Prentarinn - 01.09.2002, Blaðsíða 21

Prentarinn - 01.09.2002, Blaðsíða 21
Mynd 2 A sýnir of lógt þéttleikagildi valið fyrir háljósa punktinn. Of stórir punktar prentast í háljósum og myndin verður of dökk og „flöt". Mynd 2 B sýnir rétt þéttleikagildi valið fyrir háljósin. Myndin hefur eðlilega tóndreifingu og skil eru góð. Mynd 2 C sýnir of hátt þéttleikagildi valið fyrir háljósin. Hvítar skellur mynd- ast á Ijósustu svæðunum þar sem engir prentpunktar prentast þar. myndir á pappír og aðrar endur- kasts-fyrirmyndir hafa oft þétt- leikasvið nærri 2,0 en flestar skyggnur nærri 3,0. Þéttleikasvið prentmynda ræðst af eiginleikum pappírsins og því hversu dökkir prentfarfarnir eru. Hámarks þétt- leikasvið í prentun er oft á bilinu 1,80-2,00. Til að prentmyndir verði góðar þarf að nýta tónsvið prentunarinn- ar eins og kostur er. I raun þarf að „þjappa" tónskala fyrirmyndar- innar saman þannig að hann rúmist innan þess tónsviðs sem næst i prentun og líkja þannig eft- ir tóndreifingu ljósmyndarinnar eins og hægt er. Sama á við um stafrænar ljósmyndir, sem ætlaðar eru til prentunar, ef tónsvið fyrir- myndarinnar er stærra en það svið sem næst í prentun. Þetta þarf að gera þannig að sem minnst af smáatriðum tapist og prentmyndin verði sem líkust fyrirmyndinni. Eitthvert tap á smáatriðum er þó óhjákvæmilegt. „Þjöppun“ tónskalans veldur því að tónskil („kontrast") eru vanalega minni í prentmyndum en ljósmyndum og dekkstu fletirnir ekki eins dökkir. Mannsaugað er næmara á smáat- riði í ljósum tónum en dökkum og því er vanalega reynt að þjappa tónskalanum meira saman á dekkstu svæðum hans. Samhengið milli þéttleika fyrir- myndarinnar og samsvarandi þétt- leika eftirmyndarinnar má sýna með grafi þar sem þéttleiki frum- myndarinnar er á öðrum ásnum en punktastærð prentmyndarinnar á hinum. Draga má línu milli tveggja endapunkta, hvítpunktsins (bjartasta svæðisins í myndinni) og svartpunktsins (dekksta svæðis í myndinni) og fá þannig fram s.k. tónkúrfu. (Mynd 1) Mörg vandamál við prentmyndir stafa af því að tónsvið pappírs og farfa er ekki notað rétt. Ef dekkstu tón- ar fyrirmyndanna eru ekki endur- gerðir með hámarks þéttleika i prentuninni verða myndirnar daufar og með of ljósa skugga. Ef ljósustu tónar fyrirmyndarinnar eru ekki prentaðir með minnstu prentpunktum sem hægt er að halda á pappírnum verða prent- myndimar dökkar og „óhreinar“. Það þarf hins vegar einnig að gæta þess að hvorki séu valdir of litlir punktar fyrir háljósin né of stórir fyrir skuggana, því þá er hætta á að smáatriði týnist. Þarfir prentunar Prentanlegt tónsvið, þ.e. hversu stóra og litla punkta hægt er að prenta, ræðst af prentaðferðinni, pappírnum sem prentað er á og eiginleikum prentvélarinnar ásamt plötulýsingu og framköllun. Fræðilega ætti að vera hægt að prenta punkta frá 1% upp í 100% en í venjulegri offsetprentun er minnsti prentpunkturinn vanalega á bilinu frá 3-5% og stærsti punkturinn oft um 95-97%. Stærsti prentanlegur punktur fer eftir gleypni og öðrum yfir- borðseiginleikum pappírsins. Dagblaðaprentun nær miklu styttra tónsviði en offsetprentun og ef notaður er endumnninn eða gljúpur pappír í offsetprentun styttist prentanlegt tónsvið þar einnig verulega. Aður en rastamynd er gerð ætti að vera búið að afla upplýsinga um það hvemig prentvél, farfi og pappír koma til með að hafa áhrif á prentmyndina. Svör við eftirfarandi spumingum ættu að liggja fyrir: • Hver er minnsti prentanlegi punkturinn? Punktar sem eru minni en