Prentarinn - 01.09.2002, Blaðsíða 19
Prenttæknistofnun og
Margmiðlunarskólinn
í júnímánuði síðastliðnum flutti
Prenttæknistofnun starfsemi sína
úr Faxafeni 10 að Hallveigarstíg
1. Erum við á fyrstu hæðinni eins
og áður en aðeins innar á gangin-
um. Nú á haustmánuðum fer
námskeiðahald Prenttæknistofn-
unar í gang. Haldin verða sex
námskeið á haustönn: Apple
script, grafísk hönnun fyrir prent-
smiði, prentsmíði fyrir grafíska
hönnuði, stafræn prentun og
myndvinnsla. Eins sjá má eru hér
ný og gömul námskeið í bland.
Móri (félag áhugamanna um nýj-
ungar og tækni í prentiðnaði) mun
einnig verða áberandi í vetur.
Fundir verða haldnir með reglu-
bundnu millibili.
I sumar hefur farið fram end-
urhönnun á heimasíðu Prent-
tæknistofhunar www.pts.is Leitast
verður við að koma tæknilegum
upplýsingum í auknum rnæli inn
á síðuna. Hér hjá Prenttæknistofn-
un er þó nokkurt bókasafn sem
félagsmenn ættu að reyna að nýta
sér. Nokkurs misskilnings gætir
meðal fólks, að Prenttæknistofhun
hafi sameinast Margmiðlunar-
skólanum á sínum tíma. Þetta var
aldrei raunin. Prenttæknistofnun
hafði aðstöðu hjá Margmiðlunar-
skólanum en lifði samt sjálfstæðu
lífi. Prenttæknistofnun og Rafiðn-
aðarskólinn munu koma að
stefnumótun náms í margmiðlun-
argreinum í Iðnskólanum í
Reykjavík.
Námið sem var í Margmiðlun-
arskólanum í fyrravetur er um
þessar mundir að hefja göngu
sína í Iðnskólanum í Reykjavík.
Þar hefur verið skipulagt nám
sem er nám að loknum fram-
haldsskóla. Við erum þess fullviss
að Iðnskólinn í Reykjavík muni
reka margmiðlunarnámið af mikl-
um metnaði og áræði.
Þegar skólanefnd Margmiðlun-
arskólans varð ljós sú staðreynd
að rekstur hans var í miklum
vanda var allt gert til að tryggja
hag nemenda sem best og sömu-
leiðis að sú mikla vinna sem iögð
hefur verið í uppbyggingu náms-
ins færi ekki forgörðum. Það er
því mikið fagnaðarefni að Iðn-
skólinn í Reykjavík skyldi taka
margmiðlunarnámið að sér. Þar er
til staðar mikil þekking og reynsla
í skólastarfi og mikill metnaður
til að byggja upp framhaldsnám í
margmiðlun.
Námskeib á haustönn
Apple Script forritun
Ætlað: Öllum þeim sem áhuga
hafa á Apple Script.
Apple Script er forritunarmál
sem hefur létt Macintosh notend-
um lífið. Farið verður í grunnat-
riði forritunarmálsins og hvernig
það nýtist í verkum í forvinnslu.
Quark XPress verður notað sem
hjálpartól.
Crafísk hönnun fyrir
prentsmiöi
Ætlað: Öllum prentsmiðum
sem vilja bæta við sig hönnunar-
og útlitskunnáttu.
Þetta námskeið var kennt í
fyrsta sinn í fyrra og vakti mikla
lukku. Leitast verður við að hafa
námskeiðið eins konar „work-
shop“ þar sem þátttakendur fá
tækifæri til að vinna með leið-
beinandanum að verkefnum í
grafískri hönnun. Leiðbeinandi er
starfandi grafískur hönnuður á
auglýsingastofu hér í bæ. Farið
verður í: Hönnunartól í helstu for-
ritum, svo sem Quark, Photoshop,
Freehand og InDesign.
Prentsmíöi fyrir grafíska
hönnuöi
Ætlað: Grafískum hönnuðum
sem vinna mikið prenthluti.
