Ársrit Nemendasambands Laugaskóla - 01.01.1934, Side 21
19
anna. Hann er líka girasteinn konuganna, tákn valds-
ins.
Gömul indversk sögn segir frá því, hvernig höfuð-
skepnurnar færðu guðdóminum fórnir: Loftið gaf
regnboga, eldurinn vígahnött, jörðin rúbín og hafið
perlu. Regnboginn sveipaði guðinn í dýrðarljóma,
vígahnötturinn var lampi hans og rúbíninn ennis-
djásn. Perluna bar hann við hjarta sér. Rúbíninn var
hið bezta, sem jörðin gat fórnað, og guðinn bar hann
á enni sér sem tákn valdsins.
Mikil hjátrú hefur verið bundin við rúbíninn. Pli-
nius kveður Kaldea hafa talið rúbíninn öflugastan
allra verndargripa, því að hann gæti varið menn fyr-
ir öllu böli og aflað hylli valdhafanna. Píinius grein-
ir einnig milli karl- og kvenrúbína. Hinir dekkri töld-
ust máttugastir og því karlkyns, en hinir ljósleitari
kvenkyns. Þessi skoðun ríkti einnig á Miðöldum.
Vita þótti það á gieði og auðsæld að dreyma rúbín,
og konungum þótti það fyrir auknu valdi.
Japanir og Kínverjar bera rúbína til að verða lang-
lífir, heilsugóðir og gæfusamir. Til þess mun meðal
annars liggja sú ástæða, að sú er trú manna um öll
Austurlönd, að rúbíninn vari við hættu, tapi ljóma
sínum, ef sjúkdómar eða önnur ógæfa sé fyrir hönd-
um. Sama trú var lengi útbreidd í Evrópu. Breyting
þessi á ljóma rúbínanna hefur reynzt að hafa sína
eðlilegu ástæðu. Ef vatn komst inn í umgjörðina
hvarf ljóminn unz það gufaði burt.
Rúbínarnir eru rauðir á lit og allra steina harð-
astir, næst demöntum. Helztu frumefni, sem í þeim
finnast, eru aluminium, járn, kísill og súrefni. Bezti
liturinn kallast dúfublóð. Ef deila reis um það, hvort
einhver rúbín hefði hinn rétta lit, þurfti ekki annað
2*