Dagfari - 01.03.1998, Blaðsíða 6

Dagfari - 01.03.1998, Blaðsíða 6
VIÐ LOK FRIÐARGONGU ÁVARP Á ÞORLÁKI 1997 Gott kvöld, góðir félagar í friðargöngu á jólum 1997. Ég þakka þann heiður að fá að flytja ávarp hér af tilefni þess að við höfum nú enn einu sinni gengið þennan Laugaveg versl- unar og glansdýrðar jólanna. Við höfum þar með viljað sýna einskoraðan vilja til að ganga saman veginn lil friðar með öllum mönnum, hvert með sínu göngulagi. Séra Rögnvaldur Finn- bogason sagði yfir moldum Jóhannesar úr Kötlum, eins ágæt- asta skáldsins okkar, að Jóhannes hefði átt „þá björtu lífstrú sem þorir að veðja á manninn, þrátt fyrir allt, þann veika og hrösula mann, þann vindsorfna pflagrím, sem freistar lausnar á ráðgátu lífsins". Það þykir mér einmitt sem við hér gerum, og maðurinn getur líka verið sterkur. Verslunarhátíð Nú er hátíð verslunar. Verslun er auðvitað nauðsynleg sem slík, en markaðurinn er hættulegt vald. Hann tryggir ekki gæði eins eða neins, honum er sama hvaðan gróðinn kemur, og menn græða víst meira á brennivíni en mjólk, krabbameinstóbaki en appelsínum, heróíni en lambakjöti, vopnum en bókum. Þá er gott að halda úti stöðugum styrjöldum og það er líka gert víða. Réttlæti og friður Hér ríkir sæmilegur friður. Við vitum þó ekki hversu stöðugur sá friður er. Hér situr til dæmis sem fastast her þess ríkis sem mestum ófriði hefur valdið í heiminum nú um langt skeið. Og við erum í NATO. Nato, hvað er það? Segja margir.

x

Dagfari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagfari
https://timarit.is/publication/968

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.