Ársrit Nemendasambands Laugaskóla - 01.01.1934, Page 10

Ársrit Nemendasambands Laugaskóla - 01.01.1934, Page 10
8 siglir tryggðaleysi við upphaf og eðli alls hins göfg- asta og bezta í manninum. Og fyrirlitning á öllum og öllu slæst í förina með. Þessi áhrif eru komin hingað og breiðast nú yfir okkar litla og fámenna land. Þau eru að draga úr gildi og gæfu heimilanna og slíta í sundur þau bönd, er tengja fólkið við þau. Um leið hnignar átthaga- tryggð og heimilisást íslenzkrar sveitaæsku. En hér má ekki blanda saman óskyldum hlutum. Eitt er útþrá, og annað tilgangslaust flan rótlausra manna frá stað til staðar og landi til lands. Til þess að skýra þetta nánar, verður að fara nokkrum orðum um ættjarðarást. Sú hreina og sanna ættjarðarást er sjaldnast bundin við heilt land, heldur við æskustööv- arnar, bæinn, engið og hlíðina, dýrin og blómin á grundinni: »Hún elskaði ekki landið, en aðeins þenna blett, af ánni nokkra faðma og hraunið svart og grett«, var kveðið um gamla konu í sveitinni minni fyrir meir en aldarfjórðungi síðan. Og þau orð eru enn í gildi. í hugum fjölda æskumanna berjast tvennskonar öfl. Annað er útþrá, hitt átthagatryggð, og veitir ýmsum betur. Oft koma þær stundir, að dalurinn verður of þröngur og dimmur eins og fangelsi, en fjarlægðin seiðir og lokkar með töfraljóma sínum. Stundum lát- um við heillast af fagurmælum ímyndunarafls og ævin- týraþrá, og hverfum að heiman. Þaö eru engin svik við æskustöðvarnar, heldur fullnægja þroskaviðleitni. Útþráin er einn þáttur í vaxtarþrá, sterkasta og göfg- asta eðlisþætti mannsins, þrátt fyrir allt. Ég hef skilning og samúð með þeim, sem langar út fyrir haf- iö og upp yfir fjöllin háu. Ég þekki hina seiðandi út- þrá nógu vel til þess. Það er annaö en Ijúft, að vera fjötraður eða grafinn í hamra,
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Ársrit Nemendasambands Laugaskóla

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ársrit Nemendasambands Laugaskóla
https://timarit.is/publication/871

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.