Grænlandsvinurinn - 01.12.1954, Blaðsíða 19

Grænlandsvinurinn - 01.12.1954, Blaðsíða 19
Desember 1954 GRÆNLANDSVINURINN 15 RAGNAR V. STURLUSON: Það verður að stofna Grœnlandsvinafélag Eftir atburði seinustu daga á Alþingi og mótstæða afstöðu ríkisstjórnarinnar í Grænlandsmálinu er nauð- synin á sterkum félagsskap, sem beitti sér fyrir gagn- kvæmum vináttu- og menningartengslum við Græn- lendinga ai} verða æ augljósari. Slíkan félagsskap gæti borið uppi allir þcir mörgu Islendingar sem áhuga hafa á Grænlandi. Verkefni þess félagsskapar væru mörg og óþrjótandi. Eitt aðalverkefnið væri að skapa fastan tengilið milli félagsmanna og íslenzks fólks annarsvegar og Grænlendinga hinsvegar, sem veitti sem nánastar upp- lýsingar um Grænland og íbúa þess. Tengilið, sem hér er gerð tilraun með í formi blaðs þess, sem hér hleyp- ur af stokkunum. Til þess að blaði þessu geti orðið lengra lifs auðið þarf það að eignast örugga umboðsmenn, sem víðast um land (og 'í Grænlandi sjálfu). Útgefandi hefur hugsað sér, að ef nógu margir sjálfboðaliðar sem víðast á landinu findust, sem gætu tryggt minnst 4—5000 áskrifendur að blaðinu, myndi hægt að halda því áfram í svipuðu formi og þá myndi keppt að því að gera það að mánaðarblaði. En til þess að slíkt mætti tak- ast væri öflugur félagsskapur um það eini öruggi bak- hjarlinn. Ef löndum mínum sýnist þetta á sama veg og mér, þá hef ég ýmislegt í pokahorninu til fróðleiks um Grænland, sem þeim kæmi á óvart. T.d. ágrip af sögu þess, sem ég hef haft í smíðum. Einnig nokkuð ýtar- lega staðfræði um Grænland eða landlýsingar þess og lýsingar á byggðum bólum þess eftir því sem unnt væri. En þessu þarf að fylgja myndir og uppdrættir til ánægju og skilningsauka. En myndamótagerð er allra dýrasti liðurinn við blaðaútgáfu og ofviða fjárlausum einstaklingum. Einn meginþátturinn í kynningu Grænlands og Græn- lendinga er og sannar lýsingar á nútíma ástandi og lífi 1933: Dxmir I-’asti alþjóðadómstóllinn þetta nám óliiglegt vegna þess, að hinn forni yfirráðarétlur, cr á 13. öld komst i hendur Norcgskonungi, hafi lekið til alls Gran- lands sem heildar og sé í gildi enn. 1954: Ríkisstjórn íslands beitir klókindum til að fá Alþingi til að vera hlutlaust er innlimun Grænlands kemur fyrir Sameinuðu þjóðirnar til umrxðu. En þetta tókst ekki cinróma, því 20 alþingismcnn í umboði þriggja stjórn- málaflokka mótmællu, gegn atkvæðum 30 þingmanna ríkissijórnarflokkanna, með ýmsu móti, tiltckt rikisstj. þeirra. jEn slíkar upplýsingar er einungis hægt að fá með tilstyrk öflugs félagsskapar, vegna lokunnar lands- ins. Þá kunna sumir að segja sem svo: Hvað varðar okkur yfirhöfuð um Grænland? — Þctta er einn af óbyggilegustu úthjörum heims. Þessu vil ég svara með því, að vissulega varðar okkur um Grænland, ekki siður nú en á tíundu öld og allar aldir síðan. — Á sínum tíma var það hluti af þjóðfélagssvæði voru og íbúar þcss vorir landar. Það er og vissa merkra manna að enn í dag lifi þar afkom- endur áa vorra fornra í fólki því, sem þar býr, þótt nú séu blandaðir mönnum af öðrum uppruna. Þetta skyldu menn hafa í huga, ef þeir við nánari kynningu rækju sig á það að margt er líkt með skyldum. Þetta eru nánustu nágrannar vorir, sem hindraðir hafa verið af utanaðkomandi valdi í eðlilegum sam- skiptum við oss nú í nálega 600 ár. En minning Islend- inga um Grænland hefur þó aldrei dáið út fremur en von vor og vissa um réttinn til frelsis og eigin sjálf- ræðis. Grænland er margbreytilegt land með stórbrotna náttúrufegurð. Og þeir sem þar eru fæddir eða þar hafa ílengst og opnað augun fyrir mikilleik náttúru þess og tign, tengjast því þeim böndum sem eigi geta slitnað. Danskur alþýðumaður, sem hér dvaldi lengi, og eignaðist marga vini, en síðar lenti til Grænlands, sagði að mikið hefði fegurð íslands dregið sig að sér, en á Grænlandi liefði hann kynnzt þeirri sem ekkert jafnaðist við og þar vildi hann vera. Lífsskilyrðum í Grænlandi trúa menn ekki fyrr en þeir taka á, en þetta blað mun að nokkru segja frá þeim, ef því auðnast aldur til. En þó hin ytri náttúra Grænlands sé ómótstæðileg þá eru íbúar þess, Inúkarnir, ekki síður einlægir og viðmótsþýðir. Þeir búa yfir því hugarþeli til þeirra, sem taka þá, sem jafningja sína, að bros þeirra verð- ur „eitt hið fegursta sem til er á þessari jörð*', eins og Helgi heitinn Péturss lýsti þeim. — Og mál þeirra, sem oss er, enn ókennilegt, verður að ómþýðum klið alúðleikans í eyrum hins ókunna, en þrungið lífi og fjöri og snilli hugsunar, sem umhverfi þess hefur mót- að, í vitund þeirra, sem skil kunna á því. Ég segi að síðustu: Stofnun Grænlandsviimfélags er nauðsyn dagsins í dag meðai Isiendinga.

x

Grænlandsvinurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Grænlandsvinurinn
https://timarit.is/publication/956

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.