Ársrit Nemendasambands Laugaskóla - 01.01.1934, Blaðsíða 8
6
2. Að hrífast af göfugum viðfangsefnum, tileinka
sér eitthvað mikið og vinna fyrir hugsjónir. Og nú-
tíminn á svo mikið af krafti og lífshugrekki. Æskan
er rík af hvorutveggja. Einmitt þessvegna ber hún í
skauti sínu gæfu framtíðarinnar. Hún er búin að fá
ný sjónarmið, sem eldri mennirnir verða að sjá með
henni. Þeir verða að skilja æskuna, hvernig hún starf-
ar, hugsar, gleðst og finnur til. Það er skilyrði þess,
að ungir og rosknir vinni að því saman að breyta feg-
urstu draumum lífsins í veruleika.
Æskan er ekki breytt. Það eru skilyrðin sem eru
breytt. Og þrátt fyrir allt: Hjá æskunni býr allt það
bezta, sem nútíminn á í skauti sínu. Hún elskar lífið,
eins og því var lifað í Hellas í fornöld, eins og því er
lifað þann dag í dag. Hún elskar lífið í allri leit þess
eftir þroska, og líka í eymd þess og neyð. Hún finnur
til með þeim sem þjást og vantar styrk, jafnvel þeim
sem leiddir eru út á hála braut lastanna. Æskan dæm-
ir ekki þann sem hrasað hefur, því hún veit, að or-
sökin liggur oft meira í atvikum en upplagi. Hvernig
er hægt að dæma hart nautnamanninn og vændiskon-
una fyrir þann, sem skilur ekki sterkar freistingar?
Nútíminn er auöugur af mörgum gæðum. En hann
á líka mikið böl. Mest er atvinnuleysið. Getið þið sett
ykkur í spor ungs manns, sem ekkert fær að gera,
enginn vill sjá og þjóðfélagið virðir að vettugi? Hverj-
ar eru hugsanir slíkra manna? Vitið þið hvað það er,
aö ganga atvinnulaus dag eftir dag, viku eftir viku,
mánuð eftir mánuð? Manni er alstaðar ofaukið og
hvergi starfssvið fyrir hann. Það er enginn sem vill
nýta starfskrafta hans og hæfileika. Hvað verður um
alla æskudraumana og framtíðarhugsjónirnar? Hvaö
verður um vonina, sem er bundin vasklegu starfi,