Ársrit Nemendasambands Laugaskóla - 01.01.1934, Blaðsíða 18
16
Ennfremur hafa þeir fundizt í loftsteinum, svo að
okkar hnöttur mun ekki einn um þá.
Elztu demantanámur eru í Indlandi, en síðan fyrsti
demantinn fannst í Suður-Afríku (um miðja nítjándu
öld), hafa flestir demantar komið þaðan. Enn má
nefna Brasilíu sem auðugt demantaland.
Fyrstu tuttugu árin, eftir að námurnar í Suður-
Afríku fundust, voru unnir þar demantar, sem námu
samtals 250 milljónum dollara. Demantar eru líka
dýrastir allra gimsteina.
Uppruna perhmnar lýsir persneskt skáld á þessa
leið: Regndropi féll úr skýi, en þegar hann sá hið
víða haf, blygðaðist hann sín fyrir smæð sína og
hrópaði: »Ef hafið er áreiöanlega til, þá er ég alls
ekki neitt«. Til launa fyrir auðmýktina var dropinn
varðveittur í ostruskel og að lokum breytt í konung-
lega perlu. Þessi sögn er líklega ævagömul. Aristoteles
segir frá því, að þegar stormurinn lemji Okeanus,
hafið í hinu yzta myrkri, berist úðinn af bylgjunum
inn yfir hin þekktu höf. Skelfiskarnir syndi þá upp
að haffletinum til að gleypa úðadropana. Síðan leiti
þeir í lygnuna, þar sem þeir syndi upp að yfirborðinu
kvölds og morgna, svo að úðadroparnir geti drukkiö
í sig geisla hinnar hnígandi og rísandi sólar. Beztu
perlurnar áttu að vera til, þegar úðinn féll í björtu
tunglsljósi.
Kínverjar héldu, að beztar og flestar perlur yrðu
til á stjórnarárum góðra keisara. Ef keisarinn var
sérstaklega rómaður, áttu perlurnar að Ijóma svo, að
hægt væri að sjá þær langt til. Þá átti líka að stafa
svo miklum hita af þeim, að hægt væri að sjóða
hrísgrjónagraut við þær.
Gamla Testamentið er eitt af elztu heimildarritum
um perlur, og sést þar glöggt, hversu mikils þær vom