Grænlandsvinurinn - 01.12.1954, Blaðsíða 22
18
GRÆNLANDSVINURINN (Aukablað)
Desember 1954
aldrei neinn maður beðið um íslenzk yfirráð. Heldur
ekki til foma“.
Um þetta þurfa Grænlendingar ekki að biðja, þar
sem Grænland þegar fyrir landnámið 986 var orðið
ísl. yfirráðasvæði og ísl. eign (ísl. almenningur) og
er það hvortveggja enn samkvæmt skýrum og ótvi-
ræðum fornum, itrekuðum og enn gildandi íslenzkum
lögum. Vísa ég um þetta í rit mín. Grænlendingum
var og er enn óþarft að biðja um þetta, þar sem allir
landnámsmenn Grænlands, er fyrstir allra manna stigu
fæti á það sunnan jökla, voru friðheilagir þegnar vors
forngermanska þjóðveldis, er fóru sjálfir með alla þætti
hins ísl. þjóðfélags yfir Grænlandi.
„Milli Islands og fornrar íslenzkrar byggðar á Græn-
landi voru aldrei nein stjórnarfarsleg tengsl“, segir
Kr. í umboði þeirra, er hann sendu.
Grágás, Járnsíða, Kristinnréttur Árna biskups, Jóns-
bók, sáttmálar íslendinga við konungdóminn og fjöldi
annara órengjanlegra heimilda sýna þó og sanna, að
Grænland laut öllum þáttum hins íslenzka þjóðfélags-
valds. Kaþólska kirkjan, Noregskonungur og þinglög-
in á vesturströnd Noregs viðurkenndu Grænland sem
hluta úr íslenzka þjóðfélaginu. Eru það öllu ábyggi-
legri heimildir en upphrópanir Kr. A. — Þeir menn,
sem bezt og rækilegast hafa rannsakað Grágás: Vil-
hjálmur Finsen og Sveinbjörn Johnson fullyrða hik-
laust, að Grænland hafi í tíð Grágásar verið nýlenda
Islands. Sömu skoðunar var Ragnar heitinn Lundborg
og fjöldi annara lögfróðra manna.
Kr. heldur, að goðarnir hafi verið handhafar þjóð-
félagsvaldsins í þjóðveldi voru hinu forna og hrópar
upp: „Enginn grænlenzkur goði kom nokkru sinni til
Alþingis“.
Að vísu veit Kr. ekkert um þetta, enda varðar það
engu um það, hvort Grænland var eða var ekki hluti
ísl. þjóðfélagsins.
Það, hvort Grænlendingar sendu eða sendu ekki
menn til Alþingis, skiptir aðeins máli um það, hvort
Grænland var hluti úr höfuðlandi ísl. þjóðfélagsins eða
var nýlenda Islands. Engin norræn( eða germönsk)
nýlenda sendi menn á löggjafarþing þjóðfélags síns.
Nýlendustaðan fólst í því, að nýlendumennimir voru
leystir undan þingskyldu til allsherjarþings móður-
landsins, en höfðu sama rétt og þegnar höfuðlandsins,
ef þeir komu þar; svo var þeim og frjálst að taka upp
reglulega þingsókn til allsherjarþingsins og varð ný-
lendan með því að hluta úr höfuðlandinu.
„Aldrei var rætt á Alþingi neitt mál, er Grænland
varðaði", bætir Kr. við.
Kr. hefur hér hátt páfans og gerir sér ekki það ómak,
að reyna að sanna mál sitt.
Þótt Garðaþing — sem öll slík nýlenduþing — væri
æðsta þing Grænlands í öllum málum Grænlands nema
löggjöf og utanlandsmálum, og gæti fyllt í eyður ísl.
laga með samþykktum, en ekki breytt þeim, hefur
Alþingi Islands þó rætt og afgreitt slikan aragrúa mála
varðandi Grænland, að enginn maður veit nú þar
tölu á. Um meðferð Alþingis á löggjafar- og utanlands-
málum Grænlands getur Kr. lesið í ritum mínum um
Grænland, og hefur hann ekki borið við að hrekja eða
afsanna neitt, sem þar er sagt. Og enginn annar hef-
ur heldur megnað að hrekja eða afsanna neitt af því,
sem í þeim stendur um réttarstöðu Grænlands. Benda
mætti Kr. einnig á það, að Vilhjálmur Finsen hæsta-
réttardómari Dana sýndi fram á það, að öll ísl. lög og
réttur hafi „uden videre“ gilt á Grænlandi. Sömu skoð-
unar voru Sveinbjörn Johnson, Ragnar Lundborog og
næstum allir aðrir höfundar, þar á meðal Islandsfjand-
inn Knud Berlin. Er auðvitað ómögulegt upp að telja
alla þessa ísl. löggjöf fyrir Grænland. En ég nefni
aðeins sem dæmi, að auk þess, sem kristnitakan á Is-
landi árið 1000, tíundarlögin ísl. 1096, sáttmálinn við
Ólaf digra 1016—1023 og eftirfarandi löggjöf um rétt-
arstöðu þegna Noregskonungs (og um leið annara nor-
rænna manna) í vorum lögum, þar á meðal nýju vog-
rekslögin, — stofnaði Alþingi 1054 ísl. biskupsdæmi
fyrir allt ísl. þjóðfélagið. Eftir skipan páfa vígði erki-
biskupinn í Brimum árið 1056 ísleif Gizurarson til
biskups yfir „Islands insulas“ (Islands eyjar), en þeirra
ein var Grænland, gaf honum hirðisbréf til safnaða
Grænlands og íslands og fól honum til forsjár „hina
íslenzk-grænlenzku þjóð“ („populo Islandorum et
Grænlandorum“), en þjóð og þjóðfélag var þá eitt og
hið sama. Stóð Grænland svo undir Skálholtsbiskups-
dæmi fram til ársins 1126. Telja má víst, að seta þeirra
Einnars Sokkasonar og Amalds biskups á Islandi mest
af spmrinu 1125 og veturinn 1125—26 og reið þeirra
til Alþingis sumarið 1126 hafi verið til þess gerð, að
stofna Garðabiskupsdæmi, fá það klofið út úr Skál-
holtsbiskupsdæmi.
Er Gissurarsáttmáli hafði verið lögtekinn og svar-
inn á Alþingi 1262, og eftir þingið sendur til Grænlands
sem öll önnur ísl. lög til birtingar þar, kom að vörmu
spori utan af Grænlandi Ólafur Garðabiskup og sat hér
þangað til eftir þing 1264, að öllum samningum við
konung var lokið. Erindi Ólafs getur ekkert annað
hafa verið, en að gæta hagsmuna Grænlendinga í
samningum þeim, er þá fóru fram um skipagang,
verzlim, meðferð goðorða o. fl. og settir voru í sér-