Dagfari - 01.03.1998, Blaðsíða 12

Dagfari - 01.03.1998, Blaðsíða 12
Halldór Laxness kvaddur Með Halldóri Laxness cr genginn baráttumaður fyrir sjálf- stæði íslensku þjóðarinnar. Sam- skipti lítillar þjóðar og stórvelda voru honum hugleikin og tekin til meðferðar í mörgum verka hans, t.d. íslandsklukkunni og Atómstöðinni og íjölmörgum rit- gerðum. Vissulega gctur enginn hópur eða stofnun cignað sér eitt skáld. Það ætla herstöðvaand- stæðingar ekki heldur að gera. Hér skal þó, um leið og Halldóri eru þökkuð verk hans og bar- átta fyrir sjálfstæði þjóðarinnar, minnt á ritgerð skáldsins „Gegn afsali landsréttinda og cyðíngu þjóðarinnar“, sem rituð var árið 1945 en á fullt erindi enn þann dag í dag. „Það er ljósara en skýra þurfi fyrir mönnum að land sem undirgeingst á venjulegum tímum, friðartímum, að vera her- setið af erlendu ríki, þjóð sem ekki hefur full óskoruð og óumdeild réttindi til yfirráða innan landamerkja sinna, er ekki leingur fullvalda; hún er ekki sjálfstætt ríki; hvert stjórnarform sem hún þykist hafa að öðru leyti er hún og verður leppríki, ánauðugt rfki.“ „Að biðja þjóð að gefa upp fullvcldi í landi sínu og afsala sér landsréttindum jafngildir því að biðja hana að fara burt úr landi sínu.“

x

Dagfari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagfari
https://timarit.is/publication/968

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.