Grænlandsvinurinn - 01.12.1954, Blaðsíða 24
20
GRÆNLANDSVINURINN (Aukablað)
Desember 1954
valdsskuldbindingunni þrengt upp á Islendinga. Síðan
hafa Islendingar háð harða baráttu fyrir frelsi Islands.
En nú, þegar Island hefur loks losað svo af sér fjötr-
ana, að það getur lagt Grænlandi lið, getur gert þjóð-
réttarlega kröfu til Grænlands og lagt það mál í al-
þjóðadóm, ætla hálfdanskir og danskir Islendingar, sem
vér virðumst nú vera birgari af en nokkru sinni, alveg
af göflum að ganga, og mega ekki annað heyra, en
að Danir eigi Grænland, að þjóðarbrot vort þar sé
kviksett, að ekki komi til mála, að vér styggjum Dani
með því, að leggja Grænlendingum lið, eða truflum
Dani í þeirra aldagömlu iðju að reita blóðfjaðrirnar
af löndum vorum á Grænlandi! Það eru vissulega hinir
dönsku Islendingar og hálfdanimir einir, sem láta sig
fornbyggðina á Grænlandi engu skipta og synja henni
um hjálparhönd, en ekki vér Grænlandsvinirnir.
Lengst komast hinir dönsku Islendingar í þræl-
mennskunni, er þeir, að óskum Dana, kviksetja „forn-
byggðina" á Grænlandi og rita henni dánarvottorð.
Og Kr. lætur þetta atriði ekki undan ganga í hinu stór-
danska Grænlandsníði sínu.
Á Grænlandi var frá elstu tíð tvenns konar íslenzk
byggð: Norðurseta (,,seta“—veiðimannabyggð), og
bændabyggð (Eystri- og Vestribyggð). Vorið 1342
fluttu allir Vestribyggðarmenn sig til Vesturheims, og
virðist svo sem þeir hafi gerst þar veiðimenn. Úr bænda-
byggðunum lá sífelldur fólksstraumur út í veiðilöndin,
og eru þessir fólksflutningar í heimildunum kallaðir
fráfall frá kristinni trú, af því að í veiðilöndunum í
Vesturheimi og á Norður-Grænlandi blönduðust veiði-
mennirnir kolsvartri, siðlausri, menningarlausri og
huglausri dvergþjóð (3—4 feta á hæð) og glötuðu
við það íslenzkri tungu og flestri þeirri menningu, er
geymdist á tungunni, þar á meðal kristinni trú. Árin
1342, 1355 og 1391 bárust frá Grænlandi fregnir um
stórfeld fráföll frá kristinni trú. En það verður ekki
sannað, að landbúnaðurinn í Eystribyggð hafi lagst
með öllu niður fyrr en um 1700, því elstu Eskimóa-
hús við innanverða Eystribyggðarfirðina eru ekki eldri
en frá 17. og 18. öld, tréskip Grænlendinga var að
reka hér við land fram á 18. öld (og ár með ísl. rúna-
álertun stuttu fyrir 1669); franskir höfundar segja
frá ljóshærðum norrænum mönnum, skeggjuðum upp
að augum, er gengu innan um Eskimóa í Labrador á
18. öld, og Hans Egede rakst á slika menn í Eystri-
byggð 1723. Um þenna samruna Islendinga við hina
sárfámennu Skrælingja, geta menn lesið í ritum mín-
um, svo ég fjölyrði ekki um það hér. En það er ósatt,
að ísl. fornbyggðin á Grænlandi hafi dáið út. Og það
væri óheyrilegt níðingsverk, ef vér segðum sundur
frændsemi við þessa ágætu en hart aðþrengdu frændur
vora, er enn kalla sig Karatil=karla, þ. e. ísl alþýðu-
menn og segja Karl (í Rígsþulu) vera ættföður sinn.
Síðan 1700 hafa Grænlendingar blandast lítillega
við Hollendinga, Dani, Þjóðverja, Islendinga og eink-
um Norðmenn (í þjónustu einokunarinnar), en þess-
arar blóðblöndunar gætir svo lítið, að Grænlendingar
eru lágvaxnastir og ólíkastir Norðurálfumönnum á
þeim svæðum, þar sem hún hefur verið mest, en há-
vaxnastir og líkastir Norðurálfumönnum þar sem eng-
in eða nær engin blóðblöndun viðNorðurálfumenn hef-
ur átt sér stað síðan 1700.
Og til þess að fullkomna réttleysi lelendinga á Græn-
landi ritar Kr.: „Fremstu þjóðarréttarfræðingar Islands
hafa hvað eftir annað verið spurðir af stjórn og Al-
þingi, hvort við ættum rétt til yfirráða á Grænlandi
og alltaf svarað, að við ættum ekkert tilkall til lands-
ins“.
Það er ósatt, að Alþingi hafi leitað nokkurs slíks
álits. Kr. mun eiga við álitsgerðir Einars Arnórsson-
ar 1932 og Gizurar Bergsteinssonar 1952 til lands-
stjórnarinnar. Ganga þessar álitsgerðir jábræðrum Kr.
mjög í vil. En síst vil ég kalla þessa tvo menn sér-
fræðinga í þjóðarrétti eða neinu öðru. Þvi ekki fara
þeir aðeins svo rangt með sögulegar og aðrar stað-
reyndir, en eru auk þess svo fáfróðir um einföldustu
grundvallaratriði þjóðarréttar, almennrar stjórnlaga-
fræði og germanskrar réttarsögu, að þeir fá alls ekki
yfir málið tekið, svo álitsgerðir þeirra verða fullkomin
markleysa og vitleysa, enda hefur landsstjórnin ekki
treyst sér til að leggja álitsgerð Gizurar fyrir Alþingi
sem grundvöll fyrir neins konar ályktun, og svipað
mun að segja um álitsgerð Einars, sem hann lauk á
2 mánuðum!! Ég hef áður hrakið báðar þessar álits-
gerðir lið fyrir lið. Og þar sem hvorugur þeirra Ein-
ars eða Gizurar hafa talið sér fært að verja þessar
kenningar sínar og bábyljur, sýnist mér ekki ástæða
til að fara lleiri orðum um þessi „vísindi“ þeirra hér.
Framhaldið af ritgerð Kr. er lofgerð um meðferð
Dana á Grænlandi, og verð ég rúmsins vegna, að neita
mér um að gera það að umtalsefni hér.
12. des. 1954.
Jón Dúason.