Grænlandsvinurinn - 01.12.1954, Blaðsíða 5

Grænlandsvinurinn - 01.12.1954, Blaðsíða 5
VEIU); 0 króiiiir. tnkigdlune nSme atúngiveicaoK. kaladlit sujumut maKÍgitse! inugtut inunek pigiuminaKaoK. saperase isuma Kaleritse \ -Bíðum ei lengur. vort boóorð er starf; nú beint til verka Grænlendingar rísum. og heimtum vorn lífsrétt. vorn helgasta arf og hindrun allri af einhug ír.á oss vísum. 1. árgangur Reykjavík — Desember 1954 1. tölublað Ávarp til lesenda Með þessu fyrsta tölublaði af GRÆNLANDSVININUM þykir útgef- anda hlýða að láta fylgja nokkur ávarpsorð til væntanlegra lesenda. í hugum allra þjóðhollra íslendinga á vitundin um Grænland sér djúpar rætur. Allt frá þeim dögum er harmsaga Snæbjarnar Galta, finnanda Grænlands, og félaga hans gerðist á tíundu öld sem og sigling landnáms- flotans með Eirík rauða í fararbroddi til þessara nýju átthaga í skjóli „várra laga“, hefur saga Grænlands verið samofin vitundarlífi íslenzkra „sögu“-manna engu síður en saga íslands sjálfs. Þótt ill þróun og meinleg örlög hafi nú um nokkrar aldir meinað fólki þessara beggja landa að hafa samskipti eða efla kynningu innbyrðis, snertir Grænland og fólk þess jafnan viðkvæman streng í brjóstum hvers heils- hugar íslendings er það ber á góma, það sýndu bezt hinar eldheitu um- ræður um Grænland á Alþingi 19. nóv. s.l. Með því að nú er svo komið að Danir hafa lýst yfir innlimun Græn- lands í Danmörku, en íslendingar ekki að fullu sætt sig við þá gerð, sýnist útgefanda þessa blaðs ástæða til að efla þá andstöðu ef verða mætti með tilkomu Grænlandsvinarins. í þessu tölublaði verða birt nokkur rök fyrir málstað íslendinga gegn innlimun Grænlands í danska ríkið úr ýmsum áttum, sem og hrafl upp- lýsinga um Grænland og sögu þess, sem alménningi hér eru ef t. v. ekki sem Jjósust. Annar megintilgangur útgefa.n4ipi með þessu blaði er sá, að.reyna að skapa málgagn, sem berðist fyrir sem nánastri kynningu og bróðurlegustu samskiptum íslendinga og Grænlendinga í nútíð og framtíð. En að tilgangi þessum verði náð og áframhaldandi útkoma blaðsins tryggð veltur á skilningi og fórnfýsi lesandanna. Til þess að slíkt mætti takast þiggur útgefandinn allan jákvæðan stuðning og tillögur að því marki. Þá vakir sú hugmynd hjá honum að það, sem jákvæðast væri til þess að sllku markmiði yrði náð, væri stofnun öflugs Grænlandsvinafélags í þessum tilgangi. Um það verður rætt nánar á öðrum stað í blaðinu. « Öllum tillögum manna um áframhald útgáfu blaðsins mun útgefandi fúslega veita viðtöku. Utanáskrift hans er: Ragnar V. Stúrluson, Einholti 11, Reykjavík. Að svo mæltu fcl ég GRÆNLANDSVININN góðfýsi og skilningi landa minna og vænti þess að þeir leggi honum það Jið sem hann þarf til vaxtar og þroska. Útgefandi. Efni m. a.: Grænlandsmál rædd á Alþingi. ★ Nýtt „amt í Danmörku. ★ Tillaga réturs Ottescn. ★ T)r. jur. Ragnar I.undharg: Uni rit Jóns Dúasonar ★ Dr. jur. Jón Dúasnn: Opnið Grxnland. ★ Rngnar V. Sturluson: Verður stol'nað Grænlands- vinafélag. ★

x

Grænlandsvinurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Grænlandsvinurinn
https://timarit.is/publication/956

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.