Ársrit Nemendasambands Laugaskóla - 01.01.1934, Page 14
Leyndardómar gimsteinanna.
(Að mestu eftir »De ædle Stene og deres Mystik«,
eftir A. Dragsted).
Öll höfum viö heyrt talaö um gimsteina og perlur.
Endrum og eins sjáum viö í blöðunum, aö fundizt hafi
gimsteinn, sem aö veröi nemi mörginn hundruðum
þúsunda eöa milljónum króna. Og í skáldsögunum er
talað um gimsteinaskraut kvenna, perlufestar, erföa-
djásn o. s. frv. En fáir okkar íslendinga hafa nokk-
urntíma séö eöa borið gimstein, og ennþá síður er
okku'r kunnugt um gerð þeirra og sögu, eða hin ein-
kennilegu áhrif þeirra á líf ótal einstaklinga og jafn-
vel heilla þjóða.
Sögu gimsteinanna þekkjum við aö nokkru af rit-
um og aö nokkru eigum viö fornleifafræðingum aö
þakka ýmsan fróðleik um sögu þeirra.
Gimsteinar eru nefndir í ritum bæöi frá Fornöld
og Miðöldum, bæöi á Austur- og Vesturlöndum. Meöal
elztu heimilda má nefna Biblíuna, sem lýsir hökli Ar-
ons fyrir ca. 3500 árum. Ennfremur er að finna í
Oröskviðum Salomons og Ljóðaljóöunum góða heim-
ild um skoðanir þeirra tíma á perlum og gimsteinum.
í Nýja-Testamentinu er að finna lýsinguna á hinni
nýju Jerúsalem og líkinguna um kaupmanninn, sem
leitaði að dýrum perlum o. fl. Af því getum vér séð,