Prentarinn - 01.09.2002, Síða 20

Prentarinn - 01.09.2002, Síða 20
Samhengið milli þéttleika fyrirmyndarinnar og punktastœrðar eftirmyndar eftir Jón A. Sandholt Tónendurgerðin Mynd 1. Tónkúrfa sýnir tengslin milli þéttleika fyrirmyndarinnar og punktastærðar eft- irmyndarinnar. Með þvi að breyla lögun kúrfunnar og slaðsetningu endapunkta hennar mú hafa sljórn ó hirtu og skilum eftirmyndarinnar til þess að líkja sem best eftir fyrir- myndinni. Inngangur Myndum í hverskyns prentgrip- um hefur fjölgað til muna á síð- ustu árum með tilkomu hinnar stafrænu tækni. Nú geta allir sem eiga tölvu unnið prentmyndir, eða svo er okkur sagt, og möguleik- arnir á að prenta út myndir eru fleiri og fjölbreyttari en áður. Lykillinn að góðum prentmyndum er að þekkja eiginleika þess frá- lagstækis sem að lokum mun keyra út myndina, hvort sem það er litprentari eða hefðbundin off- setprentvél, og haga myndvinnslu í samræmi við þá. Til að ná góðum árangri við gerð prentmynda þarf að skilja samhengið milli þéttleika fyrir- myndarinnar og punktastærðar prentmyndarinnar og hvernig má stýra þessum tengslum sem best. Þessi grein fjallar um grund- vallaratriði myndvinnslu fyrir prentun. Hér er fjallað um svart- hvítar myndir vegna þess að það auðveldar útskýringar og skilning á þeim atriðum sem hér er fjallað um. Svarthvítar myndir er enn að finna í mörgum prentgripum, þrátt fyrir sívaxandi vinsældir lit- mynda en auk þess eru litmyndir í prentun i raun byggðar upp af fjórum svarthvítum myndum þannig að kunnátta í meðferð svarthvítra mynda er einnig grunnurinn að góðri vinnslu lit- mynda. Samfelldir tónar og ósamfelldir Hugtakið „tónn“ í sambandi við myndir á við það hversu ljós eða dökk mynd er. Tónskali myndar er allir tónar sem er að finna innan ákveðinnar myndar og tónþrep er tiltek- ið birtustig. Tónskali mynda er vanalega saman settur af mörgum tónþrepum, frá því ljósasta til þess dekksta. Tónskali ljósmynda, mál- verka og teikninga er sagður samfelldur, hann breytist með mjúkri stígandi, án sýnilegra þrepa, frá ljósasta punkti til þess dekksta. Tónar ljósmynda eru myndaðir af silfurkomum og magn þeirra er í beinu hlutfalli við ljósið sem féll á filmuna eða pappírinn við lýsingu. Tónar málverka og teikninga eru myndaðir af litarefnum sem borin eru á pappír eða striga og þykkt þeirra ræður því hversu ljósir eða dökkir tónar myndar- innar eru. Myndir sem þessar eru oft kallaðar tónmyndir. Tónskali prentmynda er ekki samfelldur. Flestar prentaðferðir byggjast á „af eða á“ ástandi, annaðhvort prentast farfi eða ekki. Það er m.ö.o. ekki hægt að prenta misþykkan farfa til að líkja eftir tónum fyrirmyndarinnar, að- eins misstóra punkta sem allir hafa sama þéttleika. Þar sem tónn prentmyndarinnar er dökkur eru prentaðir hlutfallslega stórir prentpunktar en þar sem tónninn á að vera ljós eru punktarnir hafð- ir litlir. Röstun Breyting samfelldra tóna íyrir- myndarinnar í prentpunkta kallast röstun. Fyrir daga skanna og raf- rænnar myndvinnslu voru myndir rastaðar með því að mynda tón- fyrirmyndina á harða grafiska filmu í gegnum laust rastanet. Nú á dögum eru rastamyndir gerðar eftir stafrænum gögnum með leysigeisla sem lýsir rastapunkt- ana annaðhvort á filmu eða beint á prentplötuna. Til að prentuð eft- irmyndin líkist tónfyrirmyndinni sem mest þarf að vera samhengi milli þéttleika fyrirmyndarinnar og punktastærðar prentmyndar- innar. Þar sem fyrirmyndin er ljós (lágt þéttleikastig) þarf að prenta litla punkta og þar sem fyrir- myndin er dökk (hátt þétt- leikastig) þarf að prenta stóra punkta. Ef prentun farfa á pappír gæti skilað sama þéttleika- sviði og ljósmyndir myndi yf- irfærslan úr tónmynd í rasta- mynd vera tiltölulega einfalt mál og tóndreifing og skil í prentmyndinni yrðu nákvæm- lega eins og í fyrirmyndinni. Því miður næst vanalega ekki sami þéttleiki í prentun og í venjulegri ljósmynd. Ljós- Þéttleikasvið í Ijósmyndum eru Ijósustu svæðin þau svæði þar sem engin silfurkorn hafa myndast en þau dekkstu þar sem mikið er af silfurkornum. Ljósustu svæði prentmynda eru þau svæði þar sem engir prentpunktar eru til staðar en þau dekkstu þar sem prentpunklarnir eru stærstir. Þéttleikasvið er hugtak sem i stuttu móli mó segja að lýsi muninum ó þétlleika dekksta og Ijósasta svæðis tiltekinnar myndar. Ef þéttleiki Ijósasta flatar myndar mælist t.d. D 0,3 og þéttleiki dekksla hluta hennar D 2,4 þó er þéttleikasvið hennar 2,1 (2,4-0,3 = 2,1). 20 ■ PRENTARINN

x

Prentarinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Prentarinn
https://timarit.is/publication/952

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.