Prentarinn - 01.09.2002, Side 11

Prentarinn - 01.09.2002, Side 11
NYSVEINAR Efsta röð f.v.: Þór Theodórsson, Stefan Roger Swales, Stefán H. Henrýsson, Hjörtur Skúlason, Ólafur Eggerts Ólafsson og Bn'njar Sverrisson. Miðröð f.v.: Páll R. Pálsson, Guðmundur K. Guðmundsson og Guðni Freyr Ingvason. Fremsta röð f.v.: Rósa ívarsdóttir, Ester Þorsteinsdóttir, Sigríður Lund Hermannsdóttir og Hrafhhildur Ólafsdóttir. Á myndina vantar Sæmund Frey Árnason. Eftirtaldir aðilar hlutu verðlaun fyrir góða frammistöðu á sveinsprófi: Rósa ívarsdóttir, prentun, Hjörtur Skúlason, bókband og Sæmundur Freyr Árnason, prentsmíð. þess, markaðsstöðu og framtíðar- áform. Þessi fyrirlestur var mjög fræðandi og skemmtilegur. Eftir þetta sýndi hann okkur hina nýju glæsilegu byggingu sem hýsir höfðstöðvarnar í Heidelberg, þar sem arkitektúrinn er stórkostlegur og fær maður helst þá tilfinningu að maður sé staddur inni í risa- stórri prentvél. Næst var forinni heitið í sýningarsal þar sem vænt- anlegum kaupendum og gestum eru sýndar prentvélar, skannar, rippar, plötuvélar og önnur tæki sem Heidelberg hefur til sölu. I þessum sal geta kaupendur fengið að prófa vélamar og sannreyna gæði þeirra áður en þeir festa kaup á þeim. Þarna var fjöldinn allur af væntanlegum kaupendum og sölumenn á þönum í kringum þá, meðal annars fólk frá Italíu og Ukraínu. Næst var förinni heitið til Wieslog sem er borg nokkrum km fyrir utan Heidelberg og þar er samsetningarverksmiðja Heidel- berg-fyrirtækisins á fleiri þúsund fermetrum og í mörgum bygging- um. Umfangið á byggingunum er svo mikið að starfsmennirnir nota reiðhjól til að koma sér á milli staða inni í byggingunum. Þar byrjuðum við á því að snæða í mötuneytinu og voru þar dúkuð borð og indælis máltíð sem beið okkar, í þessu mötuneyti borða nokkur þúsund manns á degi hverjum og rann þetta allt áfram eins og vel smurð vél. Eftir frá- bæran hádegisverð og skemmti- legt spjall við Carsten Deutch var haldið í skoðunarferð um verk- smiðjurnar, við vorum ferjuð með rútu á milli bygginga og var erfitt að meðtaka allt sem fyrir augu bar. Við fengum að sjá prentvélar á nærri öllum framleiðslustigum, allt frá litlum prentvélum til stórra sérútbúinna prentvéla sem ætlaðar voru t.d. til miðaprentun- ar á áfengisflöskur í Ukraínu. Varahlutalagerinn er mjög stór og er að mestu tölvustýrður, sann- kallað völundarhús og er þar tölva sem sér um að raða hverjum hlut á sinn stað og færir þá líka eftir ákveðnu kerfi til að gæta þess að plássið sé alltaf fullnýtt á hverjum tíma. í Wieslog starfrækir Heidel- berg-fýrirtækið einnig iðnskóla þar sem þeir taka inn nemendur í vélvirkjun, vélsmíði, rafeinda- virkjun og fleiri verkgreinum sem nýst geta í verksmiðjunni. Þar fá nemarnir samning og tekur námið að mig minnir 3 ár, nemamir em þjálfaðir í að smíða prentvélar, og aðra hluti sem þarf við fram- leiðslu prentvéla og sáum við nemendur sem unnu við að smíða allt frá endurgerð á maskínu Gutenbergs og upp í það að smíða hluti í nútímaprentvélar. Með því að starfrækja þennan skóla tryggir Heidelberg sér það að eiga alltaf aðgang að góðu sérhæfðu fagfólki sem kann vel til verka í verk- smiðjunni. Rafeindatæknideildin var líka áhugaverð og er Heidel- berg í samstarfi við Siemens fyr- irtækið með framleiðslu á minnis- spjöldum í ýmsan tölvubúnað, með þessu verkefni ná þeir út fullri nýtingu á sínum rafeinda- virkjum þegar