Grænlandsvinurinn - 01.12.1954, Blaðsíða 14

Grænlandsvinurinn - 01.12.1954, Blaðsíða 14
10 GRÆNLANDSVINURINN Desember 1954 y Dr. Ragnar Lundborg um rit Jóns Dúasonar Dr. jur. Raguar Lundborg f. 19. apríl 1877. Ættaður úr Gestrekalandi í Sví- þjóð af merkunr ætt- um. Faðir hans var yfirverkfræðingur við lænsku járnbrautirn- ar, en hans inissti við er Ragnar var að- eins 11 ára, þó yngst- ur 7 barna. Þrír bræður hans urðu nafnkunnir menn. Ragnar brauzt til mennta og varð stiid- ent 24 ára gamall. Hóf þá blaða- mennskustarf. Fyrst við Svenska Ilag- bladet, en svo ritstj. að litlu blaði i Upp- solum í 7 ár. 1911 gerðist liann aðal- riLstjóri að Karls- kronatidningen elzta blaði Svfþjóðar. Hann hætti blaðamennsku að mestu 1922 og gerðist þá kennari við unglingaskóla. En 1925 varð hann rcktor við menntaskóla í Stokkhóilmi til 1945, er hann hætti fyrir aldurssakir. Hann lózt þann 16. jan. 1954 tæplega 77 ára gamall. Jafnframt því scm Ragnar hóf blaðamennsku sína stundaði hann nám við háskólann í Stokkliólmi og lagði hann einkum fyrir sig stjórnlagarótt og þjóðarólt. Varð hann kunnur víða fyrir rit sín um þau efni og hlaut doktorsnafnbót í liigum í Washington. Ilann stóð í nánu sambandi við hina kunnu þýzku þjóðréttarfræöinga Franz von Liszt og Georg Jcllinck, sem mátu hann mjög mikils. Á unga aldri tók Ragnar Lundborg miklu ástfóstri við Island og íslenzk málefni og var sískrifandi um íslcnzk þjóðarréttindi alla,ævi í merk crlend tímarit og bliið og var liann oss hinn inesti styrkur á því sviði í deilum vorttm við Dani á sinutn tíma. Árið 1907 gaf hann út á þýzktt fyrsta rit sill í þjóðarrétli fsl. (Islands slaalsrecht- liche Slellutif'. Vnn drr Freislaats Zril his in unse.re Tage. Var liliii fyrst prentttð í llppsiilum 1907 og sfðan í Bcrlín 1908). Komst hann þá þegar að þcirri niðurstijðu að þjóðréttindi íslendinga byggðust fyrst og fremst á því að þeir hefðu alla tíð vcrið fullvalda ríki fStaat) frá stofnun Alþingis og til vorra daga og samband þeirra við Dan- mörku væri einungis persónusamband um konunginn að öllum rdtti. Þetta var og skoðun þeirra fslendinga cr bezl vissu fram uin réttinda- mál íslenzku þjóðarinnar. En aldrei fyrr hafði nokkur útlendingur gengið svo fram með djörfung á vfsindalegum grundvelli til stuðn- ings vorum málum. Það leið því ckki á löngu unz Danir dubbuðu upp sinn bczta mann (,,som aldrig havde ret" eins og danskir læri- iveinar hans síðar sögðu um hann), Knud llerlin til þess m. a. að ala dr. Ragnar Lundborg auri fyrir stuðning hans við málstað fs- lendinga. Eins og kunnugt er hrundi allur vaðall llerlins um þessi mál um sjálfan sig. Fyrr nefnd bók dr. Lundborgs varð til jiess að þýzkir þjóðréttar- fræðingar kynntust rétti íslendinga og tiiku undir skoðanir dr. Lund- borgs. Síðan gaf liann út þcssa bók sína mjög endurbætta og loks var hún svo gefin út á fslenzku af Þjóðræknisfélagi fslendinga í Winnipeg, 1936. Verður dr. Ragnari Lundborg seint fullþakkaður sá vísindalegi stuðningur sem hann veitti málstað fslands með hinu gagnmerka rannsóknarstarfi sínu. Síðasta ritgerð hans um Gamla sáttmála