Ársrit Nemendasambands Laugaskóla - 01.01.1934, Blaðsíða 27
25
in svipuð og hjá okkur við að grafa brunn. Þegar hol-
an dýpkar, er moldin handlönguð upp í bambuskörf-
um og vatn, sem sígur í holuna, undið upp með hand-
afli. Moldin er síðan hreinsuð frá gimsteinunum á
svipaðan hátt og við hreinsum fínan sand. Þó væri
nokkuð seinlegt að bíða þess að uppmoksturinn þorn-
aði, svo að moldin hryndi burt. Þess vegna er moldin
þvegin burt í straumvatni. Verða verkamennirnir að
standa í mittisdjúpum læk við að skola leðjunni burt.
Gimsteinarnir eru síðan tíndir úr mölinni, sem eftir
verður.
í Suður-Afríku liggja gimsteinarnir svo djúpt, að
þessari aðferð verður ekki við komið. Þar er unnið
sem í kolanámu, með sporvögnum, lyftivélum og raf-
dælum. Þar liggja gimsteinarnir líka í svo hörðu bergi,
að ekki er hægt að þvo þá úr, heldur verður að mylja
uppmoksturinn í vélum, unz hann er mulinn svo smátt
að ekki er hætta á að gimsteinarnir felist í molunum.
Gimsteinarnir eru aðeins 1/14000000 af öllu því, sem
í vélarnar er látið.
Þegar gimsteinar finast í árfarvegum, er ekki hægt
að leita þeirra nema á þurrkatímum. Þá eru árnar
stíflaðar og mölin flutt þangað sem hærra ber. Á
regntímanum er mölin síðan þvegin í körfum.
Eftirlitið í gimsteinanámunum er afar strangt. Þó
er alltaf stolið meira eða minna. Og venjulega eru það
stærri steinarnir, sem stolið er, því að enginn vill
leggja líf sitt í hættu fyrir litla og ódýra steina. Erfitt
er að segja, hve miklu þessi þjófnaður nemur, en
stundum er talið, að röskur fjórði hluti gimsteinanna
hverfi á þennan hátt.
Það er ekki nóg að vinna gimsteinana úr skauti
jarðar. Eftir er að fægja þá og laga. Er það erfitt
verk og of margbrotið til að lýsa því nákvæmlega.
L