Prentarinn - 01.09.2002, Side 6
Texti og myndir:
Jakob V. Gubmundsson
Þann 23. apríl s.l. var aldarafmæli
Halldórs Laxness minnst víða og
af þessu tilefni stóð Bókasam-
band íslands fyrir göngu um
söguslóðir Halldórs hér í Reykja-
vík og var sagnfræðingurinn Guð-
jón Friðriksson leiðsögumaður.
Fjölmenni var i göngunni, eitt-
hvað um 70 manns. Gangan hófst
við Laugaveg 32, fæðingarstað
Halldórs, en fyrr um morguninn
hafði þar verið afhjúpaður minn-
ingarsteinn um hann í gangstétt-
inni. Síðan var staldrað við þar
sem eitthvað markvert tengdist
Halldóri, t.d. við Laugarveg 28,
en þar bjó hann þegar hann las
undir gagnfræðapróf og sextán
skáld voru í fjórða bekk, eins og
stendur í kvæði Tómasar Guð-
mundssonar. Við Vegamótastíg
var gerður stuttur stans, en þar var
Halldóri komið fyrir hjá skyld-
mennum þegar hann var 12 ára og
var við nám í teikningu o.fl.
barna varð óvænt uppákoma þeg-
ar maður úr þeirri íjölskyldu kom
út á tröppumar og las ljóð úr
„poesibók" sem Halldór skrifaði í
12 ára.
Spítalastígur 7 var næsti við-
komustaður. Þar bjuggu Hallbjörn
Halldórsson prentari og Kristín
kona hans áður en þau fluttu á
Hverfisgötu 21 árið 1941. Þau
áttu heima á efri hæðinni, en þar
voru tvær íbúðir og í hinni íbúð-
Gunnar Eyjólfsson.
„Hallbjarnarstaði“. Þegar gestir
komu að Spítalastíg 7 til samveru
í „Mjólkurfélaginu", gengu þeir
upp tröppur með súlnaporti (sem
enn má sjá). Húsbóndinn Hall-
björn tók á móti þeim og mælti,
að sögn Halldórs: „Þar umdu silf-
ursúlur og silfurbogagöng, - og
Ögmundur Helgason og Sœmundur Árnason.
inni bjó Árni frá Höfðahólum og
3 dætur hans, þær Áslaug, Mar-
grét og Steinunn. Oddur á Skag-
anum bjó í kjallaranum. Myndir
af flestu af þessu fólki eru til hjá
FBM. Það var í þessu húsi sem
„Mjólkurfélag heilagra“ kom
mest við sögu. Halldór kallaði
það stundum „Alþýðukof‘ eða
Göngumenn við Laugaveg 26.
6 ■ PRENTARINN
varið ykkur að detta ekki oní op-
inn kjallarann!" („Nærmynd af
nóbelsskáldi“, bls. 67.)
Á Laufásvegi vakti hópurinn
ugg í brjósti öryggisvarða við
bandaríska sendiráðið, en þeir
tóku ró sína aftur þegar þeir voru
fúllvissaðir um að hér væru að-
eins á ferð friðsamir bókaunnend-
ur að virða fyrir sér húsið númer
25, en hús þetta var í eigu Einars
Arnórssonar, föður Ingibjargar
móður Einars Laxness. Fjölskylda
Halldórs bjó á eífi hæðinni og þar
var okkur bent á kvistherbergið
sem Halldór hafði sem skrifstofu
og þar urðu til ýmsar sögupersón-
ur skáldsins, t.d. Ólafur Kárason
Ljósvíkingur. Svo var líka stopp-
að við hús Þorsteins Erlingssonar
skálds, en þar hittust þeir fyrst
Halldór og Ragnar í Smára.
Að lokinni göngu var göngu-
mönnum boðið upp á góðgerðir
hjá Félagi bókagerðarmanna að
Hverfisgötu 21. Þar voru til sýnis
frumútgáfúr af verkum skáldsins
áritaðar af honum til Hallbjarnar
Halldórssonar prentara og Kristín-
ar Guðmundardóttur konu hans,
sem þar bjuggu frá 1941 eða frá
því prentarar keyptu húsið. Enn-
fremur voru þar sýnd nokkur bréf,
handrit og skjöl úr safni þeirra
hjóna sem nýlega fundust uppi á
hanabjálkalofti að Hverfisgötu
21. Gunnar Eyjólfsson leikari
sagði gestum frá kynnum sínum
af þeim hjónum og Halldóri Kilj-
an Laxness og kom þar margt
skemmtilegt fram sem ekki hefur
verið á allra vitorði hingað til.
Þá fór fram afhending Bréfa-
safna Hallbjarnar og Kristínar til
Landsbókasafns - Háskólabóka-
safns. Það var Sæmundur Áma-
son, formaður Félags bókagerðar-
manna sem afhenti gjöfina en
Ögmundur Helgason, forstöðu-
maður handritadeildar safnsins,
veitti gjöfinni viðtöku. Hér er um
að ræða mjög fjölbreytt safn
sendibréfa, handrita og ýmissa
skjala, sem tengdust þeim hjón-
um. Má þar nefha m.a. bréf ffá
rithöfundunum Guðmundi G.
Hagalín, Halldóri Kiljan Laxness,
Þórbergi Þórðarsyni, Kristmanni
Guðmundssyni, Sigurði Einars-
syni, Jakobi Jóh. Smára, Halldóri
Stefánssyni og Theodór Friðriks-
syni. Einnig er þarna mikið af
bréfum til Hallbjarnar frá ýmsum
útlendingum og sem ritstj. Al-
þýðublaðsins ýmislegt efni frá
bandaríska rithöfundinum Upton
Sinclair.
Af skjölum má nefha hand-
skrifaða skrá yfir kaupendur Al-
þýðublaðsins frá 1924 og þó
nokkurt safn vísubotna úr sam-