Prentarinn - 01.03.2004, Side 7
Félagsleg Msla
b
Félagsmálaskóli
alþýðu
Markmið MFA er að efla
talsmenn stéttarféiaga til
að takast á við þau mörgu
verkefni sem þeir sinna,
með því að standa fyrir
fræðslu og láta gera
námsefni sem uppfyllir
þarfir þeirra og gerir þá
betur í stakk búna að
sinna félagsmönnum
sínum. í þessu skyni rekur
MFA Félagsmálaskóla
alþýðu.
Þjónusta
Félagsmálaskóla alþýðu
Stéttarfélög fá ráðgjöf og þjónustu
varðandi uppbyggingu fræðslu og
hvemig þau geta nýtt sér hana til
að efla og móta starfið. Skólastjóri
Félagsmálaskólans veitir félögum
fræðsluráðgjöf, þróar fræðslu og
býr til námskeið miðað við
hvemig félögin vilja byggja upp
sitt innra og ytra starf. Hlutverk
skólastjórans er að vera í stöð-
ugum samskiptum við félögin,
fylgjast með því sem er að gerast á
vinnumarkaðnum og í samfélaginu
til að geta boðið upp á fræðslu í
samræmi við það. Hluti af starfi
skólans er stöðug þarfagreining,
því allt er breytingum háð.
Námskeið fyrir
starfs- og stjórnarmenn
I dag em námskeiðin styttri og
fleiri en áður var. Með þessu er
verið að koma til móts við þarfir
talsmanna, því það getur verið
erfitt að fara frá í lengri tíma.
Lögð er áhersla á að innihald,
lengd og staðsetning námskeið-
anna sé eins sveigjanleg og kostur
er. Þau miðast alltaf að einhveiju
leyti við aðstæður og verkefni
stéttarfélaga hverju sinni, t.d.
samningagerð, hagfræði og kjara-
samninga, réttindi erlendra starfs-
manna og skráningu og meðferð
persónuupplýsinga. Námskeiðin
miða að því að styrkja jafnt innra
sem ytra starf félaganna. I fyrra
var byrjað að bjóða upp á fræðslu
sem miðaði að því að efla starfs-
menn með námskeiðum m.a. í
skjalastjómun, samskiptum við
félagsmenn í vanda og þjónustu-
stjómun. Einnig verða námskeið í
boði á hverju ári fyrir fulltrúa stétt-
arfélaga í lífeyrissjóðum, en það er
nýjung. Verið er að athuga mögu-
leikann á samstarfi við háskóla um
nám til að efla núverandi og verð-
andi lykiltalsmenn og þar með um
leið að efla verkalýðshreyfinguna.
Markmiðið er jafnffamt að styrkja
talsmenn sem starfsmenn á al-
mennum vinnumarkaði.
Til stendur að gera handbók
fyrir starfs- og stjórnarmenn í
rafrænu formi. Verður meðal
annars gefið út efni um þau fjöl-
mörgu mál sem starfsmenn fást
við og einnig verða gerðar leið-
beinandi reglur og vinnuferlar.
Trúnaðarmannafræðsla
Trúnaðarmannafræðslan hefúr ver-
ið efld síðasta árið. Búið er að gera
námskrá fyrir trúnaðarmenn og er
henni skipt í fimm flokka, þ.e.
grundvallarþekkingu, samskipti og
miðlun, hagfræði trúnaðarmanns-
ins, vinnumarkaðsmál og lögfræði
trúnaðarmannsins. Gerð hefúr
verið handbók fyrir trúnaðarmenn
með nýju námsefni. Meðal náms-
efnis eru tékk- og gátlistar um rétt-
indi launafólks, bæklingar um
vinnuvemd, einelti á vinnustað,
hagfræði og launafólk og trúnað-
armaður - starf hans og staða.
Vefnám
Á vef Alþýðusambandsins hefur
verið opnað námskeiðið Einelti á
vinnustað sem er opið öllum.
Þetta er nýjung og hafa mjög
margir farið inn á námskeiðið.
Ætlunin er að bæta við nám-
skeiðum sem gagnast öllum
félagsmönnum ASÍ, svo hægt sé
að bæta starfsumhverfi þeirra. Á
árinu verður opnað vefnám-
skeiðið Trúnaðarmaður - starf
hans og staða og geta nýir trún-
aðarmenn sem ekki komast strax
á námskeið nýtt sér það, en aðrir
geta nýtt sér það til upprifjunar. í
bígerð eru fleiri vefnámskeið
fyrir trúnaðarmenn.
Aðsókn og þátttaka
Síðastliðið ár var metaðsókn að
skólanum og sóttu rúmlega 800
talsmenn námskeiðin. Það er því
hægt að draga þá ályktun, að þær
breytingar sem gerðar voru á
skólanum hafi fallið í góðan jarð-
veg.
PRENTARINN ■ 7