Ársrit Nemendasambands Laugaskóla - 01.01.1934, Blaðsíða 34
32
og notalegan kofa. Þar var ekki ónæðið eða brak í
viðum, þó að hvassveður væri og þá var ekki heldur
hættan á, að hann eyðileggðist í eldsvoða. Hann gat
gengið uppréttur inn í þetta hús og lokað dyrum á
eftir sér. Svo gat hann líka gengið út og staðið á
dyrasteini heima hjá sér og horft yfir heila sveit og
séð, ef einhver skyldi vera þar á ferðinni. Kofinn var
í tveim hólfum og heyhlaða á bak við, í öðrum enda
hans var herbergi húsráðanda, skepnurnar í hinum
endanum.
Lapparnir heimsækja hann aftur. Nú voru þeir
tveir, yngri og eldri maður, líklega feðgar. Þeir nema
staðar og stinga fyrir sig löngum prikum og styöjast
fram á þau með báðum höndum. Svo steinþegja þeir
og hlusta, því að þeir heyra óm í geitabjöllum lengst
upp í fjalli; því næst glápa þeir á kofann, brotna
landið og allar framkvæmdirnar.
Já, góðan daginn, segja þeir svo og síðan þetta:
Það sýnist ekki vera neinir aumingjar, fólkið, sem
ætlar að fara að búa hérna á mörkinni. — Lapparnir
eru alltaf nógu mjúkir á manninn. Þið getið vænti ég
ekki vísað mér á kvenmann, svarar ísak. Þetta sama
er alltaf ofan á í honum. — Kvenmann? Nei, en við
getum reynt að nefna það, þar sem við komum, ef
þú kærir þig um. — Já, mikið fjarska væruð þið þá
greiðviknir. Og að ég eigi hús og jörð og skepnur en
enga konuna, skuluð þið segja.
Æjá, lengi var hann búinn að reyna, í hvert eitt
einasta sinn, sem hann kom ofan í sveit með næfra,
en alltaf hafði það gengið jafn hx-aklega. Þó litu þær
nú samt á hann, svona sumar hverjar, ein og ein,
þégar hann færði erindið í tal, einkanlega ein ekkja
og svo eitthvað af ógiftum, sem byi'jaðar voi'u að
reskjast. Þær þorðu samt ekki að ráða sig hjá honum,