Ársrit Nemendasambands Laugaskóla - 01.01.1934, Side 13
11
haldi, að eldra fólkið sé nánar tengt átthögunum, en
þið, sem eruð ung. Það er a. m. k. reglan í nágranna-
löndunum, þar sem ég hef kynnst þeim málum. Ég
hef heyrt norskan alþýðumann leika á fiðlu átthaga-
lögin sín. Gleði hans og hrifning var svo mikil, að
hann fékk eigi tára bundizt.
Hvar hefur æska gamla tímans fengið þá rótfestu,
stælingu og áhuga, sem aðeins beztu æskumenn nútím-
ans eiga? Ég svara: f tryggð við átthagana, upphaf
sitt og eðli.
Við eigum óvini innra með okkur sjálfum. Þeir eru
hugleysi, hviklyndi og ótryggð. Rekum þá á flótta og
þá mun okkur vegna vel.
Við erum öll komin út af bændum og bóndinn er
mesti höfðinginn í þessu landi. Vagga okkar og for-
feðra okkar stóð í íslenzkum dölum. í skaut dalanna
og fjallanna höfum við sótt allt það bezta, sem við
eigum, mátt og megin og andans atgervi, göfgi í hugs-
un og tilfinningum.
í átthögunum okkar allra eru bjartir og hlýir vor-
heimar. Hvergi skín sólin eins og þar. Hvergi bylgjar
andvarinn grasið á engjunum líkt og þar. Hvergi er
fossaniður og elfarljóð eins og þar. Þegar við finnum
þetta, iærurn við að meta sveitirnar okkar og skilja
verðmæti þeirra. Þá verður gott ár í starfi íslenzkra
bænda. Náttfallið vökvar túngrösin. Morgunsólin
þerrar daggarperlur blómkrónanna. Andvarinn kemb-
ir þoku á hnjúkunum og leikur að ljósum lokkum
starfandi æsku. Geislar hnígandi sólar roða loftiö. Þá
fáum við að lifa fögur og björt sumarkvöld á íslandi.
Þóroddur Guðmandsson.