Grænlandsvinurinn - 01.12.1954, Blaðsíða 8
4
GRÆNLANDSVINURINN
Desember 1954
UmræSurnar á Alþingi.
Umræður um málið hófust nú og tók utanríkisráðherra dr.
Kristinn Guðmundsson fyrstur til máls og talaði fyrir til-
lögu ríkisstjórnarinnar. — Sagði hann þá
frá því, að Danir hefðu innlimað Græn-
land 5. júní 1953. Hefði danski utanríkis-
ráðherrann hreift tilefni umræddrar til-
lögu á fundi utanríkisráðherra Norður-
landanna í Reykjavík í sumar. Hafi Norð-
menn og Svíar heitið Dön'um stuðningi í
málinu, en hann sjálfur ekki lýst yfir
neinni afstöðu. (Það verður þó að van-
treysta ummælum ráðherrans hér að lútandi, því síðar í
umræðunum á Alþingi lét hann þá skoðun sína óhikað í
ljós að íslendingar ættu að segja Já, við till. Dana). —
Sagði hann síðan að mál þetta hefði verið rætt í verndar-
gæzlunefnd S.Þ. og hafi málið verið afgreitt þar með svo-
hljóðandi ályktun:
„Gæzluverndarnefnd hefir kynnt sér skoðun dönsku rík-
isstjórnarinnar, að vegna hinnar nýju réttarstöðu Græn-
lands telji danska ríkisstjórnin að hætta beri að senda
skýrslur varðandi Grænland til gæzluverndarnefndarinnar.
Hún hefir kynnt sér, að grænlenzka þjóðin hefir óhindrað
notfært sér réttinn til sjálfsákvörðunar, er réttkjörnir full-
trúar ákváðu hina nýju réttarstöðu hennar. Gæzluvernd-
arnefnd lætur þá skoðun í ljós, að skv. framkomnum skjölum
og skýringum hafi grænlenzka þjóðin af frjálsum vilja á-
kveðið innlimun í danska konungsríkið á jafnréttisgrund-
velli við aðra hluta danska ríkisins, bæði hvað snertir
stjórnskipun og stjórnarfar. Nefndin hefir með ánægju
komizt að raun um, að grænlenzka þjóðin hefir öðlazt sjálf-
stjórn. Nefndin telur því viðeigandi, að hætt sé nú að senda
henni skýrslur um Grænland.“
Mótmæli komu aðallega fram vegna þess, að gæzluvernd-
amefndin var ekki talin bær um að úrskurða um málið,
heldur þing S.Þ.
Með tillögu þessari í heild greiddu 34 þjóðir atkv., 4 á
móti, en 12 sátu hjá og 10 virðast hafa verið fjarverandi.
Islenzkur fulltrúi mun hafa mætt á nefndarfundi, en setið
hjá við atkvæðagreiðslu.
En fullnaðarafgreiðslu fái málið fyrst við samþykki þings
S.Þ. n. k. mánudag. — Minnti ráðherrann síðan á að rétt-
indakröfur til handa ísl. í Grænlandi sem uppi hafi verið
hér, hafi enn ekki hlotið samþykki Alþingis. ísl. eigi því
ekki nema um 4 kosti að velja í þessu máli, sem sé:
D að mótmæla með atkvæði sinu og leggja fram landa-
kröfur á hendur Dönum og leggja fram rökstuðning fyrir
máli sínu hjá S.Þ.,
2) að segja nei við tillögu Dana og áskilja sér fyrirvara
vegna sérhagsmuna sinna í Grænlandi,
3) að sitja hjá eins og ríkisstjórnin legði til, og
4) að segja já, og þar með samþykkja með Dönum ráð-
stafanir þeirra um Grænland.
Minntist ráðherrann síðan á að ríkisstjórnin (þ. e. Bjarni
Benediktsson, fyrrv. utanríkisráðh.) hafi skipað nefnd til að
rannsaka réttarkröfu Isl. til Grænlands og hafi hún komizt
að neikvæðum niðurstöðum, sem sízt styrki aðstöðu ís-
lendinga til að greiða atkvæði öðruvísi en nefndin legði til.
(Hinsvegar gleymdi ráðherrann (og reyndar fleiri ræðu-
menn kvöldsins) að geta þess að aðeins einn nefndarmanna
þeirra, er ríkisstjórnin skipaði, mátti vera að því að semja
álit nefndarinnar, sem birt var (og samþykkja átti á lok-
uðum þingfundi fyrir nokkrum árum en alþingismenn neit-
uðu), sem sé hinn störfum hlaðni forseti Hæstaréttar, Gissur
Bergsteinsson). Að þetta nefndarálit virðist, frá sjónarmiði
almenns lesanda samið fyrst og fremst sem ádeilurit gegn
niðurstöðum dr. Jóns Dúasonar um þessi mál, en hann hefur
eins og almenningi er kunnugt allra manna ýtarlegast rann-
sakað sögu Grænlands og eðli þessara mála. Ennfremur
gleymdi ráðherrann að geta þess að dr. Jón hefur ritað
svar við nefndarálitinu, sem hann og sendi öllum alþingis-
mönnum og nokkur eintök að auki sem seld voru í búðum,
þar sem hann tætir niðurstöður hr. Gissurs Bergsteinssonar
niður lið fyrir lið og sýnir fram á hvernig hæstaréttarfor-
setinn brenglar hugtökum og ýmist fer rangt með heimildir
eða vitnar rangt til, eða blátt áfram finnur ekki tilvitnunum
stað. Þetta hefði þó ráðherrann og þeir ráðherrar er föluðu
á eftir honum þurft að hafa í huga, ef þeir hafa ætlað sér að
byggja viðhorf sín á grunni fræðilegrar kunnáttu).
Tillaga Péturs Ottcsen.
Næstur talaði Pétur Ottesen og flutti mál sitt af einurð
að vanda og vissu um réttmæti skoðana sinna. Andmæhi
hann kröftuglega tillögu ríkisstjórnarinn-
ar og sýndi frám á háskasemi hennar fyrir
réttindak,röfur íslendinga til Grænlands.
Rakti þingm. nokkuð aðgerðir Alþingis
í málínu á undanförnum áratugum og ó-
trautt fylgi fyrri forystumanna þjóðarinn-
ar við réttarkröfur svo sem eins og Jóns
heitins Þorlákssonar og minnti þingm.
forsætisráðherra, Ólaf Thors, á fylgi hans
(OTh. við tillögu Jóns á Alþingi 1931.
Lagði Pétur Otteseri síðan fram svohljóðandi breytinga-
tillögu við till. til þál. um atkvæðagreiðslu af hálfu íslands
á þingi Sameinuðu þjóðanna:
1. Tillögugr. orðist svo:
Alþingi ályktar að fela ríkisstjórninni að leggja fyrir
íulltrúa íslands á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna, er
f?