birtist árið 1952 iÖslerreicliische Zeitschr. fiir offentl. Recht. Dr Ragnar viðaði að sér miklu bókasafni um ríkisrétt og þjóðarétt og frá 1906 safnaði hann að sér blaðaummælum um sfjórnmálabar- áttu íslendinga bæði úr islenzkum og erlendum bliiðum, sem liann komst yfir, allt fram til okt. 1953. Fyrir dauða sinn ánafnaði hann Landsbókasafni íslands allt safn sitt sem snerti fsland og erfingjar hanns buðu Landsbókasafninu hinn hluta safnsins til kaups við vægu verði og var það þegið. Er nú allt þetta merka safn komið hér á Landsbókasafnið um 2500 bindi samtals. Dr. Ragnar Lundborg kom einu sinni til íslands, árið 1919 ásamt konu sinni og 2 dætrum. Hann var sæmdur riddarakrossi Fálkaorðunnar 1922. Hann hlaut einnig viðurkenningar frá ýmsum félögum þjóðréttarfræðinga í öðrum löndum. Einnig var hann gerður heiðursfélagi Hins íslenzka bókmenntafélags. Þólt íslenzkir fræðimenn hafi fyrr á árum vithaö til rita lians, þá hefur svo viljað til að íslenzk stjómarvöld hafa lítt lálið á sér kræla til að halda minningu hans á lofti eftir að þau höfðu verulega getu til. Hvort sérstök samhncigð hinnar hálfdönsku' ættar, sem sterkust ítök á um landsstjórn vora, með Knud Berlin, á cinhverja tilhlutan hér að skal ósagt látið. En ef svo væri, þarf að rjúfa slíka tilætlan. R.V.S. Dr. jur. Ragnar Lundborg: Síðasta Grænlandsbók Jóns Dúasonar Rcttarstaífd Cra'nlands, nýlendu íslands, 1, bd. og 1.—4. af 2 liindi Nú á dögunum kom út byrjunin af hinni nýju bók dr. jur. Jóns Dúasonar um Grænland. Er það mikið rit. Það, sem nú kom út, eru 766 blaðsíður, og af samhenginu má ráða, að ■ ekki minna en helmingur bókarinnar sé enn óprentaður. Sá sem þetta ritar, hefir áður við ýms tækifæri skrifað ritdóma um rit Jóns Dúasonar um Grænland, m.a. í American Journal of International Law og í Archiv fiir Rechts- und Wirtschaftsphilosophie, einkum þó um doctorsritgerð hanS í Oslo 1928, „Grönlands statsretslige stilling i Middelalderen". Sjálfur hefi ég áður aðeins lauslega gefið mig að athugun á réttarstöðu Grænlands í sambandi við önnur mál, og í lík- ingu við fleiri, er hreyft hafa þessu máli, var ég þeirrar skoð- unar, að Grænland hefði verið konungslaust land, stofnað af íslendingum, en síðar sjálfstætt lýðveldi, unz það kom undir Noregskonung. En eftir að hafa lesið hina nefndu rit- gerð Jóns Dúasonar og það, sem hann hefir síðar ritað um málið, og kynnt mér aðal-heimildarritin, sem hann vitnar í, álít ég það fullsannað mál, að Grænland hafi alla tíð, allt frá því, að það byggðist, verið íslenzk nýlenda. Það stóð undir íslands lögum, og kom með móðurlandi sínu undir Noregs- konung við gerð Gamla sáttmála. Skoðunum mínum um þetta hefi ég haldið fram í riti mínu „Islands völkerechtliche Stellung", er út kom 1934, og síðar var þýtt á íslenzku. í hinni ný útkomnu bók hefir Jón Dúason rannsakað mál- ið mjög rækilega og af miklum lærdómi. Hann hefir rök- RAGNAR LUNDBORG (á unga ahlri).

x

Grænlandsvinurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Grænlandsvinurinn
https://timarit.is/publication/956

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.