Dagfari - 01.03.1998, Blaðsíða 10

Dagfari - 01.03.1998, Blaðsíða 10
/ Hermennska á Italíu í byrjun febrúar á þessu ári fórust um 20 skíðamenn þegar bandarísk herflugvél sleít burðarvíra kláfferju og munaði minnstu að dauðsföllin yrðu tvöfalt fleiri. Slys þetta varð í .. / Olpunum á þekktu skíðasvæði í góðu og björtu veðri. Astæðan var sú að flugmaðurinn flaug „undir“ vírana, sem héldu kláfferj- unni og kom fram í fréttum að slíkur glannaskapur væri ekki einsdæmi. Það gefur líka auga leið að slíkur flugmáti er meira spennandi en að þeysa um háloftin fjarri jörðu. ítalir ræddu tæpitungulaust um framkomu bandarísku flug- mannanna: „Þessir „Rambóar" nota fjöllin okkar sem æfinga- svæði. Hverjir halda þeir eiginlega að þeir séu,“ sagði í einu dagblaðinu og í öðru var talað um „heimskulegar heræfingar.“ Ráðherrar sem málið var skylt gáfu líka út yfirlýsingar og utan- ríkisráðherrann krafðist ítarlegrar rannsóknar. Forseti Italíu sagði m.a. að það væri hræðilegt að hugsa til þess að þessi harmleikur hafi „orsakast af því að einhverjir stóðu í þeirri trú að þeir gætu gert sér að leik að tefla lífi annarra í hættu.“ Einnig komu fram raddir um að Ítalía segði sig úr Nató. Það gerist aldrei hér? Það hefur ósjaldan komið fyrir að bandarísku hermennirnir á Keflavrkurvelli hafi stundað svipað athæfi hér á landi, einkum yfir hálendinu. Þeir telja sér heimilt að æfa sig í lágílugi þar með æmum hávaða og slysahættu fyrir þá sem niðri á jörðu eru. Fyrir nokkrum ámm olli lágflug bandarískarar þotu stórtjóni á minkabúi upp í Borgarfirði því dýrin ærðust af hræðslu. í hittið- fyrra sumar fældu bandarískar þotur hesta ferðamannahóps á

x

Dagfari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagfari
https://timarit.is/publication/968

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.