Prentarinn - 01.09.2002, Page 13
Verðlaunahafar ó Miðdalsmóti 2002. Frá vinstrí, Albert Elísson, Gttðrún
Eiriksdóttir, Guðrún Eyberg, Björk Guðmundsdóttir, Guðný Steinþórs-
dóttir, Friðrik L. Gestsson, Theodór Guðmundsson, Ólafur Stolzen-
wald, Skapti Haraldsson.
MIÐDALSMÓTIÐ 2002
Miðdalsmótið, golfmót Félags
bókagerðarmanna, fór ffam á
golfvelli Dalbúa í Miðdal 10.
ágúst. Þetta er í sjöunda sinn sem
við höldum golfmót í Miðdal og
að þessu sinni voru 44 keppendur.
Eftir kaffiveitingar var kepp-
endum raðað á teiga og hófst
mótið kl. 11.00 undir öruggri
stjórn formanns Dalbúa, Jóns Þ.
Hilmarssonar. Þennan dag voru
veðurguðirnir í spariskapinu og
buðu upp á sól og blíðu, með smá
golu, þannig að keppendur sýndu
mikil tilþrif í baráttunni við að
koma hvítu kúlunni á sinn stað.
En svona til að minna á að
stundum rignir í Miðdal setti nið-
ur örlitla vætu við grillið.
í mótslok var boðið upp á léttar
veitingar og tóku þátttakendur
hraustlega við eftir skemmtilegan
keppnisdag.
Keppt var um farandbikar FBM
í sjöunda sinn ásamt eignarbikar
fyrir fyrsta sæti með forgjöf.
Postillon-bikarinn var veittur fyrir
fyrsta sæti án forgjafar, eignarbik-
ar fyrir fæst pútt og eignarbikar í
kvennaflokki. Einnig voru veittar
viðurkenningar fyrir að vera næst
holu á 5. og 8. braut og fyrir
lengsta teighögg á 3. braut. Aðal-
stuðningsaðili mótsins var Hvít-
list er veitti fjölda verðlauna.
Einnig veittu Morgunblaðið og
Hjá Guðjónó verðlaun. Færum
við þeim bestu þakkir fyrir stuðn-
inginn.
I. verðlaun með forgjöf og Far-
andbikar FBM hlaut Albert Elís-
son með 70 högg, í öðru sæti
varð Friðrik L. Gestsson með 70
högg og í þriðja sæti varð Sigurð-
ur Gunnarsson með 70 högg.
Postillon-bikarinn 1. verðlaun án
forgjafar vann Albert Elísson með
74 högg, í öðru sæti varð Theodór
Guðmundsson með 82 högg og í
þriðja sæti varð Olafur
Stolzenwald með 86 högg.
Kvennabikarinn vann Guðný
Steinþórsdóttir á 72 höggum, með
forgjöf í öðru sæti varð Guðrún
Eiríksdóttir með 73 högg og í
þriðja sæti Björk Guðmundsdóttir
með 74 högg. Púttmeistari varð
að þessu sinni Theodór Guð-
mundsson með 24 pútt. Albert El-
ísson var með lengsta teighögg á
3. braut og næst holu á 5. braut
var Sigurður Þorláksson og á 8.
braut Skapti Haraldsson. Viður-
kenningu fyrir bestu vallarnýt-
ingu fengu þau Guðrún Eyberg
og Gunnar Guðjónsson. Auk þess
var dregið úr skorkortum. Þannig
fengu allir keppendur viðurkenn-
ingu fyrir þátttöku. Sjáumst á átt-
unda Miðdalsmótinu um miðjan
ágúst 2003.
Knatistnrmiumót FBM 2002
Knattspyrnumótið fór fram í Víkingsheimilinu, Víkinni laugardaginn
27. apríl sl. Níu lið mættu til leiks. Keppt var í tveimur riðlum og síðan
fór fram úrslitakeppni þar sem átta lið kepptu.
Eins og áður var baráttan og leikgleðin í hávegum höfð. Leiknir voru
24 leikir og 104 mörk skoruð. Svansprent stóð uppi sem sigurvegari en
liðið hefur sigrað á mótinu sex sinnum frá 1992. Yfirdómari mótsins
var Omar B. Ólafsson.
A-Riðill
Ásprent POB-Vörumerking 2-5
PMT-Offset 2-0
Edda-Vörumerking 1-2
Ásprent POB-PMT 1-1
Offset-Edda 0-8
PMT-Vörumerking 0-2
Offset-Ásprent POB 0-5
Edda-PMT 4-0
Vörumerking-Offset 1-0
Ásprent POB-Edda 0-2
B-Riðill
Kassagerðin-Plastprent 8-1
Svansprent-Morgunblaðið 3-1
Kassagerðin-Svansprent 1-1
Morgunblaðið-Plastprent 3-3
Morgunblaðið-Kassagerðin 1-2
Plastprent-Svansprent 1-2
A-riðill Stig Mörk
1. Vörumerking 8 10-3
2. Edda 6 15-2
3. Ásprent - POB 3 8-8
4. PMT 3 3-7
5. Offset 0 0-16
B-riðill Stig Mörk
1. Kassagerðin 5 11-3
2. Svansprent 5 6-3
3. Morgunblaðið 1 5-8
4. Plastprent 1 5-13
Átta liða úrslit:
Vörumerking-Plastprent 3-2
Edda-Morgunblaðið 1-2
Kassagerðin-PMT 3-2
Svansprent-Ásprent - POB 4-0
Fjögurra liða úrslit
Vörumerking-Morgunblaðið 5-2
Svansprent-Kassagerðin 3-0
Þriðja sætið
Morgunblaðið-Kassagerðin 1-2
Úrslit
Svansprent-Vörumerking 6-3
Til sölu er bústaður í efstu götu
í efra hverfi í Miðdal, G-gata 7.
Húsið er 42 nf að stærð og með
30 m2 verönd. 12 volta
rafmagnskerfi ásamt sólarsellu
er í húsinu.
Upplýsingar veitir Kristján
Gunnarsson í síma 587 1946.
Er íoftið of þurrt ?
STiULiZlrakatækillevsir vandann
IAIMH I N «m.
Staiif’arliyl 1A, /10 Iteykjavik
island, Sítni: SH7 8890 Fux 567 8090
netfang: rafstjorn(a rafsljorn.is
M'H'M’. rafstjont. is
‘Vii&eii tytvxAti&enfri en, oááan fcuf
PRENTARINN ■ 13