hann munu hverfa í prentun. • Hver er stærsti prentanlegi punkturinn? Punktar stærri en hann munu prentast sem þekj- andi farfaflötur. • Hversu mikið hækkar tóngildi myndarinnar í miðtónum? Gera þarf ráð fyrir punkta- stækkun í prentun þegar rasta- myndir eru gerðar. Til að komast að þessu þarf að gera prufur. Með því að prenta tónskala sem er byggður upp af punktum frá 1 %—99% stærð má sjá hvaða punktastærð hverfur í háljósum og hvaða punktar „lok- ast“ í skuggum. Til eru prufu- formar frá ýmsum stofnunum og fyrirtækjum sem em ætlaðir til slíkra prufa en einnig má gera slíka forma sjálfur ef menn hafa nægan tíma. Notkun gráskala Allir tónar ljósmynda og ann- arra tónfyrirmynda hafa ákveðin þéttleikagildi. Dökkir tónar hafa hátt þéttleikagildi en ljósir tónar lágt. Þegar rastamynd er gerð eftir tónfyrirmynd þarf að ákvarða tengsl milli þéttleika fyrirmyndar- innar og punktastærðar prent- myndarinnar. Það þarf m.ö.o. að ákvarða hversu stórir prentpunkt- ar eiga að samsvara ákveðnum þéttleikagildum fyrirmyndarinnar. Til að ná viðunandi árangri er vanalegast nóg að skilgreina þessi tengsl á 3 lykilpunktum en það eru ljósasti punktur fyrirmyndar- innar (háljósin), dekksti punktur hennar (skuggarnir) og síðan punktur sem er mitt á milli hinna tveggja (miðtónarnir). Með þessu móti má stjórna því hversu dökk eða ljós rastamyndin er og hversu nærri hún er fyrirmyndinni. Besta verkfærið sem völ er á til að mynda þessi tengsl er gráskali. Sömu þéttleikagildi og eru til staðar í fyrirmyndunum er að finna á gráskalanum. Munurinn er sá að í myndinni er þessum þéttleikastigum dreift óskipulega um myndflötinn en á gráskala er þeim raðað í röð frá því dekksta til þess ljósasta (eða öfugt eftir því hvernig við lítum á málin). Þegar tengja þarf þéttleikagildi háljósa, skugga og miðtóna fyrir- myndarinnar við prentpunkta- stærð eftirmyndarinnar er vissu- lega hægt að leita uppi viðkom- Gráskali Gráskalinn er besti vinur þess sem skannar og vinnur myndir fyrir prenlun. Þegar tónmynd er skönnuð má nola kvarðaðan gráskala, þ.e. gráskala með þekktum þétlleika- gildum i háljósum, miðtónum og skuggum, til að stilla lykilpunktana þrjá og þannig gera góðar rasta- myndir í fyrslu tilraun. Til þess að þetta takist fullkomlega þarf þó að þekkja þarfir frálagstækisins og einkenni myndanna sem verið er að skanna. Með þessar upplýsingar má „át- hluta" réttum þéttleikagildum gráskalans réltum punktastærðum á hinum þremur mikilvægu lykil- punktum tónskalans og jafnframt finstilla tánkárfuna eftir því hvort myndin sem unnið er með telst til Ijáslána, dökktána eða meðallýstra mynda. Með réttri stillingu tónkárf- unnar er hægt að auka skil á þeim svæðum sem mikilvægust eru í fyr- irmyndinni svo eftirmyndin sýni sem mest af þeim upplýsingum sem voru til staðar í fyrir- myndinni. Sömuleiðis má vinna gegn tóngildis- aukningu (flolt orð yfir punktastækkun) í prent- uninni ef þess er þörf. Þéttleiki þrepanna á gráskalanum er örlitið mis- munandi milli eintaka og því er ráðlegt að mæla gráskalann með þéttleikamæli áður en hann er tekinn i notkun. I grófum dráttum má þá segja að 1. þrepið hafi þéttleika nærri 0,07, 7. þrepið þéttleika nærri 0,90 og 14. þrepið u.þ.b. 2,00. Þétlleikinn eyksl um u.þ.b 0,15 milli þrepa. Kodak CONTROL SCALE R-14 1 2 3 4 5 6 PRENTARINN ■ 21

x

Prentarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Prentarinn
https://timarit.is/publication/952

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.