Grænlandsvinurinn - 01.12.1954, Blaðsíða 11
Desember 1954
GRÆNLANDSVINURINN
7
Heitar umræð'ur
Umræður um málið urðu mjög heitar og bilaði vörn ráð-
herranna fyrir tillögu sinni því lengra sem á leið og fóru
þeir þá í hnútukast til að styrkja rökin. Kristinn Guð-
mundsson kom oftast fram og opinberaði hug sinn til máls-
ins æ betur í hvert skipti. Voru þeir Eysteinn og hann einir
tveir til varnar eftir að Ólafur Thors hafði vottað málinu
virðingu sína. Engir aðrir úr liði ríkisstjórnarinnar veittu
henni liðsyrði.
Klukkan að ganga 3 að nóttu sleit svo þingforseti fundi,
og frestaði atkvæðagreiðslu, eftir að hafa neitað að visa
málinu til utanríkisnefndar eins og Einar lagði til.
En það kom síðar í Ijós hvað olli þeirri neitun: þrír af
sjö í utanríkismálanefnd greiddu atkvæði gegn tillögu rík-
isstjórnarinnar og formaður nefndarinnar mætti ekki á
fundi, svo hann þarf því ekki að gera Vestmannaeyingum
grein fyrir afstöðu sinni í þessu máli.
Atkvæðagreiðslan
Atkvæðagreiðslan um málið fór svo fram á þingfundi
mánudaginn 22. nóv.
Þessir alþingismenn mótmæltu með því að greiða at-
kvæði gegn tillögu ríkisstjórnarinnar, en hún var á þá leið
að fulltrúar íslands skyldu sitja hjá á allsherjarþingi Sam-
einuðu þjóðanna, er atkvæði voru þar greidd um innlimun-
artillöguna:
Jörundur Brynjólfsson, Bergur Sigurbjörnsson, Brynjólf-
ur Bjarnason, Eggert Þorsteinsson, Einar Olgeirsson, Emil
Jónsson, Finnbogi R. Valdimarsson, Gils Guðmundsson,
Gísli Jónsson, Guðmundur í. Guðmundsson, Gunnar Jó-
hannsson, Gylfi Þ. Gíslason, Halldór Ásgrímsson, Hannibal
Valdimarsson, Haraldur Guðmundsson, Jón Pálmason, Karl
Guðjónsson, Lúðvik Jósefsson, Pétur Ottesen og Sigurður
Guðnason.
Þessir alþingismenn töldu hinsvegar rétt að ísland væri
Dönum hjálplegt við innlimum Grænlands, með samþykkt
á tillögu ríkisstjórnarinnar:
Ólafur Thors (Jensen), Páll Zóphoníasson, Páll Þorsteins-
son, Sigurður Ágústsson, Sigurður Bjarnason, Sigurður Ó.
Ólason, Skúli Guðmundsson, Steingrímur Steinþórsson, Vil-
hjálmur Hjálmarsson, Andrés Eyjólfsson, Ásgeir Bjarnason,
Bernharð Stefánsson, Bjarni Benediktsson, Kristin Sigurð-
ardóttir, Einar Ingimundarson, Eiríkur Þorsteinsson, Ey-
steinn Jónsson, Gísli Guðmundsson, Gunnar Thoroddsen,
Helgi Jónasson, Hermann Jónasson, Ingólfur Flygenring,
Ingólfur Jónsson, Jóhann Hafstein Jón Kjartapsson, Jón
Sigurðsson, Jónas Rafnar, Karl Kristjánsson, Kjartan J.
Jóhannsson, Lárus Jóhannesson.
Tveir þingmenn voru fjarverandi, Jóhann Jósefsson og
Magnús Jónsson. i
Mótmæli
Þegar er séð varð hversu atkvæðagreiðslu um málið myndi
reiða af á Alþingi, fóru að berast mótmæli gegn afstöðu
ríkisstjórnarinnar.
Laugardaginn 20. nóv. sendi stjórn Farmanna- og fiski-
mannasambands íslands ríkisstjórninni svohljóðandi sam-
þykkt:
„Stjórn F.F.S.Í. leyfir sér hér með að minna hæstvirta
ríkisstjói-n á samþykktir undangenginna þinga Farmanna-
og fiskimannasambands íslands, um að ríkisstjórnin og
Alþingi beiti sér fyrir því að leita á alþjóða vettvangi
úrskurðar um forn réttindi íslendinga til Grænlands. Vér
skorum því fastlega á ríkisstjórnina og Alþingi það er nú
situr að notfæra sér nú tækifærið hjá Sameinuðu þjóðunum
til að koma þessum óskum á framfæri á grundvelli tillagna
hr. alþingismanns Péturs Ottesen og að mótmæla þá um
leið aðgei'ðum Dana í Grænlandsmálinu, og þá sérstaklega
innlimun Dana á landinu án þess að réttur íslendinga sé
reyndur.
í nafni þeirra hundraða sjómannafulltrúa er með eigin-
handarundirskriftum hafa' sent Alþingi áskorun þessa efnis
og í nafni þúsunda landsmanna, sem eru sama sinnis, mót-
mælum vér því, að sendinefnd íslands hjá Sameinuðu
þjóðunum verði látin sitja hjá við umræður og atkvæða-
greiðslu í þessu máli án þess að hreyfa mótmælum“.
Sama daginn og atkvæðagreiðslan fór fram á Alþingi
stóð þing Alþýðusambands íslands yfir. Þar báru full-
trúar allra sjómannafélaganna fram svohljóðandi álykt-
un, sem samþykkt var einróma:
„24. þing ASÍ mótmælir innlimun Grænlands í danska
ríkið, þar sem það telur, að íslendingar eigi þar réttar og
hagsmuna að gæta. Þingið skorar því á alla sanna íslend-
inga, að standa vel á verði og vernda þessi og önnur réttindi
sín-
Þá krefst þingið þess, að fulltrúar íslands á þingi Sam-
einuðu þjóðanna greiði atkvæði gegn innlimun Grænlands
í Danmörku".
Og loks, er afstaða „seljaland‘‘mannanna um þetta mál í
Alþingi varð kunn, birti eitt íslenzka þjóðskáldið sín mó%
mæli á þessa leið:
Nú dimmir — og menn hafa á sleipunni slengst,
er sloknaði þjóðræknisneisti.
Eg undrast þann liðsflokk er undirgengst
það ok, sem Thorsvaldið reisti.
Og enn hefur mikið um manndóminn þrengst,
þann manndóm, sem von okkar treysti.
En þetta komst andskotans ódyggðin lengst
frá íslenzkum dáðum og hreysti. __jm