Ársrit Nemendasambands Laugaskóla - 01.01.1934, Síða 19
1?
metnar. Þar eru þær oft notaðar til samanburðar, ef
um eitthvað dýrmætt er að ræða, og einkum, ef hrósa
skyldi einhverjum andlegum verðmætum. Salomon
segir víðar en í einum stað í orðskviðum sínum, að
vizkan sé betri en perlur. Vizkan er ekki heldur allra
eign. »Nóg er til af perlum og gulli, en dýrari verk-
færi eru vitrar varir«. Aí tímanlegum gæðum er það
helzt góð eiginkona, sem er perlum betri. »VTæn kona,
hver hlýtur hana? hún er mikils meira virði en perl-
ur«. í Ljóðaljóðunum talar Salomon um pei'lur sem
skraut. »Lystilegar eru þínar kinnar undir perlusnúr-
unum og þinn háls undir eðalsteinakeðjunum«.
Þó að mikið væri sótzt eftir perlum til skrauts sök-
um fegurðar þeirra, var það samt ekki síður vegna
hinna dulrænu eiginleika, sem talið var að þær hefðu
til að bera. Perlur áttu að vera svo kröftugir vernd-
argripir, að þær veittu eigendum sínum alla hugsan-
lega gæfu, ef þeir aðeins kynnu að segja hið rétta
orð. Einnig áttu þær að veita eilífa æsku og gera eig-
endur sína færa um að lifa án fæðu, væri réttilega
með þær farið og þeirra neytt. Auk þess voru þær
hið bezta meðal gegn ýmsum kvillum. Enn í dag eru
perlur mikið notaðar til meðala í Indlandi, en vitan-
lega er það meðal harla dýrt.
Perlur verða til í ýmsum tegundum skelfiska á þann
hátt, að einhverjir óboðnir gestir, sníklar, sandkorn
eða aðrar smáagnir komast inn í skelina. Fyrst reyn-
ir skelfiskurinn að hafa þessar agnir af sér, en ef
það ekki tekst, gefur hann frá sér kalkkennt efni, sem
sezt utan á ögnina, lag eftir lag, unz perlan er sköp-
uð. Perlurnar eru margvíslegar að gerð, en mest þyk-
ir varið í hnöttóttar perlur. Þó er mikið komið undir
litnum, ljómanum og ljósbrigðunum. Dýrastar eru
2