Dagfari - 01.03.1998, Blaðsíða 4

Dagfari - 01.03.1998, Blaðsíða 4
Það er argasta hræsni þegar íslensk stjórnvöld lýsa áhyggjum sínum af bandarískum eiturúrgangi á Grænlandi, en þegja þunnu hljóði um óþverrann í eigin landi. Samtök herstöðvaandstæðinga krefjast þess að íslensk og bandarísk stjórnvöld sjái til þess að þegar í stað verði gengið frá eiturhaugum hersins samkvæmt ítruslu alþjóðakröfum og aðgerðin verði hluti af stefnu ríkisstjórnarinnar um Island, hreinasta land í heimi árið 2000. Landsráðstefnan ítrekar meginmarkmið samtakanna um baráltu fyrir herlausu og hlutlausu landi. Umsvif bandaríska setuliðsins á Islandi fara minnkandi ár frá ári og sú stund hlýtur að nálgast að þau hverfi með öllu. Liðsafli þessi var jafnan til óþurftar og nú orðið er dvöl hans hér tímaskekkja sem engum getur dulist. Setuliðið á Miðnes- heiði er eðlilegri atvinnustarfsemi á Suðurnesjum fjötur um fót, það veldur mengun, þenslu og spennu og brottför þess verður öllum góðum mönnum léttir og fagnaðarefni. Kaldastríðsminjar í formi úreltra hernaðarmannvirkja víða um land bera vitni um stríðshyggju sem mengaði hugi og kreppti að sálum manna á árum ógnarjafnvægis og kjarnorku- vopnakapphlaups. Ljóst er að varnargildi hersins var aldrei neitt enda eru formælendur hans hættir að hampa því en klifa þess meir á efnahagslegu mikilvægi og afgjöldum sem af honum fást. Samtök herstöðvaandstæðinga fordæma gróðahyggju af þessu tagi. Hergagnaframleiðendur, vopnasalar, leigjendur lands fyrir stríðsskap og aðrir þeir sem hafa tekjur af hernaði og vígabrölti eru, ef vel er að gáð, lílið betri cn eiturlyfjabarónar og aðrir sölumenn dauðans. Samtök herstöðvaandstæðinga krefjast þess að íslensk stjórnvöld taki upp nýja stefnu í friðar- og afvopnunarmálum. A alþjóðlegum vettvangi eiga Islendingar að berjast fyrir útrým- ingu allra kjarnorkuvopna og taka undir sérhverja viðleitni til

x

Dagfari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagfari
https://timarit.is/publication/968

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.