minna er að gera hjá fyrirtækinu. Það sem vakti einnig athygli í þessari deild var að þarna vom flestar konurnar, því annarsstaðar í verksmiðjunni voru nær eingöngu karlar. Þetta var endastöðin í þessari heimsókn okkar í Heidelbergverksmiðjurnar sem svo sannarlega var frábær í alla staði. Leiðsögumaðurinn okk- ar hann Carsten Deutch var alveg frábær og gerði allt til þess að gera daginn frábæran. Eftir þetta héldum við á stað aftur til Mainz þar sem ætlunin var að eyða síð- asta deginum. Heimsókn í Man Roland Prentaramir í hópnum tóku daginn snemma þar sem þeir voru á leið í heimsókn til Man Roland verksmiðjanna í Offenback. Heimsóknin þangað var á óhent- ugum tíma þar sem Roland menn voru önnum kafnir að setja upp sýningu í Bretlandi og metum við það mikils að þeir gátu tekið við okkur á annatímum eins og þess- um. Hann Raine Schafer tók á móti okkur og hófst heimsóknin í aðalbyggingunni þar sem var unn- ið að því að setja upp nýjar vélar en á meðan Man Roland voru að setja upp sýningu í Bretlandi vom þeir einnig að setja upp nýjar prentvélar heima fyrir. Sýningar- salirnir þeirra voru því ekki tómir og þar vom vélar uppi svo sem Roland 900 sem var eins og hrikalegur risi á við hinar arkavél- arnar. I sýningarsalum voru auk vél- anna prentverk sem unnin höfðu verið á vélarnar og gladdi það augað þegar við sáum þarna prufuverk sem var prentað fyrir Litlaprent. Þegar búið var að skoða sýningarsalina var haldið upp á þriðju hæð þar sem beið okkar glæsilegur veitingasalur með okkar einkaþjóni sem færði okkur þríréttaða máltíð og drykki með. Yfir matnum var slegið á létta strengi og talað um ísland, Þýskland og að sjálfsögðu um prentun. Eftir að búið var að fylla magann all hressilega var haldið til verksmiðjanna þar sem biðu okkar heilu færiböndin af prent- vélum. Þar var gengið um gripina og þeir skoðaðir, hvemig prent- vélarnar voru settar saman. Við fengum nú aðeins að sjá einn hluta af Man Roiand en þeir eru með verksmiðjur á fimm stöðum, Offenback, Augsburg, Plauen, Mainhausen og Geisenheim auk þess eru þeir með tækni- og sölu- deildir um víðan heim. Þannig að við sáum aðeins toppinn á ísjak- anum. Eftir góða heimsókn var haldið aftur til Mainz með aukna þekkingu og glaðning í fartesk- inu. Meira af Cutenberg Við prentsmiðirnir fórum sem sagt aftur á Gutenbergsafnið og fórum þá á verkstæði þar sem unnið er eftir hefðum Gutenbergs og allt er handþrykkt, þar fengum við að búa okkur til síðu úr bók og handþrykkja, þarna var einnig ótnílegt magn af letursöfnum og var gaman að geta handleikið Textura letur sem var ævagamalt og skorið út í trékubba og einnig eldgömul letursöfn út blýi. Þessi deild í Gutenbergsafninu er mikið notuð af skólum borgarinnar þar sem nemendum á öllum aldri er kynnt saga prentsins og krakkar fá tækifæri á að spreyta sig á því að gera veggspjöld og annað á gamla mátann. Um kvöldið fórum við síðan út að borða, allur hópur- inn, á þetta líka fína steikhús í miðborg Mainz og var það vel heppnað kvöld í alla staði. Morguninn eftir var síðan kom- inn tími til að halda heim eftir vel heppnaða og skemmtilega ferð. Hrafnhildur Ólafsdóttir Ester Þorsteinsdóttir Guðni Freyr Ingvason ifij í ‘ — I P • ■■ir* PRENTARINN ■ 11

x

Prentarinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Prentarinn
https://timarit.is/publication/952

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.