Ársrit Nemendasambands Laugaskóla - 01.01.1934, Síða 28
26
Aðeins skal það nefnt, að fægihjólin þurfa að vera
úr afarhörðu efni, annaðhvort karborundum eða húð-
uð muldum demanti.
Verð gimsteinanna er mörgu háð. Lögun og litur,
stæi'ð, skærleiki og ljósbrigði ráða þar mestu. Stærð-
in er reiknuð eftir þunga. Þyngdareiningin, 1/5 úr
grammi, nefnist karat. Því stærri sem steinninn er,
því dýrari er hann í hlutfalli við þungann. Gimsteinn,
sem vegur 20 karöt er því meir en helmingi dýrari
en samskonar steinn, sem vegur 10 karöt. Annars er
verð gimsteina harla breytilegt. í góðum árum hækka
þeir í verði, en á stríðstímum og kreppuárum lækkar
verð þeirra. Einnig lækkar verð þeirra venjulega í
svipinn, þegar nýjar gimsteinanámur finnast. Ekki
er auðvelt að segja, hvað stærstu gimsteinar, sem til
eru, mundu kosta nú, ef þeir væru falir. Dýrastir yrðu
nokkrir nafntogaðir demantar. Stærsti demant, sem
menn þekkja (Cullinan), fannst í Suður-Afríku 1905.
Hann vóg 3024 karöt (606 gr.). Ef miða skyldi við
verð algengra gimsteina mundi verð hans nema 133—-
266 milljónum króna. En hann hefur aldrei verið seld-
ur, síðan hann var fágaður, og þar eð hann er lang-
stærsti demant veraldar, er ekki unnt að segja neitt
með vissu um verðgildi hans.
Líklega koma mönnum þessar svimháu upphæðir
kynlega fyrir sjónir. Hið raunverulega, hagkvæma
gildi gimsteinanna er sáralítið. Og úr lituðu gleri er
hægt að búa til skrautgripi, sem aðeins kunnugir geta
þekkt frá gimsteinadjásnum. En gimsteinar eru svo
sjaldgæfir, að þeir geta ekki verið í hvers manns eign.
Og þegar trúin á töframátt þessara steina og mann-
leg hégómagirni haldast í hendur, er eðlilegt, að eftir
þeim sé sótzt. Þótt auðkýfingur kaupi steinadjásn fyr-
ir nokkur hundruð þúsund króna, verða honum þau