Grænlandsvinurinn - 01.12.1954, Blaðsíða 15

Grænlandsvinurinn - 01.12.1954, Blaðsíða 15
Desember 1954 GRÆNLANDSVINURINN 11 stutt skoðun sína með sæg af tilvitnunum í bækur og rit, er sýna hinn mikla fræðimannlega rannsóknaráhuga hans. Hann heldur því fram, að fyrstu landnámsmenn Grænlands, sem komu frá íslandi, voru í einum hóp undir sameiginlegri stjórn. Er hópur samþegna, er fara með þjóðfélgasvald, nema þannig eigandalaust land, segir Jón Dúason, fylgir þegnskaparbandið við þjóðfélagið (réttarsamfélagið, „lög- in“) með, og þegar þegnar þessir hafa tekið sér bústað fyrir sig og eftirkomendurna og taka að fara með þjóðfélagsvald „laga“ sinna yfir hinu nýja landi, segir Jón Dúason, færast landsyfirráð réttaifearbfélagsins eða „laganna" (móðurlands- ins) yfir hið nýja land, svo að það verður hluti af lands- svæði (territorium) þess þjóðfélgs eða „laga“, sem land- námsmennirnir eru í. Grænland tilheyrði einnig íslenzka réttarsvæðinu samkvæmt þeim lögum er svo kváðu á (sbr. upphafið á Úlfljótslögum), að ísland (íslenzk yfirráð) næðu til yztu sjónarvíddar frá landi. Meðal hinna itarlegu sannanna, sem Jón Dúason færir fyrir því, að Grænland'hafi verið óaðskiljanlegur hluti íslands, mætti auk þess nefna, að Grágás þekkir ekki Grænland sem sérstakt þjóðfélag, heldur aðeins sem hluta úr „várum lögum.“ í þeirri lögbók er hvei’gi nokkur orð, er bendi á grænlenz^an þegnrétt, en hún talar um enska menn, fær- eyska mepn (Færeyjar voru þá sérstakt þjóðfélag), sænska menn, norræna menn, o. s. frv. Lög íslands voru í gildi í Grænlandi, og þegar Grágás segir, að Grænland sé í „várum lögum“, er þaj: með sagt, segir höf., að’Grænland og ísland höfðu sama lögþing, sömu lög, sama þegnskap og sömu dómstóla. Og þegar í lögum er tilgreind vernd fyrir lífi út- lendra manna innan hins íslenzka réttarsamfélags, eru upp taldar hinar erlendu þjóðir, en Grænlendingar eru þar ekki með. Enginn getur þó imyndað sér þann möguleika, að Grænlendingar þeirra tíma, er voru náskyldir íslendíngum, hafi einir allra þjóða verið réttlausir og hafi verið rétt-dræp- ir á íslandi, án þess að við lægi nokkur refsing. Þetta er sterk, óbein sönnun fyrir því, að Grænlendingar hafi verið íslenzkir þegnar. Grænlenzkir dómar giltu á íslandi og það enda svo, að dómur á Grænlandi gat vikið innlendum manni á íslandi úr íslenzka þjóðfélaginu og svift hann öllum rétti og mannhelgi innan þess. Grágás og síðari lögbækur telja öll lönd fyrir austan ísland erlendis, reiknað frá miðju hafi, en öll lönd fyrir vestan ísland innanlands. í heimildum finnst ekki, að sekur íslendingur hai'i komið til Grænlands eða nokkurs lands í vestri, né sekur Grænlendingur til ís- lands. Auk þess má nefna, að á alþingi Grænlands finnst getið allra þeirra stofnana, sem voru sérkennandi fyrir ís- lenzkt dómsþing, en ekkert er bendi á lögþing. Við forn- leifarannsóknir hafa menn nú fundið á ný á þingstaðnum allt það, sem tilheyrir dómsþingi á íslandi, en ekki fundið nokkur minnstu merki eftir lögþing. Heit þau, sem Græn- lendingar gáfu Noregskonungi á 13. öld, voru sama eðlis og þau sem bændur á íslandi gáfu fram til vorsins 1262. Gamli sáttmáli gilti milli Noregskonungs og alls hins íslenzka rétt- arsamfélags, „várra laga“, þannig eo ipso fyrir Grænland. í lögbókinni Jónsbók, er lögtekin var 1281, er talað um Grænland sem innanlands, og sérhvern möguleika fyrir því, að hið grænlenzka alþing hafi verið lögþing afmáir Jónsbók með því að segja, að innan hennar réttarsvæðis sé lögþingið haldið við Öxará (á Þingvöllum) á þingstað réttum. Ein- ungis eitt lögþing getur verið í sama réttarsamfélagi. Enginn