Ársrit Nemendasambands Laugaskóla - 01.01.1934, Blaðsíða 30
Frumbýlingar.
Eftir Knut Hamsun.
(Sögukaflinn, sem hér fer á eftir, er upphaf af »Markens
gröde«, sem er ein af allra frægustu sögum Hamsun’s).
Yfir móa og mýrar liggur göturuðningur langt,
langt inn í land og lyppast á endanum í hvarf í mörk-
ina. Hver skyldi hafa traðkað þennan stíg í svörðinn?
Maður gerði það, fyrsti maðurinn, sem hér lagði leið
sína. Svo komu dýr og nösuðu upp slóðina hans og
þræddu ferilinn, og þvínæst snuðruðu Lapparnir hann
uppi, einn og einn maður, þegar þeir voru að rölta
við hjarðir sínar og reikuðu með þær úr einu fjallinu
í annað. Svona myndaðist gatan — og fór dýpkandi
— í óbyggðina, almenninginn, sem allir áttu, en eng-
inn réði þó yfir.
Maðurinn er fótgangandi og fer norður, með mal
á baki, fyrsti pokinn, sem hér ferðast á mannsbaki,
fylltur einföldum áhöldum og mat.
Þarna fer hann, stór karlmannlégur náungi með
alskegg, rautt á litinn, grófgert brúsandi strý um
kjálkana, hann er öróttur í framan og á höndunum.
Hvernig hefur hann annars skaddazt svona áður
fyrr? Hefur hann hlotið meiðsli við vinnu sína? Eða
ætli hann hafi oröið fyrir áverkum í orustum? Hann
gæti líka komið beina leið úr betrunarhúsinu og ætl-
að að fela sig fyrir yfirvöldunum. Eða þá að þetta er