Farið verður yfir frágang á
skjölum til prentunar bæði til
prentunar fyrir tímarit og/eða dag-
blaða. Fjallað verður um frágang
á myndum og uppsetningu á PDF
stillingum fyrir Acrobat Distiller
og fleira í þeint dúr. Einnig verður
farið í grófum dráttum yfir still-
ingar á myndum og hvaða víti
bera að varast í þessum efnum.
Umsjón forrita og stýri-
kerfa í prentsmiöjum
Ætlað: Þeim sem vilja bæta við
sig kunnáttu um stýrikerfi og við-
bætur.
Tölvukerfi verða sífellt flóknari
í grafíska iðnaðinum. Flest forrit
keyra með mörgum viðbótum.
Eins eru mörg forrit að keyra á
tölvum sem ekkert gagn gera.
Farið verður í uppsetningu á stýri-
kerfum og fleiru.
Stafræn prentun
Ætlað: Prenturum og öllu
áhugafólki um stafræna tækni.
Þetta námskeið var haldið í
fyrsta sinn í fyrra. Farið yfir
helstu tegundir á markaðnum og
einnig verður rætt um kosti og
galla stafrænnar prentunar. Einnig
verður rætt um íhluti og sögu
stafrænnar prentunar. Nýjungar
verða skoðaðar.
Myndvinnsla
Ætlað: Fólki í grafískum grein-
um sem vill læra undirstöðu í
myndvinnslu.
Talsvert er orðið síðan Prent-
tæknistofnun hefur haldið nám-
skeið í myndvinnslu. Þetta nám-
skeið er ætlað fólki í prent- og
grafískum iðnaði sem vinnur við
myndvinnslu eða telur sig þurfa
að bæta við sig þekkingu í mynd-
vinnslu. Farið verður í mælingar á
myndum í Photoshop og hvernig
best sé að stilla þær fyrir hin
ýmsu prentferli. Einnig verða
skemmdar myndir lagfærðar og
fleira í þeim dúr. Athugið að þetta
er ekki námskeið í litastjórnun
heldur er þetta hugsað sem grunn-
námskeið í myndvinnslu.
JAFNRETTIS
MARKMIÐ AÐILD
ARFÉLAGA NGU
• hrinda í framkvæmd grundvallaratriðinu
um sömu laun fyrir sömu eða svipaða
vinnu, m.a. í heildarsamningum.
• hvetja aðildarfélögin til að leggja sitt af
mörkum innan sinna vébanda að koma á
jafnrétti með jafnri þátttöku þar sem
ákvarðanir eru teknar og í samningsgerð á
öllum sviðum, á landsvísu, svæðisbundið
og á vinnustöðum.
• sinna jafnréttismálunum í allri ákvörðunar-
töku, s.k. mainstreaming
• uppræta starfsgreinamismunun og allt
kynbundið misrétti í atvinnulífinu
• framkvæma ævilanga menntun í atvinnu-
lífinu
• byggja upp og styrkja samstöðu á milli
kvenna með upplýsingum og að upplýsa
og auka meðvitund
• styrkja sjálfstraust kvenna með því að
bjóða uppá stjórnunar- og sjálfstraustsnám-
skeið fyrir konur
• að það fólk sem kosið er í stjórn NGU
skuldbindi sig til að vinna að jafnrétti á
milli kynjanna
• halda aðskildar ráðstefnur um brennandi
málefni til að íjalla um jafnréttismál
• aðildarfélögin skulu í hagsmunavörslu
sinni vinna að samræmingu á milli at-
vinnulífsins og fjölskyldulífsins
Konur og karlar alast augljóslega upp á
mismunandi hátt og læra ólíka hluti. Hin
menningarlega karlímynd og kvenímynd er
ekki óbreytanlegt ástand, það er undirorpið
stöðugum breytingum gegnum mismunandi
virk netkerfi.
Konur og karlar eru bæði lík og ólík, jafn-
framt innbyrðis. Fólk verður samt að geta
unnið saman í mismunandi vinnuhópum. Inn-
byrðis tjáskipti okkar eru ekki alltaf fullkom-
in, en einungis í gegnum þau getum við lært
meira hvert um annað og skapað eitthvað
nýtt.
PRENTARINN ■ 19