Prentarinn - 01.03.2004, Qupperneq 27
Kristmundur Guðmundsson áriö 1959 í Gutenberg.
rekendur (eins og Hallbjörn kall-
aði þá). Þetta var því nauðvöm
prentara til þess að rétta við kjör
sín. Þetta var reyndar raunveruleg
bylting. Hinar prentsmiðjurnar í
bænum urðu að sjá af starfsmönn-
um sínum. Þær tæmdust bókstaf-
lega. Bjöm i ísafold, sem rak
stærstu prentsmiðjuna, og fleiri
prentsmiðjueigendur vissu ekki
sitt rjúkandi ráð. Þeir vom búnir
að standa alltof lengi á móti sann-
gjömum kröfúm prentara og stóðu
nú frammi fyrir alvöru lífsins.
Nú vom góð ráð dýr og Bjöm
leitaði að íslenskum prenturum í
Danmörku, en þeir höfðu margir
farið þangað vegna lítillar vinnu hér
á landi. Sveinn Bjömsson, seinna
forseti Islands, var jafnvel fenginn
til þess að hafa milligöngu. Hingað
var sendur maður ffá danska prent-
arafélaginu, til þess að miðla mál-
um, en allt kom fyrir ekki. Islenskir
prentarar stóðu fast á sínu, stofnuðu
sína eigin prentsmiðju og byggðu
fallegt hús undir hana í Þingholts-
strætinu, sem stendur enn. Þetta er
líklega einn af merkustu atburðum
sem skeðu á síðustu öld. Einokun
Isafoldarvaldsins var brotin á bak
aftur og hnekkt með órofa sam-
stöðu prentarastéttarinnar.
Eg hef einhvers staðar lesið, að
það hafi verið ósanngjamt af prent-
urum að leita effir láni til húsbygg-
ingarinnar hjá Islandsbanka, þar
sem Tryggvi Gunnarsson var
bankastjóri. Það hafi verið auðsótt
vegna tengsla hans við Hannes
Hafstein, en Tryggvi var móður-
bróðir hans og með þessu gætu þeir
Heimastjómarmennimir náð sér
niðri á Bimi Jónssyni og Valtýing-
um. Það má vel vera að pólitikin
hafi verið prenturum hliðholl að
þessu sinni, en láir þeim það nokk-
ur þó þeir reyndu að nýta sér að-
stæður í þjóðfélaginu eins og á stóð
þegar þeir vom búnir að reyna allt
sem þeir gátu í 6-7 ár?
I bókinni góðu eru öll fjármál
rakin vegna undirbúnings að
stofnun prentsmiðjunnar. Prentar-
Prentsmiðjan Gutenberg, nýbyggð.
Fimm af stofnendum HIP (tekin í mars 1937). Fremrif.v.: Aðalbjörn
Stefánsson ogJón Arnason. Aftarif.v.: Guðjón Einarsson, Friðfinnur
L. Guðjónsson og Einar Kristinn Auðunsson.
ar söfhuðu peningum á allan
mögulegan hátt m.a. með tomból-
um og skemmtunum og áttu þó
nokkurt fé í sjóðum þegar til
stofnunar Gutenbergs kom. Með
þessu móti stofnuðu þeir m.a.
fyrsta sjúkrasjóð landsins sem
seinna varð fyrirmynd sjúkrasam-
laga og trygginga landsmanna.
I bókinni „Bókagerðarmenn
1530-1973“, útg. 1976, stendur á
blsi 165 um Gutenberg: „Hluta-
félagið sem að henni stóð var
stofhað 12. ágúst 1904 og vinna
hófst þar 2. janúar 1905.“ Það
mun vera öllu nær sanni að menn
hafi byrjað að vinna 2. janúar en
ekki á nýársdag eins og sums
staðar stendur í heimildum. j
þessari sömu bók stendur þetta:
„Góð bending um skyldleika HÍP
og stofnunar Gutenbergs er, að
sömu mennirnir mynduðu fyrstu
stjórn prentarafélagsins og voru í
fyrstu stjórn Gutenbergs og sat
hún að völdum meðan Gutenberg
var hlutafélag.“ Það er til 1930,
þegar prentsmiðjan var gerð að
ríkisfyrirtæki.
Gutenberg náði mjög fljótlega
forystu um góð vinnubrögð í
íslenskum prentsmiðjum. Stofh-
endur höfðu unnið skipulega að
undirbúningi. Þeir keyptu Prent-
smiðju Reykjavíkur sem Þorvarð-
ur Þorvarðarson átti. (Hann var
tengdafaðir Einars Olgeirssonar.)
Þorvarður var síðan fenginn til
þess að vera framkvæmdastjóri
prentsmiðjunnar og var hann
strax sendur út fyrir landsteinana
til að afla tækja og véla. Þeir
náðu til sín prentun á Alþingis-
tíðindum og fleiru frá stjórnar-
stofnunum og héldu því um langt
skeið eða allt fram á okkar daga.
Á 2. eða 3. síðu í fúndargerða-
bók Gutenbergs er tekið fyrir bréf
frá prentnemanum Hallbirni Hall-
dórssyni úr Félagsprentsmiðjunni,
sem óskaði eftir því við prent-
smiðjustjórn Gutenbergs að fá að
flytjast þangað sem nemi. Þetta
varö úr og hinn landsþekkti prent-
ari, Hallbjöm, varð seinna verk-
stjóri Gutenbergs um nokkurt
skeið og yfirverkstjóri á þriðja
áratug. Það er ekki vafi, að fyrir
hans tilstilli hafa öll vinnubrögð
og verklag í Gutenberg verið til
hinnar mestu fyrirmyndar á næstu
áramgum, því Hallbjöm var fjöl-
menntaður prentari og víðlesinn.
Það er fróðlegt að heyra hér að
síðustu hvemig viðhorf yfirverk-
stjóra Gutenbergs var til vinnunnar
hér áður fyrr eða fyrir rétt rúmlega
fimmtíu ámm. Hann segir svo:
„Hver verkamaður, hvort heldur er
karl eða kona, í hverri grein sem
er, á að vita, hvað hvert handtak og
hver klukkustund kostar hann í
eflingu og viðhaldi starfsorku
sinnar og þola engan afslátt á verði
á dýmstu eign, sem hann á, vinn-
unni, því að hún er jafhffamt dýr-
mætasta eign samfélagsins. Vinnu-
stéttin er því raunvemleg hefðar-
stétt, sem ekki má láta traðka á
rétti sínum, en göfgi skyldar, og
hún á því að fara vel með valdi
sínu og ekki að kúga sér til handa
óréttmæt forréttindi eins og hin
þjóðfélagsstéttin hefir gert.“
Þegar þessi orð vom rituð 1953
var ég nýútskrifaður bókbands-
sveinn og þekkti höfund þeirra
aldrei nema í sjón. Hann var af
aldamótakynslóðinni, kynslóð
þeirra manna sem áttu sér hug-
sjónir sem þeir létu rætast og mér
finnst fúll ástæða til að minna á
orð hans hér og nú, því þau em
vel mælt og eiga ekki síður við í
dag en þegar þau voru rituð fyrir
um fimmtíu ámm.
PRENTARINN ■ 27