Grænlandsvinurinn - 01.12.1954, Blaðsíða 10
6
GRÆNLANDSVINURINN
Desember 1954
góður, því þetta væri í andstöðu við höfuðröksemd okkar
í þjóðarétti. (Hinsvegar hefur ráðherranum víst ekki fund-
iz það í andstöðu við þessa „höfuð>ökvetnd okkar“, að inn-
lima Grænland í Danmörku. Svo mætti enn spyrja: Hvernig
hefur fulltrúi íslands á þingi S.Þ. beitt þessari höfuðrök-
semd í atkvæðagreiðslu um örlög nýlenduþjóða yfirleitt?).
Síðan setti ráðherrann fram svohljóðandi 5 liði gegn rétt-
arkröfum íslendinga til Grænlands:
1) Hagdómstóllinn hefir dæmt Dönum yfirráð yfir Græn-
landi, án þess að íslendingar gerðu þá kröfu til landsins,
þótt grundvöllur fyrir slíkri kröfugerð væri gaumgæfilega
athugaður, skv. þál. 1931.
2) íslendingar hafa mótmælalaust horft á Dani sameina
Grænland danska ríkinu.
3) Landakröfur íslendinga ættu að byggjast á mörg hundr-
uð ára gömlum samskiptum Grænlendinga og íslendinga.
4) Valdir lögfræðingar íslenzkir hafa komizt að þeirri
niðurstöðu, að íslendingar eigi ekki kröfu til Grænlands.
5) enginn hefir fært vott af rökum fyrir því, að íslend-
ingar hefðu möguleika á því, að sjá sómasamlega fyrir mál-
efnum Grænlendinga, eins og nú stendur, ef þeir gerðu
kröfu um að Grænland yrði undir þá lagt og sú krafa yrð^
tekin alvarl. og þeim afhent landið og þjóðin, sem á því býr.
— Ef tækifæri gefst mun Grænlandsvinurinn ræða þessa
liði síðar og rök Ólafs Thors.
Tillaga Þjóðvarnarmanna.
Nætstur talaði Gils Guðmundsson alþm. fyrir hönd Þjóð-
varnarmanna og andmælti tillögu ríkisstjórnarinnar. Lýsti
hann afstöðu sins flokks í þessu máli og
kemur hún glöggt fram í svohljóðandi
breytingartillögu, sem þeir lögðu frarn við
tillögu ríkisstjórnarinnar:
Tillögugreinin orðist svo:
Alþingi samþykkir, að utanríkisráðherra
gefi sendinefnd íslands á allsherjarþingi
Sameinuðu þjóðanna fyrirmæli um að
greiða atkvæði gegn því að viðurkenna
innlimun Grænlands í danska ríkið með
því að leysa Dani undan þeirri skyldu að gera gæzluvernd-
arnefnd Sameinuðu þjóðanna grein fyrir stjórn sinni á
Grænlandi.
Ályktar Alþingi að fela sendinefnci íslands hjá Samein-
uðu þjóð. að rökstyðja þessa afstöðu með því að lýsa yfir:
1. Að íslendingar viðurkenni ekki rétt neinnar þjóðar til að
gera aðra þjóð að hluta af sinni þjóð og land hennar að
hluta af sínu landi.
2. Að Íslendíngar vefengi, að við innl^mun Grænlands í
danska r/kið hafi Grænlendingar verið spurðir um vilja
sinn á fullkomlega lýðræðislegan hátt.
3. Að ekkert hafi komið fram í þessu máli, sem réttlæti það,
að Danir séu leystir undan þeirri skyldu að gera gæzlu-
verndarnefnd Sameinuðu þjóðanna grein fyrir stjórn
sínni á Grænlandi, sízt af öllu ef tillit er tekið til þess,
að Grænland er enn raunverulega lokað land.
Ræða Einars Olgeirssonar
Síðan talaði Einar Olgeirsson og veittist með þungum
rökum gegn tillögu ríkisstjórnarinnar og málflutningi ráð-
herranna fyrir henni. Tætti Einar í sundur
allan blekkingavef þann sem Danir og
íslenzka ríkisstjórnin höfðu spunnið til
þess að rökstyðja innlimun Grænlands
í Danmörku. Sýndi hann fram á hvernig
Danir hafa lagt kapp á það að danska
Grænland til þessa dags. Hvernig einok-
unarstjórnin hefur þrautpínt og þrælkað
Grænlendinga þær rúmar 2 aldir, sem
hún hefur staðið síðan Danir vöktu þar upp kristindóm og
kaupmennsku.
Sýndi hann ljóslega hvehskonar lýgi það er, sem Danir
halda fram, að Grænlendingar hafi af frjálsum vilja inn-
limað sig í Danmörku, þeir hafi blátt áfram ekkert verið
að því spurðir. Og þeir Grænlendingar sem mælt hafi
með þessu hjá SÞ séu fyrst og fremst dansk aldir menn
í Grænlandi. Minntist Einar síðan á hið hörmulega sjúk-
dóma- og fátæktarástand sem í Grænlandi ríkir af völdum
einokunarinnar og einnig hina ómannúðlegu lokun Græn-
lands, sem stríði gegn öllum alþjóðalögum. Um réttarfræði-
leg atriði málsins var hann á sama máli og Finnbogi R.
Voru ráðherrarnir mjög gneypir undir ræðu hans.
Tillaga Ilaraldar Guðmundssonar
Síðastur í röð andmælenda talaði Haraldur Guðmundsson.
Flutti hann svohljóðandi breytingartillögu: „Þar eð Alþingi
hefur ekip tekið afstöðu til Grænlands-
málsins í heild, leggur þingið fyrir sendi-
nefnd íslands á allsherjarþingi Sameinuðu
þjóðanna að taka ekki þátt í atkvæða-
greiðslu um ályktun gæzluverndarnefnd-
arinnar varðandi það, að Dönum beri ekki
lengur skylda til að senda skýrslu um
Grænland til Sameinuðu þjóðanna, og
taki hún jafnframt fram, að íslendingar
telji afgreiðslu málsins ekki þjóðréttarlega bindandi".