Dagfari - 01.03.1998, Blaðsíða 20

Dagfari - 01.03.1998, Blaðsíða 20
En þá kom skyndilega babb í olíubátinn og tíkarsonurinn var ekki lengur okkar. Markaður auðsins felldi sinn dóm og úrskurðurinn jafngilti markaði dauðans. „Fyrrum var sagt: þú skalt sundra og drottna síðan en vér höfum nýtt og ljúfmannlegra boðorð. Vort boðorð er stórfenglegt einfalt og snjallt og tært eins og sjálft dagsljósið. Drottnun er ekki samræmanleg vorum hugsjónum: undirokaðar þjóðir eiga sér öruggan samastað í hjarta voru. Vér berum friðarorð sundruðum og vér flytjum huggun fátækum. Vér erum málsvarar frelsis: frjálslyndi vort er svo yfirtak víðtækt að það krefst frelsis handa kúgaranum friðar handa rústunum lífsréttar handa dauðanum.“ Þannig orti Sigfús Daðason. Við skulum minnast þess að angi hins sama herliðs og ætlað er að varpa bömum íraks á sprengjuodda til skemmtunar vald- höfum Hvíta hússins situr í værð suður á Rcykjanesi. í Persaflóastríðinu var Keílavrkurflugvöllur notaður til millilendingar fyrir drápsvélarnar, sama hlutverk er honum ætlað nú. Um leið og við segjum: ekki fleiri stríð í nal’ni frelsisins, ekki fleiri morð í nafni lýðræðisins, ekki fleiri örkuml í nafni rétt-

x

Dagfari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagfari
https://timarit.is/publication/968

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.