Ársrit Nemendasambands Laugaskóla - 01.01.1934, Blaðsíða 40
38
fara um sig meira og meira, þrá eða tilhneigingu eða
hvað menn vilja nú kalla það.
Það er óþarfi að þú leggir allt þetta inn í búið,
segir hann. — Þú hefur ekki séð allt ennþá, svarar
hún. Og svo er það Sívert, þekkirðu hann? — Nei. —
Hann er frændi minn og ríkur, skaltu vita. Það er
hann sem he'fur sparisjóðinn í sveitinni heima.
Ástin gerir skynsamt fólk að flónum. ísak langaði
til að sýna umhyggju og vera nærgætinn, en gerði
fullmikið að: Hvað ég vildi sagt hafa, segir hann,
þú skalt ekki hreykja upp með kartöflunum, ég geri
það, þegar ég kem heim í kvöld. Með það tók hann öxi
sína og arkaði út í skóg.
Hún heyrir hann höggva, þarna rétt hjá, svo að
seg'ja, er það. Hún heyrir trén falla, stór tré, það get-
ur hún heyrt á brestunum. Þegar hún hefur hlustað á
þetta lengi dags, hleypur hún út í kartöflugarð og' fer
að hlúa að plöntunum. Ástin gerir vitleysinginn vitran.
Um kvöldið kom hann heim og dró þá á eftir sér
gríðarmikið tré í reipi. ó, mikill kraftamaður er ísak
og ósérhlífinn ekki síöur! Hann draslar drumbinum
og gerir mikla skruðninga, hóstar og ræskir sig dug-
lega, því að honum er víst sama, þó að konan heyri og
líti út úr kofanum og sjái hvað hann getur. Ertu aldeil-
is frá þér, maður, að leggja þetta á þig! segir hún og
kemur út til hans, töluvert örvandi þó í rómnum. Þú
ert þó aldrei nema mennskur maður, bætir hún svo
við. Hann svaraði engu. Þó að hann væri nú maður
á móti einum kubb, og ögn meira, honum fannst
naumast eyðandi orðum að slíkum smámunum.
Og hvað ætlarðu að gera með það?, í hvað ætlarðu
tréð? spyr hún. — Ég veit ekki, svarar hann drýg-
indalega og dregur hana á svarinu.
En nú varð honum litið yfir garöinn og sá að hún