Grænlandsvinurinn - 01.12.1954, Blaðsíða 23

Grænlandsvinurinn - 01.12.1954, Blaðsíða 23
Desember 1954 GRÆNLANDSVINURINN (Aukablað) 19 stakan viðbótarsamning (skildaga) við Gizurarsátt- mála. Nefnir Friðrik konungur II. þenna sáttmála og skildaga í bréfi til Grænlendinga 12. apríl 1568, og eiga samkv. skildaganum 2 skip að ganga árlega frá Noregi til Grænlands. Er Járnsíða, Kristniréttur Árna biskups og Jónsbók höfðu náð lögfestu á íslandi, voru þær þar með orðn- ar að lögum á Grænlandi sem allar aðrar samþykktir Alþingis. Árið 1343 hlýtur að hafa komið beiðni til Alþingis frá Grænlendingum um ísl. biskup, til að stöðva fráfallið frá trúnni, og ísl. lögmann, til að leggja úrskurð á réttardeilur út af því tiltæki Vestribyggðar- manna, að flytja sig allir af jörðum kirkjunnar til Vest- urheims vorið 1342. Þórður lögmaður fór skyndiför til Grænlands og aftur samsumars 1343, og máske aftur 1344. Jón skalli var vígður Grænlandsbiskup 1343. Verður þetta einungis skýrt svo, að Árni biskup hafi heitið að gefa upp biskupsdæmið, ef ísl. biskup fengist vígður, en snúist síðar hugur. Sú sögn ísl. annála, að erkibiskup hafi verið óvitandi um, að Árni biskup væri á lífi, fær ekki staðist. I fyrsta lagi bar erkibiskupi að telja Árna biskup lífs, meðan hann hafði ekki sannspurt andlát hans. 1 öðru lagi gekk það skip af Grænlandi 1342, er flutti Ivar Bárðarson út 1344; og að fregnin barst, er sönnun fyrir því, að skipið kom með skjöl og skrif og fregnir af Grænlandi. ,,Og fornbyggðin á Grænlandi dó út án þess, að við réttum henni litlafingurinn, hvað þá hjálparhönd, né létum okkur á nokkurn hátt hag hennar skipta“. Margir danskir Islendingar hafa gengið ofurliðugir að því, að kviksetja íslenzka þjóðarbrotið á Grænlandi og rita í þjónkun við Dani, löndum sínum á Grænlandi sæmdarsnautt dánarvottorð. Er Kr. engin vorkunn að vita hið sanna um þetta mál, þótt hann viti það máske ekki. Björgvinjareinokunin, sem sett var á ísland um miðja 14. öld, gilti sem önnur ísl. lög í öllum grein- um og atriðum einnig á Grænlandi. Þar sem Islend- ingar megnuðu ekki að losa höfuðland sitt úr þessum viðjum, var þess ekki von, að þeir megnuðu að losa Grænland. Á 15. öld rufu Englendingar þessa einok- un á íslandi, og megnaði konungur ekki að aftra þeim frá þeirri siglingu. Til Grænlands hófu Englendingar einnig sigling tímanlega á 15. öld, en þá sigling megn- aði konungur að stöðva um sinn. Á síðasta hluta 15. aldar hófu suðlægari Evrópuþjóðir sigling til Mark- lands (í fyrstu eftir Vínlandsleiðinni um Grænland), en bráðlega þvert yfir Atlantshafið. Verzlun sú, sem þessar þjóðir komu með til Marklands (einnar út- byggðar Grænlands), var svo samkeppnisfær, að hin einokaða Björgvinjarverzlun, sem raunar var þá búið að taka af Björgvin og færa til Khafnar, stóðst ekki samkeppnina og lagðist niður. Það var í sjálfu sér varla nein ógæfa, þótt Græn- lendingar fengju betri verzlun, en til lengdar vildu íslendingar ekki una samgönguleysinu við Grænland. Veturinn 1567—68 lagði Ormur lögmaður Sturluson fyrir Friðrik konung II sáttmála og skildaga, er ekki geta önnur skjöl verið hafa en Grænlandssáttmáli (eða Gamli sáttmáli) og skildaginn frá 1263, og krafðist þess af konungi, að hann uppfyllti skyldur sínar við Grænland samkvæmt heitorðum þessara skjala. Eftir þetta var Friðrik II. óþreytandi í viðleitni sinni til að ná sambandi við Grænland, meðan honum entist líf. Við fráfall hans tóku norskir og danskir herrar við stjórnartaumunum. En er Kristján IV. sonur Frið- riks II. kom til ríkis, tók hann upp þetta starf föður síns, og 1605 lentu skip hans í Vegtribyggð. Er menn töldu sig ekki hafa séð íslendinga þar (svæðið þar sem Eystribyggð stóð var ekki kannað), töldu menn víst, að Eystribyggð hefði staðið á Austur-Grænlandi, og varð sú trú ekki aldauða fyrr en í byrjun 20. aldar. En svo tóku Islendingar að rita meira og kröftug- legar um Grænland en nokkru sinni fyrr. Sigurður skólameistari Stefánsson (ca 1590) og Arngrímur lærði byrjuðu. Og mátti úr því heita, að sérhver ísl. fræði- maður, er nokkuð kvað að, legði málstað Grænlands lið öldum saman allt fram til daga Jóns konferensráðs Eiríkssonar seint á 18. öld, en hann hafði mikinn áhuga fyrir ísl. nýlendunni á Grænlandi (Eystribyggð) og reit að minnsta kosti 3 ritgerðir um það mál. Flest þessi Grænlandsskrif Islendinga geta menn nú fundið í handritaskránum í Khöfn og Rvík. Þeir Arngrímur Vídalín og Þormóður Torfason gerðu ekki aðeins kröfu um samband og hjálp til Eystribyggðar. Þeir kröfð- ust og þess, að réttur krúnunnar (á grundvelli fyrsta fundar og náms Islendinga) til alls Grænlands og víð- áttumikilla svæða í Ameríku yrði varðveittur. Vegna þessa eldheita áróðurs og baráttu íslendinga og þess áhuga, sem glæddist frá vaxandi rannsókna á hinum fornu bókmenntum þeirra, var Grænland ekki gefið upp — og á þessari áhugaöldu Islendinga flaut Hans Egede til Grænlands. Það var nær eingöngu Islend- ingum að þakka, að Grænland varðveittist. En kon- ungur og Danir sáu um það, að íslendingar högnuðust ekki um eyris virði af Grænlandi. Á 19. öld unnu þeir Finnur Magnússon og Vilhj. Finsen stórmerk útgáfu- störf í þágu rannsóknar á sögu Grænlands. Eftir miðja 16. öld tóku konungarnir að einoka verzl- un íslands til ábáta fyrir Danmörk, og loks smelltu þeir „dönsku einokuninni“ á Island, og 1662 var ein-

x

Grænlandsvinurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Grænlandsvinurinn
https://timarit.is/publication/956

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.