Prentarinn - 01.10.2003, Síða 4

Prentarinn - 01.10.2003, Síða 4
Jakob Vibar Cubmundsson Ingólfur Sigurðsson heitir maður, prentari sem flutti til Noregs fyrir nœstum 19 árum og er ekkert á heimleið. Hann kemur þó reglulega í heimsókn og ég hitti hann á dögunum og átti við hann stutt spjall. - Hvenær flytur þú til Noregs? Ég flutti út í febrúar 1985 og það var bara af hreinni ævintýra- mennsku. Ég var 22 ára gamall og mig langaði að prófa eittlivað nýtt. Kunningi minn, Olafur Skaftason, bjó þá í Noregi og þama um jólin ’84-’85 var hann í heimsókn á íslandi og ég spurði hann hvort hann gæti ekki útvegað mér vinnu þarna í Noregi. í janúar hafði hann samband við mig og kvaðst vera búinn að skaffa mér vinnu í Naper í Kragero og þar hef ég verið nánast síðan. Nú, ég skellti mér út mánuði síðar og ákvað að prófa þetta og ég sagði við móður mína að ég ætlaði að vera í eitt ár, „ef ég kem ekki þá, þá kem ég eftir þrjú ár og ef ég kem ekki þá, þá kem ég eftir fimm ár og ef ég kem ekki þá, þá kem ég ekki neitt.“ - Hefurðu unnið hjá sama fyrirtækinu allan tímann? Já nánast, nema livað í tvö ár vann ég í Osló. Ég leigði dagblaðarúlluvél og reyndi fyrir mér sem sjálfstæður atvinnurekandi en ég gafst upp á því eftir tvö ár. Það var svo hörð samkeppni og þetta var erfitt og gekk bara ekki. - Fyrirtækið sem þú vinnur hjá, Naper, er þetta stórt fyrirtæki? Þetta var fyrir nokkrum ámm 120 manna fyrirtæki en í dag liefur það minnkað um helming, svo nú starfa þar um 60 manns. Þá voru keyrðar alltaf þrjár vaktir allan sólarhringinn en í dag er þær bara tvær, þannig að þetta hefur minnkað mikið. Atvinnan er mun minni í dag en hún var áður. - Hvernig er atvinnuástandið í norskum prentiðnaði? Það er ekkert voðalega gott í dag. Eins og ég sagði áðan, bara með okkur, að fara úr 120 manns og niður í 60. Þeir sem hafa hætt hafa fengið vinnu í einhverju öðru en í Osló og þessum stærri bæjum er töluvert atvinnuleysi. Þó er ekki svo mikið atvinnuleysi á meðal prentara heldur er það aðallega hjá þeim sem eru í tölvuvinnslunni. Tæknin í dag hefur geit það að verkum að fyrirtækin þurfa færra fólk. - Er mikið um það i Noregi að prentverk sé að fara til útlanda? Já, það er mikið um það. Það er talað um að það sé prentað fyrir þrjá milljarða norskra króna á ári hverju erlendis og það er dálitið mikið. Gæti maður bara fengið smábrot af því til baka þá væri það nóg fyrir svona prentsmiðju eins og ég er að vinna í. Hitt er svo annað að það er mikið af verkefnum sem norskar prentsmiðjur geta ekki prentað. Þá meina ég að upplögin eru það stór og tíminn of stuttur. Ef það er prentaður einhver bæklingur, segjum uppá 200 síður, sem á að fara inn á hvert heimili í Noregi þá er upplagið 1,9 milljón eintök og það tekur norskar prentsmiðjur of langan tíma að prenta. Þeir geta ekki keppt við útlendingana. - Helduróu að það sé einhver munur, svona gæðalega séð, á íslenskum og norskum prentiðnaði? Ég er nú ekki frá því að íslendingar standi Norðmönnum framar ef eitthvað er. Ég t.d. fann fyrir því, þegar ég kom út fyrst, hvað íslendingar voru komnir lengra en Norðmenn. Ég hef að vísu bara þessa einu prentsmiðju sem samanburð og hér heima hafði ég unnið í Steindórsprenti og Odda en mér fannst íslendingar vera betri. — Eitthvað varstu að ná í íslenska prentara. Já, ég var verkstjóri þarna í níu ár og ég hef ráðið fjóra íslenska prentara í gegnum tíðina en það er bara einn þarna núna fyrir mig, hann Asberg. Allir hafa þeir staðið sig með stakri prýði. Kragero er lítill staður og á tímabili var erfitt að fá norska prentara, því þeir eru ekki mikið fyrir að flytja sig um set, þannig að ég leitaði til Islands eftir prenturum. Það var miklu auðveldara að fá þá yfir haftð en að fá prentara frá Osló og svo vissi maður líka að þegar maður er með íslenska prentara í vinnu þá er maður með pottþétta fagmenn. Þeir eru líka tilbúnir að vinna aukavinnu þegar þess þarf. Norðmenn vilja bara vinna sína 8 tíma og fara svo heim og slappa af. - Eitthvað hefurðu verið að skipta þér af félagsmálum. Ekki er það nú mikið. Ég var í sveinsprófsnefnd og trúnaðarmaður hjáNaper 1987-90 og varamaður í stjóm Bókagerðarfélagsins í Kragero 1989-91 en að öðm leyti hef ég ekki gert miklu meira. - En segðu okkur svolitið af sjálfum þér. Þú ert fjölskyldu- maður, er það ekki? Jú ég á tvö börn. Ég var giftur norskri konu en við skildum. Svo kynntist ég íslenskri konu fyrir ijómm ámm, Þuríði Valtýsdóttur og flutti hana til mín til Noregs og hún á þrjú böm, þannig að þetta er stór ljölskylda þegar við emm öll komin saman. - Og hvað gerirðu svo þegar þú ert ekki að prenta? Þá er ég nú aðallega að vinna í húsinu mínu. Ég keypti nokkuð stórt einbýlishús fyrir íjórum ámm og það eru tvær íbúðir í kjallaranum sem ég leigi út svo að ég get endalaust fundið mér eitthvað að gera þar. - Þú ert þá ekkert á heimleið? Nei, það er eiginlega orðið of seint að pæla í því. Þetta em orðin 19 ár og þegar maður hefur dvalið svo lengi í einu landi þá em ýmsar venjur og siðir sem maður hefur tamið sér. Ég held að það væri of erfitt að flytja til Islands og byrja upp á nýtt. Ég kem hinsvegar reglulega í heimsókn til íslands, alla vega einu sinni á ári. 4 ■ PRENTARINN

x

Prentarinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Prentarinn
https://timarit.is/publication/952

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.