga sem hafa verið búsettir
hérna í nokkuð mörg ár og af-
komendur þeirra. Þannig að þó
svo maður sé staddur hinum meg-
in á hnettinum þá er samt alltaf
möguleiki að rekast á íslending.
Þó svo að það séu ekki margir
Islendingar héma í námi þá er
ótrúlegur fjöldi af öðmm Norður-
landabúum hérna í námi og þá
sérstaklega Norðmönnum og Sví-
um.“
- Ertu eitthvað virkur í þessu
Islendingafélagi þarna?
„Nei, því miður verð ég að
segja að mér hefur ekki gefist
tími til að mæta á neina samkomu
á þeirra vegum, seinasta uppá-
koma var núna um daginn þegar
haldið var uppá 17. júní en þar
sem ég var það einstaklega
óheppinn að þurfa að fara í tvö
lokapróf þann dag þá gafst mér
ekki tími til að mæta. En núna í
september mun verða haldið
þorrablót að alíslenskum sið og er
búið að lofa að boðið verði uppá
íslenskt hangikjöt, brennivín og
ýmislegt annað góðgæti, þannig
að stefnan er nú sett á að mæta á
þann viðburð.“
- Segðu okkur frá skólanum og
náminu sem þú ert í.
„Skólinn sem ég er í heitir
Queensland University of
Technology og er staðsettur í
hjarta Brisbane, en þetta er einn
af virtustu háskólunum hérna í
Queensland-fylki. Þetta er tiltölu-
lega ungur skóli sem býður uppá
mjög fjölbreytt háskólanám og er
skólinn í mjög nánu samstarfi við
atvinnulífið hérna í Astralíu og
meðal fyrirtækja sem skólinn á í
samstarfi við eru fyrirtæki á borð
við Boeing, IBM, Microsoft og
fleiri stór nöfn. Það eru yfir 35
þúsund nemendur i skólanum
þannig að það getur verið frekar
einmanalegt að iabba um háskóla-
lóðina en þessi fjöldi skiptist á
nokkur háskólasvæði sem eru
staðsett víðsvegar um Brisbane.
Minn skóli er staðsettur í hjarta
Brisbane en það tekur aðeins 5
mínútur að fara niður í miðbæinn.
Ég er í þriggja ára BS-námi í
tölvunarfræði með sérhæfingu í
rafrænum viðskiptum og rafrænni
miðlun og er námið mjög spenn-
andi og krefjandi.
Námið er eins og ég segi 3 ár
og skiptist þannig að allir þurfa
að taka eitt sameiginlegt ár. Eftir
það verður maður að velja hverju
maður ætlar að sérhæfa sig í og er
hægt að velja um nokkrar mis-
munandi brautir, en ef einhver vill
kynna sér skólann betur þá er vef-
slóðin þessi á heimasíðu skólans
http://www.qut.com.au"
- Hvað áttu mikið eftir af þessu
námi?
„Núna er ég að fara að byrja á
þriðju önninni af sex. Ég byrjaði á
sumarönn en með því að byrja á
henni þá get ég klárað þrjár annir
á einu ári en það hefur verið frek-
ar erfitt og mikil keyrsla. Þannig
að ef allt gengur vel áfram þá
mun ég ljúka námi 2004.“
- Hvað tekur við hjá þér þegar
þessu námi lýkur?
„Hvað framtíðin ber í skauti sér
hef ég ekki hugmynd um en
draumurinn er náttúrulega að
klára þetta nám og ná sér í ein-
hverskonar framhaldsmenntun.
Hvort það verður liérna í Astralíu
eða annars staðar veit ég ekki.“
- Ætlið þið að koma heim eða
setjast að erlendis?
„Ég held nú að á endanum
komum við heim til að búa, en
meðan við erum ung og getum
leyft okkur að skoða heiminn þá
held ég að við munum halda
áfram að reyna að skoða okkur
um. En eins og ég nefndi áður þá
er nú planið að klára núverandi
nám og síðan annað hvort reyna
að finna eitthvert spennandi fram-
haldsnám eða vinnu við hæfi en
ég held nú að Island sé það land
sem ég vil búa á í framtíðinni."
- Hvað gerið þið skötuhjúin af
ykkur þegar þið eruð ekki í skól-
anum?
„Við gerðumst svo djörf um
daginn og keyptum okkur bil og
höfum við verið dugleg að nota
hann til að skoða hvað Queenland
hefur uppá að bjóða. Við höfum
auk þess vanið okkur á að fara
alltaf eitthvað í hverri viku enda
nóg að skoða héma í kring. Það
tekur okkur t.d. ekki nema einn
klukkutíma að skjótast niður á
strönd, þannig að við höfum verið
dugleg að fara þangað unt helgar.
Auk þess er Brisbane og um-
hverfi mjög lifandi borg og alltaf
nóg um að vera, að auki býður
skólinn uppá ljölbreytta starfsemi
fyrir þá sem hafa áhuga á útivist
og sporti og höfum við verið dug-
leg við að nota okkur það.“
- Jæja Davíð, þetta fer nú að
verða ágætt hjá okkur. Þið viljið
kannski nota tækifærið og senda
kveðjur heim og segja eitthvað að
lokum.
„Við biðjum bara að heilsa öll-
um og takk fyrir okkur."
PRENTARINN ■ 5