Dagfari - 01.03.1998, Side 7

Dagfari - 01.03.1998, Side 7
Meira að segja félagssinnaðir menn, þreyttir á að þurfa að hugsa, fallast fleiri og fleiri á að Nato sé bara ágætt, það stilli til friðar víða um heim. En heimsskipanin er ekki réttlát, það sjá allir. Meðan hundruð milljóna þjást af fáfræði, skorti og sjúk- dómum, stynja undan kúgun einræðisafla sem flestum er haldið uppi af ráðamönnum ídku landanna, raunverulegum yfirvöldum okkar, á meðan eru slík hernaðarsamtök sem Nato ekkert annað en kúgunarafl í þágu misrétlis. Það er okkur, fámennri og frið- samri þjóð, til háborinnar skammar að vera með í slíkri klíku, sérstaklega þar sem okkur hefur lengst af boðist miklu mann- legri kostur sem hlutlaus fulltrúi friðar og sátta. En við græðum auðvitað ótaldar milljónir á því að hafa hér herstöð Nato. Góðæri og sultur Við búum við góðæri svo nefnt og byggjum háreistar versl- unarhallir handa tugum þúsunda nýrra neytenda. Líkast til er þetta enn ein spilaborg þessarar makalausu hagfræði nútímans, sem byggir á þeirri ótrúlega skammsýnu hugsun, að framfarir séu síaukin framleiðsla á þeim forsendum að gengið sé á höfuðstólinn, auðlindum jarðar breytt í soip og mengun. Og spilaborg gróða og stríðshyggju riðar sífellt til falls. Þessa dagana skelfur efnahagsundrið í Austurlöndum svo moka þarf í peningamusterin margföldum þeim milljónum sem við pírum í það fólk heimsins sem sveltur, ekki síst af því að við sitjum að næstum allri kökunni. Stórir og litlir Einu sinni var ort: Voða bágt á veslings Rútur. Viljið þið heyra hvernig fór? Hann var lítill labbakútur sem langaði til að sýnast stór.

x

Dagfari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagfari
https://timarit.is/publication/968

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.