konungur hefir heldur nokkru sinni látið hylla sig á Græn- landi. Hyllingin á íslandi hefir þannig verið nægileg. Mér virðist, að ekki ætti lengur að leika nokkur vafi á réttarstöðu Grænlands í fornöld. Það var íslenzk nýlenda, hluti úr hinu íslenzka réttarsvæði, „várum lögum“. í þeim hluta af réttarstöðu Grænlands, sem út er komin, er Jón ekki kominn lengra en til síðari hluta miðaldanna. Það, sem ég nú skrifa hér á eftir, eru mínar eigin ályktanir í Grænlandsmálinu. Eftir minni skoðun, sem ég hef margoft látið í ljós við hin ýmislegustu tækifæri, var ísland samkvæmt Gamla sátt- mála, einnig eftir sameininguna við Noreg og síðar Dan- mörku de jure fullvalda og þjóðaréttarleg persóna. Að staða þess, er tímar liðu, varð í framkvæmd á annan veg, stafaði af því, að beitt var ofbeldi. Ofbeldi getur aldrei skapað varanlegan rétt. ísland hélt alltaf fast við hina sjálfstæðu réttarstöðu sína. Þar sem Grænland kom sem íslenzkt land með íslandi í sambandið við Noreg og Danmörku, glat- aði ísland ekki sínum áður fengna rétti til Grænlands. Það ætti að vera algjörlega ljóst mál. En enn kom ofbeldið með í leikinn. í hinum nýja sáttmála, sem gerður var 1918 milli fslands og Danmerkur, var enginn fyrirvari settur um rétt íslands til Grænlands. En að ísland hafði þó ekki þar með gleymt sínum gömlu landsyfirráðum yfir Grænlandi kom í Ijós, er harðna tók í Grænlandsmálinu fyrir nokkrum ár- um vegna þess, að Noregur gerði kröfu til Austur-Græn- lands. Ágreiningnum var stefnt fyrir fasta Alþjóða-dómstól- inn í Haag, sem með dómi upp kveðnum 1933 ógilti kröfu Noregs. Hann gerði það enn fremur satt og sannað, að þau landsyfirráð, sem í fornöld voru stofnuð yfir Grænlandi, hefðu aldrei glatazt (blaðsíða 47—48 í hinni opinberu út- gáfu Grænlandsdómsins, Leyden 1933). Að vísu leit dómur. inn í samræmi við samhljóða staðhæfingu beggja málsaðila svo á, að Grænland hefði verið sjálfstætt lýðveldi, sem gengið hefði undir Noreg, en hið sama hlýtur einnig að gilda viðvíkjandi landsyfirráðum yfir Grænlandi í eiginleika þess sem íslenzkrar nýlendu. Hvað gerði ísland eftir að Græn- landsmálinu hafði verið skotið til Haag? Ekkert opinbert! En að Grænlandsmálið var alls ekki gleymt á íslandi má sjá á því, að þegar deilan milli Noregs og Danmerkur var hafin, bar fyrrverandi forsætisráðherra Jón Þorláksson fram tillögu til dagskrár á Alþingi þess efnis, að þingið skoraði á landsstjórnina að gæta hagsmuna íslands í gangi málsins milli Danmerkur og Noregs. Hann hélt því fram, að ísland ætti bæði réttar og hagsmuna að gæta á Grænlandi. Eftir meðferð í þinginu var málið lagt fyrir utanríkismála- nefnd. Síðar samþykkti Alþingi þingsályktunartillögu, þar sem skorað var á landsstjórnina að gæta málstaðar íslands í Haag. Er ekkert heyrðist um gang málsins, kom frarJ fyrirspurn á Alþingi til landsstjórnarinnar um, hvað gei\ hefði verið í málinu. Þessari fyrirspurn var ekki svarað. Ef íslenzka stjórnin skyldi hér effir taka upp samninga við Danmörku um Grænland eöa réttarstöðu íslendinga þai; er það eftir minni skoðun nauðsynlegt, að ísland standi fast á sínum sögulegu landsyfirráðum yfir Grænlandi. Það er fastur og öruggur grunnur til framdráttar málstaðar íslands. Það er mögulegt, að við samninga á þeim grundvelli geti náðsþ samkomulag til gagns fyrir bæði ríkin. En án fyrir- vara um sinn sögulega eignarrétt til Grænlands má ísland ekki byrja neina samninga viðkomandi Grænlandi, því það

x

Grænlandsvinurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Grænlandsvinurinn
https://timarit.is/publication/956

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.