Prentarinn - 01.09.2002, Side 25

Prentarinn - 01.09.2002, Side 25
í apríl var haldin prentsýningin IPEX í Birmingham og er sýning- in haldin ljórða hvert ár. Að þessu sinni voru heldur færri sýnendur og mun færri gestir en á síðustu sýningu, og voru menn að geta sér til um að atburðirnir í Banda- ríkjunum 11. september væru or- sökin, svo og að framleiðendur hafa lagt óvenju mikið í alda- mótasýninguna Drupa 2000. En hvað sem því líður var þessi sýning að mörgu leyti forvitnileg. Það má segja að það sé engin bylting í gangi en þróunin í staf- rænni prentun er ótrúlega hröð. Flestir framleiðendur voru að sýna mikla þróun í stafrænni prentun og áberandi var hvemig áhersla var lögð á að vera með alla framleiðsluna jafnvel í einni Iínu, þ.e.a.s umbrot, prentun og bókband. Heidelberg og Roland framleiða ekki bara prentvélar heldur tengja þeir gjarnan frá- gangsvélar við prentvélamar og sýna alla framleiðsluna í einu. Heidelberg 102 með rúlluílagi, prentað af rúllu, sem skorið er í arkir í ílagið. Þetta íyrirkomulag vakti mikla athygli vegna þess að pappír á rúllum er mun ódýrari í innkaupum. Roland og Heidelberg eru langstærstu sýnendurnir á prent- vélasviði og bar því mest á þeim, en aðrir voru með mjög áhuga- verða hluti, t.d. kom verulega á óvart hvað Konig og Bauer eru með breiða línu í prentvélum og var gaman að fylgjast með því þegar 10 lita vélin var að skipta um pappír úr 70gr í 300gr nánast án þess að stoppa. Mitsubishi er einnig stór prent- vélaframleiðandi og eru vélar þeirra einnig mjög áhugaverðar. 10 lita 72x102 Mitsubishi vélin vakti mikla athygli. Komori var athyglisverð tyrir bygginguna, það er 10 lita (und- ir/yfir), prentað beggja vegna í beinni línu. Það má segja að trompið hjá Roland hafi verið DICO web, stafræn web-prentvél sem prent- aði beggja vegna og skilaði brotið og skorið. Eins og áður sagði er það staf- rænt sem áhersla er lögð á og að tölvuvinnsla fari beint í prentvél. Einnig er ljósritun á hraðri upp- leið því sú tækni er að verða betri og fúllkomnari með hverju ári, það er vart hægt að greina hvað er ljósrit og hvað er offset. A sýningunni er fjöldinn allur af hugbúnaðarfyrirtækjum sem eru að kynna hugbúnað sem auð- veldar alla vinnslu. Það sem er nýtt i dag gæti verið úrelt á morgun, því þróunin er æði hröð. Heidelberg Hefur 250 sölu- og umboðs- skrifstofur í 170 löndum með 7600 sölumönnum og 3800 tæknimönnum. Alls vinna 26000 rnanns þar. Salan hefur tvöfaldast á síðustu 5 árum (1996-2001). Starfsemi Heidelberg er á 860.000 fermetrum í Wiesloch. Mynd: Speedmaster 52 með stans-uniti KBA Köenig og Bauer voru með glæsilegan stand á sýningunni og voru með 10 lita Speedmaster (105) sem aðalnúmer. Einnig voru þeir með minni vélar og plötu- skrifara. Þeir voru að auki með stafrænar prentvélar frá Karat sem taka arkir uppí 74x52 cm. í 4-5 litum. Við spurðum út í umboðs- eða sölufulltrúa KBA á Islandi og þá var svarið: „Við tölum bara við manninn með pípuna“ (Örn). MBL. er eina prentsmiðjan á ís- Iandi með KBA prentvél! Roland Hafa 3000 fermetra svæði með prent-unitum í Graphic Center í Offenbach eingöngu til sýningar á framleiðslu sinni. Minni vélar eru með stjórnborðið framan á vélinni til að spara pláss. Hægt er að UV- lakka með prentun á fullum hraða 15000 pr.t. IPEX '98 1998 komu tæplega 92000 gestir á sýninguna. Sýningar- svæðið er ca. 85000 fermetrar og 1200 aðilar frá 34 löndum sýndu vörur sínar. Þorkell S. Hilmarsson Páll R. Pálsson PRENTARINN ■ 25

x

Prentarinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Prentarinn
https://timarit.is/publication/952

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.