Grænlandsvinurinn - 01.12.1954, Blaðsíða 21
Desember 1954
GRÆNLANDSVINURINN (Aukablað)
17
Kristján og Grænland
i.
I Morgunbl. 9. des reiðir Kristján Albertsson refsi-
vöndinn yfir stjórnarandstöðunni og þeim þingmönn-
um stjórnarflokkanna, er brutu af sér handjárnin, er
Grænlandsmálið var til umræðu og atkvæðagreiðslu
á Alþingi í nóv. sl.
Það leynir sér ekki, í hverra umboði Kr. talar, því
ritstjórnin breiðir ritgerð hans, sem tæpast er prent-
hæf, yfir alla forsíðu blaðsins. En sjálf ritgerðin minn-
ir á forna kviðlinga svo sem þenna:
ff..........................
hlæ þótt gráti þjökuð þjóð.
Fyrir danska sæmd og seim
sel eg íslenzkt blóð“.
Eða hin fullkomnu alvöruorð í Islendingabrag:
„Frjáls því að íslands þjóð
hún þekkir heims um slóð
ei djöfullegra dáðlaust þing
en danskan lslending“.
Danski íslendingurinn segir strax til sín í upphafi
hinnar keyptu greinar. Þar segir:
„Óskrifað meginboðorð í utanrikisstefnu hvers lands
mælir svo fyrir, að hver þjóð skuli sýna annari vin-
áttu, meðan hún vinnur ekki til annars, og varast beri
að styggja nokkra þjóð að þarflausu".
En hvernig hafa Danir breytt við oss á umliðnum
öldum og allt fram til þessar stundar. Slaka þeir nú,
eða hafa þeir nokkru sinni slakað á rangindum, lög-
leysi, ofbeldi, okri eða blóðsugu á vorri þjóð fyrr en
þeir voru til neyddir. Hvaða fyrirætlanir hafa þeir t.
d. nú uppi um að gera upp sameignarbú íslands og
Danmerkur, eða að skila íslandi séreignum þess, svo
sem Grænlandi, handritunum, Thorvaldsenssafninu og
öðrum ísl. gripum í dönskum söfnum, skaðabótum fyr-
ir margra alda fjárpínd og kaupþrælkun, manndráp
og nærfellt algera útrýming ísl. þjóðarinnar, að
ógleymdri hinni guðlausu meðferð þeirra á Grænlandi
allt til þessa dags. Þetta eru allt þjóðarréttarleg mál,
því Island hefur aldrei misst hinn þjóðarréttarlega per-
sónuleika sinn að réttum lögum. Væri vissulega meiri
þörf á því, að Kristján kæmi Dönum í skilning um
hin nefndu meginboðorð sín en boða þau hérlendis?
Þar sem Kr. segir, að hvarvetna um heim þyki það
drengilegri háttur, að vera vingjarnlegur í annara garð,
en að sýna „stríðlæti og meinbægni", væri það vel
gert af honum, ef hann vildi fá Dani sjálfviljuglega
til að láta af því, að sitja yfir ofangreindum rétti vor-
um. Skyldi honum ekki reynast það auðvelt?
Samt gefur framhald greinarinnar engar vonir um
þetta, því Kr. segir: „Ekki verður því haldið fram,
að við Islendingar stöndum öðrum fremur svo sterkt
að vígi, að við getum leyft okkur litla aðgát í fram-
komu við aðrar þjóðir. Nema við ætlum að vera í sjálf-
stæðisbaráttu við Dani um aldur og ævi. En væri það
nú hið skynsamlegasta og skemmtilegasta, sem við
gætum tekið upp? Ég álít, að það sé ósannað mál“.
I þessum orðum felst yfirlýstur vilji Kr. og þeirra,
er hann sendu, að binda nú enda á sjálfstæðisbarátt-
una og gefa upp allt það, sem við eigum enn óheimt úr
höndum Dana, einmitt nú þegar vér höfum öðlast að-
stöðu til að beita þjóðarréttinum gagnvart Dönum og
skjóta deiluatriðunum í alþjóðadóm til skjótrar úr-
lausnar, aðstöðu er vér aldrei áður höfum haft. Og
ein röksemd hans fyrir þessu er sú, að honum finnst
annað „skemmtilegra" en að standa í því, að varð-
veita arfleifð vora og skila henni óskertri til óborinna
kynslóða.
n.
Svo tekur Kr. að fullvissa þjóð sína um réttleysi
hennar, og er þá síst yfirlætisminni en sjálfur páfinn:
„íslendingar eiga ekki Grænland. Fólkið, sem á
Grænlandi býr, á Grænland“, öskrar hann.
Enginn neitar því, að Grænlendingar eigi Grænland
á sama hátt og Hornstrendingar eiga Hornstrandir eða
Grímseyingar Grímsey. En Grænland er hvorki nú
eða hefur nokkru sinni verið fullvalda land. Og Græn-
lendingar eru hvorki nú eða hafa nokkru sinni verið
sérstök þjóð, og hafa því aldrei átt, eða getað átt,
neitt með rétti sérstakrar fullvalda þjóðar.
Svo segir Kr.: „Og þar á landi (Grænlandi) hefur