Ársrit Nemendasambands Laugaskóla - 01.01.1934, Síða 47

Ársrit Nemendasambands Laugaskóla - 01.01.1934, Síða 47
Æskumenn og meyjar! Þið hafið hlotið arf frá kyn- slóðum liöinna alda. Sá arfur er sigrar mannanna yfir lifandi og dauðri náttúru. Það er aðstaðan til lífs- ins, eins og þeir hafa skapað hana, að svo miklu leyti sem þeir hafa gert það. Þú, sem ert klæðlaus og svang- ur, hefur hlotið örbirgðina í arf. Þú, sem við eldinn situr, hefur hlotið akrana og hallirnar. Annað er arf- ur hins sigraða, hitt arfur hins sterka. En öll hafið þið hlotið annan arf, sem þið eigið sameiginlega. Það er arfur mikilla möguleika, sem er falinn í ykkur sjálfum — möguleikanna til að útrýma erfðasyndinni, sem veldur því, að örbirgðin er arfur eins, en allsnægtirnar annars. Þið getið látið það vera að dæma, svo að þið verðið ekki dæmd, sakfella svo að þið verðið ekki sakfelld, þið getið gert þeim gott, sem hata ykkur og beðið fyrir þeim, sem sýna ykkur ó- jöfnuð. Allir eiga eitthvað til að gefa, fyrst og fremst sá, sem allsnægtirnar hefur, en einnig sá, sem ör- birgöina hefur fengið í arf. Hann er oft auðugastur af drengskap og kærleika. Allir eiga möguleikann til að elska aðra, svo að þeir verði sjálfir elskaðir. Tvennt er það, sem allir heilbrigðir æskumenn þi’á. Annað er hamingja og gleði. Hitt er að vinna gagn þjóð sinni og fóstui’jörð. Lífið er auðugt af möguleikum til hamingju og gleði. Þeir möguleikar eru á hverju leiti, en þó er svo sorglega almennt, að framhjá þeim sé farið. Möguleik- arnir til að vinna gagn þjóð sinni og fósturjörð eru líka margir. Hamingja sjálfs manns er bezt tryggð með ham- ingju annara. Hamingju sína verður hver og einn að skapa sjálfur, og það er einungis hægt með því að skapa öðrum hamingju. Það er hægt með því að sýkna aðra, biðja fyrir þeim, sem sýna ójöfnuð, gefa þeim
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Ársrit Nemendasambands Laugaskóla

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit Nemendasambands Laugaskóla
https://timarit.is/publication/871

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.