Ársrit Nemendasambands Laugaskóla - 01.01.1934, Síða 7
Æskan og átthagarnir.
Þegar eldra fólkið kemur saraan, verður því oft tíð-
rætt um æskuna og tíðarandann og fellir harða dóma.
En hvernig getur aldrað fólk dæmt um æskuna, sem
það þekkir svo lítið? Æskan er og hlýtur að vera
barn síns tíma. Fyrir það verður hún ekki sakfelld
með réttu. Það er ekki hennar sök, þó að byltinga-andi
og breytigirni ráði mestu um gerðir hennar. Það er
uppeldi, menntun og breyttir tímar, sem valda því.
Það er ekki sök æskunnar, hvaða áhrifum útvarpið,
dagblöðin og kvikmyndahúsin valda. Séu þessar menn-
ingarstofnanir skaðlegar, er það sök þeirra, sem
stjórna þeim. Það er ekki sök æskunnar, þótt hún vilji
heldur lesa Tarzan en Njálssögu og Odysseifskviðu
Hómers. Það er sök eldra fólksins, sem hefur alið upp
hina nýju kynslóð.
Allt frá því er sögur hófust, hefur gamalt fólk tal-
að um það, að heimurinn fari versnandi og að æskan
spillist. Skopleikaskáld hafa dregið dár að þessu í tvö
þúsund ár. Sé æska 20. aldar verri, en unga fólkið
var áður, er það ekki hennar sök. Það er eldri kyn-
slóðin, sem hefur menntað hana, gefið henni byr í
seglin og undirbúið jarðveg þann, sem hún er sprott-
in úr, sáð til þess ávaxtar, sem nú er skorinn upp.
Æskan hefur tvennskonar þörf:
1. Að vera frjáls, og