Grænlandsvinurinn - 01.12.1954, Blaðsíða 9
Desember 1954
GRÆNLANDSVINURINN
5
nú situr, að móimæla með atkvæði sínu innlimun Græn-
lands i Danmörku.
2,-Pyrirsögn tiilögunnar orðist svo:
Tillaga til þingsályktunar um afstöðu íslands á þingi
Sameinuðu þjóðanna varðandi Grænland.
Ræða Ólafs Thors, forsætisrá'ð'hcrra.
Ólafur Thors, forsætisráðherra, tók næstur lil máls. Komst
hann m. a. að orði á þá leið, að í þessu máli væru mörg
aukaatriði en fá aðalati'iði.
Aðalati-iðið væri í fyrsta lagi, að íslend-
ingar ættu í deilum við stórar og voldug-
ar þjóðir um rétt, sem þeim væri lífs-
nauðsyn að fá viðurkenndan.
í öðru lagi, að svo kynni að fara að
íslendingar bæru rétt sinn undir Haag-
dómstólinn.
I þriðja lagi, að þessi sami dómur hefði
hinn 5. april 1933 úrskurðað um rétt Dana yfir Grænlandi.
I fjórða lagi hefði þessi úrskurður alþjóðadómstólsins haft
alveg afgerandi áhrif á kröfur íslendinga í þessu máli-
í fimmta lagi, að þrátt fyrir þetta hefðu íslendingar skip-
að sinn eigin dómstól í málinu og leitað álits færustu ís-
lenzkra sérfræðinga.
í sjötta lagi hefðu þessi sérfræðingar talið, að íslendingar
ættu engan rétt til Grænlands.
í sjöunda lagi væri þess nú krafizt, að íslendingar mættu
á alþjóða vettvangi hjá Sameinuðu þjóðunum og gerðu þar
nýlendukröfur, þ. e. a. s. kröfur til þess að eiga Grænland.
I áttunda lagi: Nú spyr ég sagði forsætisráðherrann: Með
hvaða í'ökum? Eigum við að rökstyðja þær með því, að
HaagdómstóUinn sé á móti þeim? Eða með því að íslenzkir
sérfræðingar séu á móti þeim, eða með því, að Alþingi hafi
alltaf haldið fast á sínum rétti í þessum efnum?
Mig skortir rök í málinu, sagði Ólafur Thors; ég tei því
enga leið færa að»a en þá, að íslendingar sitji hjá við at-
kvæðagreiðsluna um tillögu Dana, eins og ríkisstjórnin hef-
ur borið fram tillögu um og stendur öll að.
Mín afstaða mótast ekki á neinn hátt af löngun til að
þóknast Dönum. Heldur ekki áf1 því að mig skorti löngun
til að afla íslendingum réttar til gagnlegrar aðstöðu í Græn-
landi. Hún mótast eingöngu af því, að mig skortir rök til þess
að krefjast nýlenduyfirráða yfir Grænlandi.
Við þá menn, sagði forsæiisráðherrann, sem ekki trúa á
rétt okkar, en samt sem áður erU áð blekkja þjóðina með
tvískinnungi í málinu og á ég þar auðvitað alls ekki við hv.
þingm. Borgf., vil ég segja það, að þeim væri þá sæmra að
bera fram tillögu um að málinu verði vísað að nýju til
úrskurðar Haagdómsstólsins. —,
Þessi ummæli ráðherrans eru tekin orðrétt upp eftir Mbl.
Annars var forsætisráðherra mjög æstur i ræðu sinni og
auðheyrt að honum sveið mjög að P. O. skyldi minna hann
á fyrra fylgi við réttarkröfur ísl. til Grænlands. Er hann
hafði hellt úr skálum andagiftar sinnar veik hann af fundi
og mátti ekki vera að því að hlusta á andrök í málinu.
Tillaga Finnboga R. Valdimarssonar.
Þessu næst talaði Finnbogi Rútur Valdimarsson og flutti
ýtarlegt erindi byggt á yfirgripssannri þekkingu i þjóða-
rétti. Sýndi hann fram á hversu réttar-
kröfur ísl. ''tæðu ofar rétti eða öllu heíd-
ur vnldbeitingu Dana í Grænlandi og ekki
næði neinni átt að samþykkja innlimUn
Grænlands í Danmörku, þvi slikt gengi
alveg framhjá sjálfsákvörðunarrétti þjóð-
anna, sem íslendingar, sögu sinnar vegna,
hlytu að styðja umfram allt. Einnig ræddi
þingm. nokkuð um hagsmunalega að-
stöðu íslenzkra fiskiskipa við Grænland. Lagði þingmáður-
iijn síðan fram svohljóðandi breytingartillögu við till. til þál.
um atkvæðagreiðslu af hálfu íslands á þingi Sameinuðu
þjóðanna:
Till. gr.: orðist svo:
Alþingi ályktar að fela ríkisstjórninna að gefa fulltníum
íslands á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna nú þegar fyr-
irmæli um að greiða atkvæði gegn viðurkenningu Samein-
uðu þjóðanna á innlimun Grænlands í danska ríkið og bera
fram ákveðin mótmæli íslands gegn þeirri innlimun og lokun
Grænlands.
Ræða F. R. Valdimarssonar hefur öll birzt í Þjóðviljanum.
Ræöa Eystcins Jónssonar.
Næstur talaði fjármálaráðherra, Eysteinn Jónsson, og var
aðeins heitur í máli. Vék hann átölum að Pétri og Finnboga
fyrir að þeir skyldu andmælá tillögu rík-
isstjórnarinnar, sem hann taldi á beztu
rökum reista og vitnaði í ,álit Gissurar sér
til stuðnings. — Veittist hann sérstaklega
að Finnboga fyrir það sem hann kallaði
tvískinnur\gshátt, að haljda fram bæði
sögu og lagalegum rétti íslands til Græn-
lands og sjálfsákvörðunarrétti Grænlend-
inga. Ef ísl. gerði fyrirvara við atkvæða-
greiðslu, þá fælist í því annað tveggja af okkar hálfu: 1) að
við vildum halda Grænlendi sem nýlendu eða 2) að við vild-
um innhma það í okkár riki. — Hvorugur kosturinn væri