Ársrit Nemendasambands Laugaskóla - 01.01.1934, Side 20
þær perlur, sem hafa gljáandi og hálf-gagnsætt yfir-
borð, og skínandi ljósrauðan eða gulrauðan iitblæ.
Minna virði eru grænar og bláar perlur.
Flestar austrænar perlur eru frá Persneska flóan-
um. Þó er mikil perlutekja við eyjarnar í Kyrrahafi,
við strendur Kína og Japan og víðar, einkum í heit-
um höfum. Auk þess finnast perlur í ám og vötnum
næstum því um allan heim. En oftast eru þær minna
virði en perlur úr sjó.
Fyrr á tímum var perlutekjan stunduð þannig, að
perlukafarinn var látinn síga í bandi til botns. Tíndi
hann skelfiskana í körfu, meðan hann gat haldið
niðri í sér andanum, og var síðan dreginn upp. Þessi
aðferð, sem er afar erfið og hættuleg, tíðkast ennþá
sumstaðar, en víðast hvar er nú notaður kafarabún-
ingur af nýjustu gerð.
Fallegar perlur eru afar dýrar og hafa jafnan ver-
ið það. Eitt sinn veðjaði Kleopatra Egyptadrottning
við elskhuga sinn, Antonius, að hún gæti eytt hálfri
annari milljón króna í eina máltíð handa sér. Hún
tók eina af perlum sínum og neytti hennar uppleystr-
ar í ediki. Dómarinn í veðmálinu hindraði hana í, að
láta aðra perlu sæta sömu meðferð og dæmdi henni
sigurinn.
Svipað borðhald átti sér stað í Norður-Ameríku um
miðja nítjándu öld. Fátækur skósmiður veiddi skel-
fisk í soðið og steikti veiðina, þegar heim kom. En
þegar hann tók að gæða sér á steikinni, fann hann
stóra perlu í skelfiskinum. Hún var orðin ónýt af hit-
anum og fitunni. Ella hefði hún verið dýrust af þeim
perlum, sem fundust á þeirri öld.
Perlan hefur löngum verið tákn allra kvenlegra
dyggða. Kvenmannsnafnið Margrét þýðir perla.
Á sanskrít er rúbíninn kallaður konungur gimstein-