Prentarinn - 01.03.2004, Side 28
Það eru ekki mörg fyrirtæki
á íslandi sem hafa náð því
að verða hundrað ára
gömul, hvað þá 127 ára
eins og ísafoldarprent-
smiðja er í dag og með
góðum vilja má jafnvel
rekja söguna enn lengra
aftur. ísafoldarprentsmiðja
var stofnuð 1877 af Birni
Jónssyni ritstjóra og síðar
ráðherra. í maímánuði
1886 keypti Björn prent-
smiðju Einars Þórðarsonar.
Áður hafði Einar þessi
keypt Landsprentsmiðjuna,
en sú prentsmiðja var
arftaki Hólaprentsmiðju.
(Þrent eflir mennt bls.
65-66.)
Ég brá mér suður í Garðabæ þar
sem ísafoldarprentsmiðja er til
húsa og ræddi við þá Kristþór
Gunnarsson framkvæmdastjóra
og Kjartan Kjartansson prent-
smiðjustjóra um hvernig lífið og
tilveran í prentbransanum komi
þeim fyrir sjónir, en hjá fyrirtæk-
inu hafa skipst á skin og skúrir
eins og gengur.
En gefum þeim félögum orðið.
- Hvenœr takið þið núverandi
eigendur við?
Við keyptum prentsmiðjuna í
júní 2002, en hún hafði þá nýlega
farið í gjaldþrot. Eitt af skilyrð-
unum sem við settum fyrir kaup-
unum var að rekstur hennar
stöðvaðist ekki. Við tókum því
við fyrirtæki sem var í fullum
rekstri. Það var aldrei spurning í
okkar huga að halda Isafoldar-
prentsmiðju-nafninu. Fyrirtækið
á sér langa og merka sögu og
margir mætir einstaklingar hafa
komið að rekstri hennar. Stjórnar-
formaður prentsmiðjunnar, þegar
henni var fyrst breytt í hlutafélag,
var Sveinn Bjömsson, fyrsti for-
seti íslands, en hann var sonur
Björns Jónssonar og bróðir Olafs
Bjömssonar sem þá var fram-
kvæmdastjóri. Margir ómetan-
legir dýrgripir em í eigu prent-
smiðjunnar, svo sem fundar-
gerðabók sem Sveinn ritar í eigin
hendi og einnig fyrsta eintakið af
Ísafold sem prentað var í prent-
smiðjunni þann 16. júní 1877. Sá
dagur er talinn stofndagur prent-
smiðjunnar. Prentsmiðjan verður
því 127 ára gömul í sumar.
Við vorum mjög ánægðir með
hvað viðskiptavinir prentsmiðj-
unnar héldu tryggð við hana þrátt
Kjartan Kjartansson prentsmiðju-
stjóri.
fyrir þá erfiðleika sem hún gekk í
gegnum. Meginástæðuna teljum
við ekki síst vera það hæfa starfs-
fólk sem vinnur hjá ísafold.
- Hverskonar prentsmiðja er
Isafold?
Það má segja að ísafoldar-
prentsmiðja standi á þremur fót-
um. Þ.e. blaðaprentun, rúlluprent-
un (tímarit og ýmiskonar dreifi-
póstur) og arkaprentun. Engin
önnur prentsmiðja getur státað af
öllum þessum þáttum innan dyra
hjá sér.
- Nú prentið þið bœði Frétta-
blaðið og DV?
Fljótlega eftir að við tókum við
félaginu tóku nýir eigendur við
Fréttablaðinu og þá fór allt á
skrið. Prentsmiðjan hafði fram að
þeim tíma prentað Fréttablaðið á
gamla Goss blaðaprentvél, sem
gat prentað 24 síður í einni prent-
un. Blaðið var þá prentað í 65
þúsund eintökum. Bæði við og
Kristþór Gunnarsson fram-
kvœmdastjóri.
nýir eigendur Fréttablaðsins sætt-
um okkur ekki við gæði prentun-
arinnar úr þeirri vél og var
ákveðið að gera bragarbót á því. í
ágúst 2002 var tekin sú ákvörðun
að fara út í kaup á nýrri vél og
settu menn sér þau mörk að fyrsti
hluti vélarinnar yrði kominn upp
eigi síðar en 15. nóvember það
sama ár. Þetta voru mjög þröng
tímamörk, en hugsunin var að ná
jólavertíðinni. Þetta hafðist.
Síðan þá hefur Fréttablaðið vaxið
í yfir 100 þúsund eintök og allt
upp í 96 síður. Við höfum auðvit-
að þurft að fylgja þessari þróun
eftir með stækkunum á vélinni og
núna erum við að ljúka við að
setja upp þriðja turninn. Það þýð-
ir að hægt er að keyra 48 síður í
fjórum litum í einni prentun. Við
höfum einnig sett upp sjálfvirkt
innstungu- og pökkunarkerfi sem
gerir okkur kleift að stækka blöð-
in og stinga inn í þau ýmiss kon-
28
PRENTARINN