Ársrit Nemendasambands Laugaskóla - 01.01.1934, Side 43
41
náttúruna sér undirgefna til þess að auka þægindi
sín og bæta lífskjör sín, taka öfl hennar í þjónustu
sína til að geta sparað orku sjálfs sín. Hann hefur
ekki látið sér nægja að byggja hús til þess að skýla
sér fyrir fönn og frosti, roki eða regni, heldur hefur
jafnframt birzt í byggíngum hans hin mesta fegurð
og fullkomnasta list. Jafnvel þeir hlutir, sem eru hon-
um ómissandi lífsskilyrði, lúta valdi listar og fegurð-
ar.
Ríki mannanna er ekki nema hálft í hinum efnis-
lega heimi. Hálft er í heimi andanna, í heimi söíígs
og sagna, lita og ljóss. Allt það, sem bezt er, hefur
fallið þeim í skaut. Jafnvel gleði þeirra og gæfu virð-
ast engin takmörk sett. Slíkur er máttur mannanna,
ósigrandi, óþrjótandi.
En það sem mennirnir geta, er annað en það, sem
þeir (jera. Máttur þeira er annnað en vilji. Kröfur
þeirra annað en kærleiki þeirra.
Þrátt fyrir hinn ósigrandi mátt mannanna, líða
miljónir þeirra þjáningar og þrautir. Þrátt fyrir allt,
sem þeir geta, er gæfuleysið á annari hverri þúfu.
Þrátt fyrir háar kröfur er uppfylling þeirra skamm-
vinn og hverfandi. Hvernig stendur á því? Er móðir
þeirra, jörðin, ekki nógu eftirlát þeim og gjöful? Er
það vegna þess, að enn hafi þeim ekki tekizt að reisa
nógu háar hallir, byggja nógu stórar brýr, finna upp
nógu voldugar vélar? Nei, ekki getur það verið vegna
þess. Nægileg matvæli eru til í heiminum, svo að eng-
inn þyrfti að svelta. Húsakynni eru nægileg, svo að
engan þyrfti að vanta þak yfir höfuðið. Það er nægur
auður til, svo að örbirgð þyrfti engin að vera. Það er
eitthvað annað, sem veldur.
Þið munið, hvernig sagan um syndaflóðið er sögð