Ársrit Nemendasambands Laugaskóla - 01.01.1934, Side 39
37
Það var orðið einum manni fleira fyrir hann að
framfæi’a, en það borgaði sig, nú átti hann heiman-
gengt og gat hreyft sig. Þarna er nú áin, yndislegt
vatnsfall fyrir augað og svo er hún líka skemmtilega
ströng og djúp. Þetta er engin smáræðis á og hlýtur
að koma úr stóru vatni uppi á öræfunum. Hann fær
sér net og gengur upp með ánni og leitar að vatninu.
Um kvöldið kom hann svo heim og bar stórar kippur
af urriða og bleikjusilungi. Inger tók á móti honum
með undrun og aðdáun, hún var ekki góðu vön, hún
klappaði saman lófunum og sagði: Almáttugur! hvað
er það sem ég sé! Hún finnur að honum líkar hólið og
bætir við fleiri góðum orðum: Að hún hafi aldrei
vitað annað eins og skilji ekkert í, hvernig hann hafi
farið að veiða þetta.
Og Inger hafði fleiri kosti. Hafi hún ekki verið
fyrirhyggjusöm, þá átti hún samt tvær lambær, sem
hún lét ættingja sína geyma einhversstaðar. Nú sótti
hún kindurnar. Einmitt þetta vantaði mest í svipinn:
ull og ær og lömb. Búið óx, fjórar skepnur í viðbót,
það var nærri ráðgáta, hvað það óx ört. Svo átti hún
líka fatnað og allra handa smávegis, sótti þetta smátt
og smátt allt saman og flutti heim til sín, spegil með
snúru og glerperlum á, kamba og rokk. Sko. Ef hún
heldur svona áfram að draga í búið eftirleiðis, verður
allt húsrúm þá og þegar troðfullt og hvergi pláss fyr-
ir fólkið! Auðvitað var ísak fjarska ánægður og upp
með sér yfir svona miklu af jarðneskum munum, en
talaði samt fátt um, hann átti heldur aldrei gott með
viðræðurnar. Hann bara þrammaði út og inn, leit
upp í loftið og gáði að veðurfari, hélt svo aftur inn
í kofa til konunnar, rogginn með sig' í fótaburði og
öðrum hreyfingum. Já, ansvoði hafði hann verið hepp-
inn með þetta allt saman. Og nú finnur hann ástina