Ársrit Nemendasambands Laugaskóla - 01.01.1934, Síða 40

Ársrit Nemendasambands Laugaskóla - 01.01.1934, Síða 40
38 fara um sig meira og meira, þrá eða tilhneigingu eða hvað menn vilja nú kalla það. Það er óþarfi að þú leggir allt þetta inn í búið, segir hann. — Þú hefur ekki séð allt ennþá, svarar hún. Og svo er það Sívert, þekkirðu hann? — Nei. — Hann er frændi minn og ríkur, skaltu vita. Það er hann sem he'fur sparisjóðinn í sveitinni heima. Ástin gerir skynsamt fólk að flónum. ísak langaði til að sýna umhyggju og vera nærgætinn, en gerði fullmikið að: Hvað ég vildi sagt hafa, segir hann, þú skalt ekki hreykja upp með kartöflunum, ég geri það, þegar ég kem heim í kvöld. Með það tók hann öxi sína og arkaði út í skóg. Hún heyrir hann höggva, þarna rétt hjá, svo að seg'ja, er það. Hún heyrir trén falla, stór tré, það get- ur hún heyrt á brestunum. Þegar hún hefur hlustað á þetta lengi dags, hleypur hún út í kartöflugarð og' fer að hlúa að plöntunum. Ástin gerir vitleysinginn vitran. Um kvöldið kom hann heim og dró þá á eftir sér gríðarmikið tré í reipi. ó, mikill kraftamaður er ísak og ósérhlífinn ekki síöur! Hann draslar drumbinum og gerir mikla skruðninga, hóstar og ræskir sig dug- lega, því að honum er víst sama, þó að konan heyri og líti út úr kofanum og sjái hvað hann getur. Ertu aldeil- is frá þér, maður, að leggja þetta á þig! segir hún og kemur út til hans, töluvert örvandi þó í rómnum. Þú ert þó aldrei nema mennskur maður, bætir hún svo við. Hann svaraði engu. Þó að hann væri nú maður á móti einum kubb, og ögn meira, honum fannst naumast eyðandi orðum að slíkum smámunum. Og hvað ætlarðu að gera með það?, í hvað ætlarðu tréð? spyr hún. — Ég veit ekki, svarar hann drýg- indalega og dregur hana á svarinu. En nú varð honum litið yfir garöinn og sá að hún
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Ársrit Nemendasambands Laugaskóla

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit Nemendasambands Laugaskóla
https://timarit.is/publication/871

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.