Ársrit Nemendasambands Laugaskóla - 01.01.1934, Blaðsíða 92
90
Umsjónarmenn voru Björn Bergmann og Þórður H. Frið-
bjarnarson og hringjari Kristján H. Jónsson. Sigurbjörg Jóns-
dóttir hafði umsjón með og vann að ræstingu skólahússins og
þjónustu nemenda. Þorgeir Jakobsson va.r skólabryti. Hann
tók og' við flestum umsóknum og svaraði þeim og gaf upplýs-
ingar um skólann í fjarveru skólastjóra sumarið 1933. Bót-
hildur Benediktsdóttir var ráðskona mötuneytisins, er starfaði
sem að undanförnu.
Tilhögun ndms og kennslu.
í y. d. var námsefni að mestu leyti bundið. Með örfáa nem-
endur var þó gerð nokkur undanþága, þar sem ástæða þótti til.
f e. d. fengu nemendur að dálitlu leyti að velja milli náms-
greina, en eigi var þó um neitt bóklegt aðalnám að ræða. Hef-
ur að undanförnu þeim farið fjölgandi, sem ekkert slíkt aðal-
nám höfðu, og virðist réttmæt sú ráðstöfun nú, að fella það
niður með öllu. Aftur á móti lögðu nokkrir nemendur sérstaka
stund á íþróttir, sem þá teljast aðalnám þeirra. f verklegu
deildinni tóku ekki þátt í bóklegu námi nokkrir nemendur, er
flestir höfðu áður stundað allmikið slíkt nám við Laugaskóla
eða annarsstaðar. Leikfimi og sund voru skyldar námsgreinar
fyrir alla, nema sérstakar ástæður lægju til undanþágu.
í söng tóku þátt 26 nemendur.
Kennslan skiptist þannig á kennarana:
Leifur Ásgeirsson kenndi íslenzku í e. d. og y. d. A, fslend-
ingasögu í y. d., mannkynssögu og eðlisfræði í e. d. og' las Eg-
ilssögu með báðum deildum. Konráð Erlendsson kenndi dönsku
reikning' og' landafræði í b. d. og heiisufræði og' félagsfræði í
y. d.
Þórhallur Björnsson kenndi smíðar í smíðadeild og smíðar
og teikningu í y. d.
Þorgeir Sveinbjarnarson kenndi sund og' leikfimi í öllum
skólanum og íslenzku í y. d. B, og sá um útivist pilta.
Páll H. Jónsson kenndi söng' í öllum skólanum og' grasa-
fræði í b. d. Hann kenrídi og nokkrum nemendum hljóðfæra-
leik og sá um útivist stúlkna.
G. E. Selby kenndi ensku í 4 flokkum.
Rannveig- Jónasdóttir kenndi sauma í saumadeild, y. d. og
e. d.
Sigurbjörg- Jónsdóttir kenndi hannyrðir í y. d. og e. d.